Tók á móti barni í 30.000 fetum á leið úr brúðkaupsferð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. október 2015 19:43 Barnið var með tíu fingur og tíu tær og heilsast með ágætum. mynd/youtube Flestir eiga eftirminnilegar brúðkaupsferðir en heimför Angelicu Zen hlýtur að teljast ein sú eftirminnilegasta. Á leið frá Taívan til Los Angeles tók hún nefnilega á móti barni í 30.000 fetum. Á leiðinni fékk einn farþeganna á fyrsta farrými hríðir og var ekki um annað að ræða en að taka á móti barninu. Ekki var nóg pláss á fyrsta klassa til að athafna sig og því brá Zen á það ráð að koma konunni fyrir á ganginum í almenna farþegarýminu. Flugfreyjurnar voru síðan snöggar að græja handklæði, hanska og allskonar útbúnað til að allt gengi smurt fyrir sig. „Það var mikill léttir þegar barnið var komið í heiminn og grét,“ segir Zen í samtali við NY Post. Þetta var í fyrsta skipti sem hún tekur á móti barni óstudd. Zen er læknanemi á fjórða ári og hafði áður tekið á móti tveimur börnum en þá undir handleiðslu annarra. „Venjulega hugsa ég um aldraða sjúklinga þannig þetta var talsvert fyrir utan starfslýsinguna mína.“ Læknaneminn var nýsofnuð en flugið frá Taívan til Los Angeles tekur fjórtán tíma. Í raun var það tengiflug þar sem hún og eiginmaður hennar höfðu varið fyrstu dögum sínum sem hjón. „Hann var tilbúinn í að aðstoða mig en ég ákvað að biðja hann ekki um hjálp. Ég held hann hafi verið of stressaður til þess,“ segir Zen. Flugvélin millilenti í Alaska svo móðir og nýfætt barn gætu komist á spítala. Myndband af barninu að koma í heiminn má sjá hér að neðan. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Flestir eiga eftirminnilegar brúðkaupsferðir en heimför Angelicu Zen hlýtur að teljast ein sú eftirminnilegasta. Á leið frá Taívan til Los Angeles tók hún nefnilega á móti barni í 30.000 fetum. Á leiðinni fékk einn farþeganna á fyrsta farrými hríðir og var ekki um annað að ræða en að taka á móti barninu. Ekki var nóg pláss á fyrsta klassa til að athafna sig og því brá Zen á það ráð að koma konunni fyrir á ganginum í almenna farþegarýminu. Flugfreyjurnar voru síðan snöggar að græja handklæði, hanska og allskonar útbúnað til að allt gengi smurt fyrir sig. „Það var mikill léttir þegar barnið var komið í heiminn og grét,“ segir Zen í samtali við NY Post. Þetta var í fyrsta skipti sem hún tekur á móti barni óstudd. Zen er læknanemi á fjórða ári og hafði áður tekið á móti tveimur börnum en þá undir handleiðslu annarra. „Venjulega hugsa ég um aldraða sjúklinga þannig þetta var talsvert fyrir utan starfslýsinguna mína.“ Læknaneminn var nýsofnuð en flugið frá Taívan til Los Angeles tekur fjórtán tíma. Í raun var það tengiflug þar sem hún og eiginmaður hennar höfðu varið fyrstu dögum sínum sem hjón. „Hann var tilbúinn í að aðstoða mig en ég ákvað að biðja hann ekki um hjálp. Ég held hann hafi verið of stressaður til þess,“ segir Zen. Flugvélin millilenti í Alaska svo móðir og nýfætt barn gætu komist á spítala. Myndband af barninu að koma í heiminn má sjá hér að neðan.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira