Vilhjálmur Bretaprins minntist móður sinnar í hjartnæmri ræðu Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 11:04 Vilhjálmur Bretaprins þegar hann flutti ræðuna í gær. Vísir/YouTube Vilhjálmur Bretaprins hreyfði við mörgum þegar hann flutti einlæga ræðu um móður sína Díönu prinsessu af Wales sem lést langt fyrir aldur fram í bílslysi í París árið 1997. Ræðuna flutti Vilhjálmur, sem er annar í röðinni að bresku krúnunni, við kvöldverðarfagnað í Banquetting Hall í Lundúnum í tilefni þess að 21 ár er frá því að góðgerðasamtökin Child Bereavement voru stofnuð. Samtökin styðja foreldra sem hafa misst barn eða eiga dauðvona barn. Díana prinsessa hjálpaði til við að koma þessum samtökum á fót og er Vilhjálmur nú verndari þeirra.Díana ásamt sonum sínum Harry og Vilhjálmi í Lundúnum árið 1995.Vísir/AFPHann sagðist sjálfur hafa átt erfitt þegar hann missti móður sína fyrir átján árum. „Það sem móðir mín skyldi þá, og það sem ég skil núna, er að sorgin er ein sú sársaukafyllsta upplifun sem barn eða foreldri getur gengið í gegnum,“ sagði Vilhjálmur. Stofnandi samtakanna, Julia Samuel, var ein af bestu vinkonum Díönu og er guðmóðir sonar Vilhjálms, Georgs prins. „Fyrir tuttugu og einu ári var móðir mín viðstödd stofnun Child Bereavement-góðgerðasamtakanna. Fimmtán árum síðar var mér veittur sá heiður að gerast verndari þeirra og halda þannig áfram því góða starfi sem móðir mín sinnti. Hún var staðráðin í því að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda og hún hefði verið afar stolt, líkt og ég, af öllu því sem samtökin hafa áorkað.“ Á meðal þeirra sem styðja samtökin er Gary Barlow úr hljómsveitinni Take That. Hann og eiginkona hans Dawn urðu fyrir miklu áfalli þegar dóttir þeirra Poppy fæddist andvana árið 2012. „Okkur Dawn hefur ávallt þótt erfitt að ræða sorg okkar. Í stað þess mun ég syngja glaðværa tónlist til stuðnings samtakanna til að þakka fyrir alla þá hjálp sem þið hafið veitt okkur og öðrum fjölskyldum,“ sagði Barlow í gær. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Vilhjálmur Bretaprins hreyfði við mörgum þegar hann flutti einlæga ræðu um móður sína Díönu prinsessu af Wales sem lést langt fyrir aldur fram í bílslysi í París árið 1997. Ræðuna flutti Vilhjálmur, sem er annar í röðinni að bresku krúnunni, við kvöldverðarfagnað í Banquetting Hall í Lundúnum í tilefni þess að 21 ár er frá því að góðgerðasamtökin Child Bereavement voru stofnuð. Samtökin styðja foreldra sem hafa misst barn eða eiga dauðvona barn. Díana prinsessa hjálpaði til við að koma þessum samtökum á fót og er Vilhjálmur nú verndari þeirra.Díana ásamt sonum sínum Harry og Vilhjálmi í Lundúnum árið 1995.Vísir/AFPHann sagðist sjálfur hafa átt erfitt þegar hann missti móður sína fyrir átján árum. „Það sem móðir mín skyldi þá, og það sem ég skil núna, er að sorgin er ein sú sársaukafyllsta upplifun sem barn eða foreldri getur gengið í gegnum,“ sagði Vilhjálmur. Stofnandi samtakanna, Julia Samuel, var ein af bestu vinkonum Díönu og er guðmóðir sonar Vilhjálms, Georgs prins. „Fyrir tuttugu og einu ári var móðir mín viðstödd stofnun Child Bereavement-góðgerðasamtakanna. Fimmtán árum síðar var mér veittur sá heiður að gerast verndari þeirra og halda þannig áfram því góða starfi sem móðir mín sinnti. Hún var staðráðin í því að hjálpa þeim sem þurftu á því að halda og hún hefði verið afar stolt, líkt og ég, af öllu því sem samtökin hafa áorkað.“ Á meðal þeirra sem styðja samtökin er Gary Barlow úr hljómsveitinni Take That. Hann og eiginkona hans Dawn urðu fyrir miklu áfalli þegar dóttir þeirra Poppy fæddist andvana árið 2012. „Okkur Dawn hefur ávallt þótt erfitt að ræða sorg okkar. Í stað þess mun ég syngja glaðværa tónlist til stuðnings samtakanna til að þakka fyrir alla þá hjálp sem þið hafið veitt okkur og öðrum fjölskyldum,“ sagði Barlow í gær.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira