Útheimtir mikinn styrk Vera Einarsdóttir skrifar 14. október 2015 10:45 Elín Björg kynntist Lyru í sirkus í Ástralíu. MYNDIR/STEFÁN Elín Björg Björnsdóttir byrjaði að kenna lyru í polefitness-stöðinni Eríal Pole fyrir tæpu ári en lyru-námskeið höfðu ekki staðið almenningi til boða fram að því. Lyra eða aerial hoop er einn angi af loftfimleikum og gera iðkendur hinar ýmsu kúnstir í stórum hringjum í loftinu. Elín kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu og var að miklu leyti alin upp á fjöllum. Hún stundaði íshokkí lengi vel en hlaut á endanum álagsmeiðsl. „Hnén gáfu sig og ég þurfti að finna mér eitthvað nýtt að gera. Ég hef aldrei verið mikið fyrir þetta hefðbundna og endaði á því að prófa súlufimi eða polefitness í Eríal Pole. Ég hafði áður verið í klifri og það reyndist góður undirbúningur enda snýst súlufimin að miklu leyti um að vinna með eigin styrk,“ segir Elín sem heillaðist algerlega af sportinu. „Ég hef alltaf verið svo mikill gaur en fann mína kvenlegu hlið,“ útskýrir Elín.Að sögn Elínar sækja bæði konur og karlar tímana og eru iðkendur af öllum stærðum og gerðum.Hún flutti til Ástralíu árið 2013 og fór fljótlega að leita að polefitness-stöð en fann enga sem henni líkaði. „Fyrir algera tilviljun rambaði ég inn í sirkus og varð alveg dolfallin. Ég datt beint inn í loftfimleikahópinn og þar nýttist bakgrunnurinn í súlufiminni vel. Þegar ég flutti heim fyrir tæpu ári var búið að koma upp hringjum í Eríal Pole en það vantaði kennara. Ég sló til og byrjaði að kenna viku eftir heimkomuna,“ upplýsir Elín sem er með alþjóðleg þjálfararéttindi frá elevatED sem sérhæfir sig í pole-, aerial- og flexþjálfun. Elín hefur sömuleiðis lokið fjölda björgunar-, skyndihjálpar- og fjallanámskeiða. „Ég stunda jafnframt nám í líftæknifræði og hef lagt áherslu á lífeðlisfræði og anatómíu. Ég þekki því virkni líkamans ansi vel og legg upp úr því að vinna með hverjum iðkanda fyrir sig enda hafa þeir mismunandi reynslu og bakgrunn.“"Ég kenni ýmis trix og aðferðir til að tengja þau saman en hugmyndin er að úr verði eins konar dans eða flæði."En hvernig byggir þú tímana upp? „Við byrjum alla tíma á að hita vel upp og förum svo í styrktaræfingar á gólfi eða í hringjunum. Við þær tvinnum við svo ýmsar tækniæfingar. Þegar líður á tímann gerum við svo ýmis trikk í hringjunum. Stundum kenni ég ný og stundum fer ég í aðferðir til að tengja þau saman en hugmyndin er að úr verði eins konar dans eða flæði. Í lokin gerum við svo alltaf góðar teygjur,“ útskýrir Elín. Aðspurð segir Elín bæði konur og karla sækja tímana og að iðkendur séu af öllum stærðum og gerðum. „Til mín koma til dæmis strákar sem hafa slasast í einhverjum látum í crossfit og þurfa að vinna upp axlarmeiðsl eða annað í þeim dúr. Þá hentar lyra vel enda aðeins unnið með eigin þyngd og kraft. Eins koma til mín stelpur sem hafa glímt við bakmeiðsli en hafa fengið grænt ljós á að fara að hreyfa sig. Þá getur lyran komið að gagni enda eru æfingarnar styrkjandi fyrir bakið. Iðkendur rétta sömuleiðis úr sér, öðlast liðleika, styrk og fallegar línur.“Er ekki líka ákveðin frelsistilfinning fólgin í því að hanga svona í loftinu? „Jú algerlega og svo ýtir þetta undir sköpunarkraft hvers og eins enda erum við með hreyfingunum að túlka ólík lög. Það er gaman að sjá iðkendur blómstra í því og margir kynnast hliðum sem þeir vissu ekki að þeir ættu til.“ Elín hefur þegar staðið fyrir nokkrum nemendasýningum. „Ég upplifi mig eins og ungamömmu og stend stolt á hliðarlínunni enda eitthvað sem ég hef byggt upp frá grunni. Erlendis er líka keppt í greininni en hér eru flestir að þessu til gamans,“ segir Elín og bendir á að hún taki að sér sýningar á hinum ýmsu viðburðum og skemmtunum. „Áhugasamir geta sent mér póst á thisiselin@gmail.com.“ Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Elín Björg Björnsdóttir byrjaði að kenna lyru í polefitness-stöðinni Eríal Pole fyrir tæpu ári en lyru-námskeið höfðu ekki staðið almenningi til boða fram að því. Lyra eða aerial hoop er einn angi af loftfimleikum og gera iðkendur hinar ýmsu kúnstir í stórum hringjum í loftinu. Elín kemur úr mikilli íþróttafjölskyldu og var að miklu leyti alin upp á fjöllum. Hún stundaði íshokkí lengi vel en hlaut á endanum álagsmeiðsl. „Hnén gáfu sig og ég þurfti að finna mér eitthvað nýtt að gera. Ég hef aldrei verið mikið fyrir þetta hefðbundna og endaði á því að prófa súlufimi eða polefitness í Eríal Pole. Ég hafði áður verið í klifri og það reyndist góður undirbúningur enda snýst súlufimin að miklu leyti um að vinna með eigin styrk,“ segir Elín sem heillaðist algerlega af sportinu. „Ég hef alltaf verið svo mikill gaur en fann mína kvenlegu hlið,“ útskýrir Elín.Að sögn Elínar sækja bæði konur og karlar tímana og eru iðkendur af öllum stærðum og gerðum.Hún flutti til Ástralíu árið 2013 og fór fljótlega að leita að polefitness-stöð en fann enga sem henni líkaði. „Fyrir algera tilviljun rambaði ég inn í sirkus og varð alveg dolfallin. Ég datt beint inn í loftfimleikahópinn og þar nýttist bakgrunnurinn í súlufiminni vel. Þegar ég flutti heim fyrir tæpu ári var búið að koma upp hringjum í Eríal Pole en það vantaði kennara. Ég sló til og byrjaði að kenna viku eftir heimkomuna,“ upplýsir Elín sem er með alþjóðleg þjálfararéttindi frá elevatED sem sérhæfir sig í pole-, aerial- og flexþjálfun. Elín hefur sömuleiðis lokið fjölda björgunar-, skyndihjálpar- og fjallanámskeiða. „Ég stunda jafnframt nám í líftæknifræði og hef lagt áherslu á lífeðlisfræði og anatómíu. Ég þekki því virkni líkamans ansi vel og legg upp úr því að vinna með hverjum iðkanda fyrir sig enda hafa þeir mismunandi reynslu og bakgrunn.“"Ég kenni ýmis trix og aðferðir til að tengja þau saman en hugmyndin er að úr verði eins konar dans eða flæði."En hvernig byggir þú tímana upp? „Við byrjum alla tíma á að hita vel upp og förum svo í styrktaræfingar á gólfi eða í hringjunum. Við þær tvinnum við svo ýmsar tækniæfingar. Þegar líður á tímann gerum við svo ýmis trikk í hringjunum. Stundum kenni ég ný og stundum fer ég í aðferðir til að tengja þau saman en hugmyndin er að úr verði eins konar dans eða flæði. Í lokin gerum við svo alltaf góðar teygjur,“ útskýrir Elín. Aðspurð segir Elín bæði konur og karla sækja tímana og að iðkendur séu af öllum stærðum og gerðum. „Til mín koma til dæmis strákar sem hafa slasast í einhverjum látum í crossfit og þurfa að vinna upp axlarmeiðsl eða annað í þeim dúr. Þá hentar lyra vel enda aðeins unnið með eigin þyngd og kraft. Eins koma til mín stelpur sem hafa glímt við bakmeiðsli en hafa fengið grænt ljós á að fara að hreyfa sig. Þá getur lyran komið að gagni enda eru æfingarnar styrkjandi fyrir bakið. Iðkendur rétta sömuleiðis úr sér, öðlast liðleika, styrk og fallegar línur.“Er ekki líka ákveðin frelsistilfinning fólgin í því að hanga svona í loftinu? „Jú algerlega og svo ýtir þetta undir sköpunarkraft hvers og eins enda erum við með hreyfingunum að túlka ólík lög. Það er gaman að sjá iðkendur blómstra í því og margir kynnast hliðum sem þeir vissu ekki að þeir ættu til.“ Elín hefur þegar staðið fyrir nokkrum nemendasýningum. „Ég upplifi mig eins og ungamömmu og stend stolt á hliðarlínunni enda eitthvað sem ég hef byggt upp frá grunni. Erlendis er líka keppt í greininni en hér eru flestir að þessu til gamans,“ segir Elín og bendir á að hún taki að sér sýningar á hinum ýmsu viðburðum og skemmtunum. „Áhugasamir geta sent mér póst á thisiselin@gmail.com.“
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira