Tók á móti barni í 30.000 fetum á leið úr brúðkaupsferð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. október 2015 19:43 Barnið var með tíu fingur og tíu tær og heilsast með ágætum. mynd/youtube Flestir eiga eftirminnilegar brúðkaupsferðir en heimför Angelicu Zen hlýtur að teljast ein sú eftirminnilegasta. Á leið frá Taívan til Los Angeles tók hún nefnilega á móti barni í 30.000 fetum. Á leiðinni fékk einn farþeganna á fyrsta farrými hríðir og var ekki um annað að ræða en að taka á móti barninu. Ekki var nóg pláss á fyrsta klassa til að athafna sig og því brá Zen á það ráð að koma konunni fyrir á ganginum í almenna farþegarýminu. Flugfreyjurnar voru síðan snöggar að græja handklæði, hanska og allskonar útbúnað til að allt gengi smurt fyrir sig. „Það var mikill léttir þegar barnið var komið í heiminn og grét,“ segir Zen í samtali við NY Post. Þetta var í fyrsta skipti sem hún tekur á móti barni óstudd. Zen er læknanemi á fjórða ári og hafði áður tekið á móti tveimur börnum en þá undir handleiðslu annarra. „Venjulega hugsa ég um aldraða sjúklinga þannig þetta var talsvert fyrir utan starfslýsinguna mína.“ Læknaneminn var nýsofnuð en flugið frá Taívan til Los Angeles tekur fjórtán tíma. Í raun var það tengiflug þar sem hún og eiginmaður hennar höfðu varið fyrstu dögum sínum sem hjón. „Hann var tilbúinn í að aðstoða mig en ég ákvað að biðja hann ekki um hjálp. Ég held hann hafi verið of stressaður til þess,“ segir Zen. Flugvélin millilenti í Alaska svo móðir og nýfætt barn gætu komist á spítala. Myndband af barninu að koma í heiminn má sjá hér að neðan. Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira
Flestir eiga eftirminnilegar brúðkaupsferðir en heimför Angelicu Zen hlýtur að teljast ein sú eftirminnilegasta. Á leið frá Taívan til Los Angeles tók hún nefnilega á móti barni í 30.000 fetum. Á leiðinni fékk einn farþeganna á fyrsta farrými hríðir og var ekki um annað að ræða en að taka á móti barninu. Ekki var nóg pláss á fyrsta klassa til að athafna sig og því brá Zen á það ráð að koma konunni fyrir á ganginum í almenna farþegarýminu. Flugfreyjurnar voru síðan snöggar að græja handklæði, hanska og allskonar útbúnað til að allt gengi smurt fyrir sig. „Það var mikill léttir þegar barnið var komið í heiminn og grét,“ segir Zen í samtali við NY Post. Þetta var í fyrsta skipti sem hún tekur á móti barni óstudd. Zen er læknanemi á fjórða ári og hafði áður tekið á móti tveimur börnum en þá undir handleiðslu annarra. „Venjulega hugsa ég um aldraða sjúklinga þannig þetta var talsvert fyrir utan starfslýsinguna mína.“ Læknaneminn var nýsofnuð en flugið frá Taívan til Los Angeles tekur fjórtán tíma. Í raun var það tengiflug þar sem hún og eiginmaður hennar höfðu varið fyrstu dögum sínum sem hjón. „Hann var tilbúinn í að aðstoða mig en ég ákvað að biðja hann ekki um hjálp. Ég held hann hafi verið of stressaður til þess,“ segir Zen. Flugvélin millilenti í Alaska svo móðir og nýfætt barn gætu komist á spítala. Myndband af barninu að koma í heiminn má sjá hér að neðan.
Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Sjá meira