Viðskipti innlent

Landsbankinn fór án þess að kveðja íbúa

Sæunn Gísladóttir skrifar
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir kannski mistök að hafa ekki upplýst fólkið á Flateyri fyrr um lokun þjónustuhornsins.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir kannski mistök að hafa ekki upplýst fólkið á Flateyri fyrr um lokun þjónustuhornsins. Vísir/Anton Brink/Daníel
Landsbankinn lokaði þjónustuhorni sínu á Flateyri í vikunni án þess að Flateyringum væri tilkynnt það. BB greindi fyrst frá þessu. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, staðfestir í samtali við Vísi að búið sé að loka þjónustuhorninu. „Við tilkynntum fulltrúum sveitarfélagsins fyrir tæpum mánuði síðan að við hygðumst gera þetta. Það voru kannski mistök af okkar hálfu að hafa ekki upplýst fólkið á Flateyri með aðeins meiri fyrirvara, það er alveg hægt að segja það,“ segir Steinþór.

Landsbankinn lokaði útibú sínu á Flateyri vorið 2012. Landsbankinn hafði hins vegar áfram aðstöðu í Félagsbæ opna í klukkutíma aðra hvora viku. „Síðan hefur eftirspurn farið mjög mikið minnkandi, lítil eftirspurn hefur verið þannig að okkur fannst þetta bara vera sjálfhætt. Flateyringar sækja nú mikið í verslun inn á Ísafjörð samgöngur eru mjög góðar og það er kannski ástæðan fyrir því að það hefur ekki verið mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu. Við munum bara reyna að hlera þarna á staðnum betur og skoða málið í næstu viku,“ segir Steinþór.

Aðspurður segir hann ekki standa til að loka fleiri útibúum á þessu svæði á næstunni. 


Tengdar fréttir

Bæjarstjórinn berst fyrir fleiri störfum í Bolungarvík

„Við erum að bregðast við þeirri óánægju sem komið hefur fram og horfum einnig til þess að ákveðinn hópur viðskiptavina á erfitt um vik með að sækja þjónustu um lengri veg eða með öðrum leiðum en afgreiðslu á staðnum,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri í Landsbankanum, um þá ákvörðun bankans að hverfa frá lokun útibúsins í Bolungarvík.

Kveðja bankann með blómum og krönsum

Eina bankaútibúi Bolungarvíkur verður lokað á fimmtudag í hagræðingaraðgerðum Landsbankans. Bankinn verður kvaddur á táknrænan máta með blómum og krönsum. Tugir starfa hafa tapast á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×