Umfjöllun og viðtöl: FSu - Grindavík 84-85 | Ómar tryggði Grindavík sigurinn í Iðu Bjarmi Skarphéðinsson í Iðu skrifar 15. október 2015 22:00 Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Grindavík unnu í spennandi leik í kvöld. vísir/ernir FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
FSu og Grindavík mættust í Iðu á Selfossi í kvöld í 1.umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Grindavík vann leikinn með naumindum eftir dramatík undir lokin, 85-84. FSu eru nýliðar í deildinni en Grindvíkingar öllu vanir í þeim vígvelli. Heimamenn í FSu byrjuðu leikinn mun betur eftir stífar og erfiðar upphafsmínútur beggja liða. Heimamenn fóru að hitta úr skotum fyrir utan og leiddu leikinn eftir 1.leikhluta, 25-20. Leikurinn var hraður og skemmtilegur í fyrri hálfleik og áfram héldu FSu að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í 2.leikhuta. Reynsluboltarnir í Grindavík þeir Páll Axel, Jóhann Árni og Þorleifur Ólafsson héldu leiknum svona nokkuð jöfnum fram að hálflei. Þó að FSu næði mest 14 stiga forystu þá héldu gestirnir ró sinni og komu sér í þolanlega stöðu fyrir hálfleik en FSu leiddi leikinn 51-45 eftir tvo leikhluta. Seinni hálfleikur byrjaði með látum og Grindavík jafnaði leikinn með tveim körfum frá Páli Axel Vilbergssyni og komust yfir í fyrsta skiptið í leiknum í kjölfarið. FSu komu þó til baka og voru enn í forystu fyrir lokahlutann 72-67. Fjórði leikhluti var æsispennandi og skiptust liðin á að hafa nauma forystu en FSu virtist þó ætla að landa sigrinum og voru með yfirhöndina í raun alveg þangað til á lokametrunum. Ómar Örn Sævarsson setti niður tvö vítaskot og FSu var yfir 84-83. Heimamenn héldu í sókn en misstu boltann klaufalega á miðjum vellinum og Ómar Örn fékk auðvelt sniðskot sem kom Grindavík yfir 84-85. FSu tók leikhlé en á þeim fjórum sekúndum sem eftir lifðu af leiknum náðu þeir ekki góðu skoti á körfuna og Grindavík landaði sigrinum með góðum varnarleik. Jón Axel Guðmundsson splæsti í þrefalda tvennu með 16 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar. Annars var framlag nokkuð jafnt og gott hjá Grindavík. Ari Gylfason var atkvæðamestur hjá FSu með 23 stig og 5 fráköst.FSu-Grindavík 84-85 (25-20, 26-25, 21-22, 12-18)FSu: Ari Gylfason 23/5 fráköst, Christopher Anderson 17/4 fráköst, Cristopher Caird 16/10 fráköst/8 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 13/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 9, Maciej Klimaszewski 4, Arnþór Tryggvason 2/9 fráköst.Grindavík: Jón Axel Guðmundsson 16/10 fráköst/10 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 13/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 13/4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13/8 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 12/7 fráköst/7 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Jens Valgeir Óskarsson 8/5 fráköst.Jóhann: Þessir menn eiga að taka fráköst Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur þegar Vísir ræddi við hann eftir sigurinn í kvöld í þessum mikla spennuleik. „Vörnin í seinni hálfleik var einna helst það sem skóp þennan sigur,“ sagði Jóhann. Nýliðar FSu gáfu ekkert eftir í kvöld og voru klaufar að landa ekki sigri. „Við bjuggumst ekki við neinu öðru en erfiðum leik, FSu er að reyna að sanna sig í þessari deild,“ sagði Jóhann. Fráköstin voru dýrmæt í lok leiksins en þar voru Grindvíkingar mun sterkari. „Við erum með menn sem eiga að taka fráköst" sagði Jóhann Þór Ólafsson.Erik Olson: HJálpar ekki til að missa boltann 15 sinnum Erik Olson, þjálfari FSu, var svekktur í leikslok enda hans menn hársbreidd frá því að vinna flottan sigur í fyrstu umferðinni í kvöld. „Við vorum ekki nógu beittir í seinni hálfleik" sagði Erik Olson við Vísi eftir leikinn, en hvernig fóru skólastrákarnir að því að klúðra þessu? „Við missum boltann klaufalega of oft í leiknum og oftar en ekki gáfum við þeim auðveld skot í kjölfarið,“ sagði þjálfarinn. Grindavík tók 14 sókarfráköst i leiknum sem skipti sköpum og þá sérstaklega í lokin. „Þess utan missum við boltann 15 sinnum í leiknum og það hjálpar ekki til,“ sagði Erik Olson.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira