Á að aðskilja ríki og kirkju? Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. október 2015 07:00 Kristján Valur Ingólfsson starfandi biskup. Mynd/Aðsent Halldór: Varhugavert að blanda saman trú og valdiÉg er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Sumsé að þjóðkirkjan njóti ekki sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá og prestar séu ekki opinberir starfsmenn. Hún hafi sömu stöðu og önnur trúfélög. Í þessu gæti líka falist að skilja öll trúfélög alfarið frá hinu opinbera. Trúfélög, þar með talin þjóðkirkjan, gætu vel áfram verið til í einhverri mynd en það er ekki síst trúarinnar sjálfrar vegna sem ég tel að það sé heppilegast að trúfélög séu ekki opinberar stofnanir. Stofnanavæðing getur virkað sæmilega fyrir grunnþjónustu og tiltölulega hlutlausa starfsemi, en trú og trúarbrögð eru mun meira en það. Þetta eru lifandi hefðir sem dafna best án stofnana, hjá fólkinu sjálfu í frjálsum félagsskap. Það er varhugavert að blanda þeim saman við veraldlegt vald og til þess að þau geti verið almennilega gagnrýnin á það og virkað sem mótvægi við það þurfa þau að vera óháð því. Það er heldur ekki hollt fyrir veraldlega valdið að vera varðhundur trúarsetninga. Trúarbrögðin hafa breystHalldór Auðar svansson borgarfulltrúiEitt dæmi um óæskilegan samruna af því tagi er hið nýlega afnumda guðlastsákvæði í almennum hegningarlögum, sem gilti bara fyrir kennisetningar formlega skráðra trúfélaga, þannig að ríkið var með því að standa vörð um trúarlegt kennivald eins og það skilgreinir það sjálft og samþykkir. Afnám þessa ákvæðis er eitt skref af mörgum sem hefur verið stigið nú þegar til að draga skýrari línu milli veraldlegs valds og trúarlegs á Íslandi. Trúarbrögðin hafa líka breyst og munu halda áfram að breytast. Við lifum á mjög alþjóðavæddum tímum sem þýðir að fjölhyggja, að fólk taki ýmislegt úr mismunandi trúarhefðum og blandi saman í sinni trúariðkun, færist í aukana. Þannig verður trúin enn persónulegri og óstofnanavænni. Núverandi fyrirkomulag gerir hins vegar ráð fyrir að hver og einn sé aðeins í mesta lagi í einu trú- eða lífsskoðunarfélagi og þau þurfa að skrá sig formlega hjá hinu opinbera. Á móti eykst líka trúleysi, sem gerir það erfitt að skapa nokkurs konar sátt um að trúarbrögð njóti opinbers stuðnings – það eru sterk rök úr hinni áttinni. Annaðhvort er eitthvað til í trúarbrögðunum (sumsé, þau vísa raunverulega í eitthvert afl sem er til handan þessa heims) og þau þurfa þá ekki á því að halda að vera haldið uppi af hinu opinbera, eða ekkert er til í þeim, og þá eru þau ónauðsynleg. Ef við erum eins og einhverjir vilja meina „kristin þjóð“ þá endurspeglast það auðvitað í kristna fólkinu sjálfu sem hér býr og mun alltaf finna sér sinn farveg. Þeim farvegi þarf hins vegar ekki að þröngva upp á aðra, hvað þá með opinberum stuðningi. Jafnræði milli trúfélagaÞað er hins vegar rétt að taka fram að á meðan núverandi fyrirkomulag um þjóðkirkju og opinberlega skráð trúfélög er í gildi þarf auðvitað að vinna einhvern veginn með það og það tel ég best gert með því að þjóðkirkjan sé samfélagslega virk og láti sig málefni samfélagsins varða; að starfsmenn hennar leggi sig fram við að greina þau með sínum trúarlegu gleraugum með gagnrýnum hætti. Svo er eðlilegt að gæta jafnræðis milli trúfélaga þegar kemur að úthlutunum gæða. Mesta jafnræðið væri samt auðvitað í því að þau sætu algjörlega við sama borð og væru sem minnst háð hinu opinbera. Gunnlaugur: Ofmeti ríkisvernd þjóðkirkjunnarGunnlaugur StefánssonUmræður um kirkjuna og spurningin sem endurtekin er í síbylju: Viltu aðskilnað ríkis og kirkju? er tímaskekkja. Þegar nær er skoðað er kirkjan sjálfstætt trúfélag að lögum, en með samninga við ríkið á ýmsum sviðum, eins og gildir um fjölmörg frjáls félög. Upphrópanir um aðskilnað ríkis og kirkju heyra því sögunni til og breytir engu hversu oft er um það spurt í skoðanakönnunum. Nær væri að spyrja: Hvað á að aðskilja í sambandi ríkis og kirkju? Þá verður jafnan fátt um svör. Bent hefur verið á að prestar eru opinberir embættismenn og kynnu að vera tákn um ríkistengsl, en þá ráða almannahagsmunir, þar sem prestar bera einnig starfsskyldur í víðtækri velferðar- og menningarþjónustu við fólkið í landinu. Aðskilnaðarferlið hófst fyrir alvöru með lagasetningu um sóknargjöldin og stofnun Jöfnunarsjóðs kirkjunnar árið 1988. Þar var grunnur að fjárhagslegu sjálfstæði kirkjunnar staðfestur. Síðan voru skrefin stigin í áföngum m.a. með yfirtöku kirkjunnar á stjórn og skipan innri mála þar sem kirkjuþing er æðsta valdastofnun, samningnum um kirkjujarðirnar árið 1997 sem stendur undir launum presta og yfirstjórnar á Biskupsstofu. Þá var einnig staðfest að ríkið sjái um innheimtu sóknargjalda fyrir söfnuðina. Samkomulag varð um stöðu prestsetranna árið 2007 og að biskup skipi presta í embætti, en ekki ráðherra sem er áþreifanleg staðfesting á sjálfstæði kirkjunnar frá ríkisvaldinu. Kirkjan sinnir velferðarþjónustuÞrátt fyrir aðskilnað ríkis og kirkju er með þeim náið samstarf. Sambúð kirkju og þjóðar er samofin þar sem kristinn siður er kjölfestan í þjóðlífinu. Vandlifað er án þess að kirkjan komi við sögu í persónulegu lífi. Þjóðkirkjan er kjölfesta í sögu og menningu þjóðarinnar og gegnir stóru hlutverki í velferðarþjónustu samfélagsins. Þess vegna skiptir máli hvernig búið er að kirkjunni með skipulagi, og hún hagar þjónustu sinni og störfum. Þjóðkirkjan þarf að standa vörð um kristin gildi, vera samastaður í blíðu og stríðu og veita landsmönnum trausta þjónustu, því ræður fólkið með aðild sinni að þjóðkirkjunni og þátttöku í kirkjustarfi, en ekki ofmetin ríkisvernd. Reynslan af kirkjulöggjöfinni frá 1997 hefur verið góð. Kirkjan hefur lagað starfshætti sína og skipulag að löggjöfinni og verið meginverkefni kirkjuþings allt fram á þennan dag með setningu nýrra starfsreglna og er þeirri aðlögun enn ekki lokið. Þjóðkirkjan þarf að þola sleggjudómaÞað eru gamlir og órökstuddir sleggjudómar sem henta vel í áróðri gegn kirkjunni að þjóðkirkjan njóti sérstakrar verndar og stuðnings ríkisvaldsins sem líkja megi við forréttindi. Allt félags-, menningar- og atvinnulíf nýtur verndar og stuðnings ríkisvaldsins, m.a. með víðtækri löggjöf og margs konar þjónustu ríkisins, t.d. með því að mennta fag- og fræðafólk í Háskólanum og kirkjan nýtur góðs af eins og aðrir. Jafnræði ríkir um innheimtu sóknargjalda fyrir öll trúfélög í landinu. Sérstakur samningur, kirkjujarðasamkomulagið, er í gildi á milli ríkis og kirkju um afgjald af kirkjujörðunum í umsjá ríkisins. Sá samningur er ekki síður ríkinu í hag en þjóðkirkjunni. Sama gildir um Jöfnunarsjóð sókna, Kristnisjóð og Kirkjumálasjóð. Af þessu má ljóst vera, að sambúð ríkis og kirkju er og verður óhjákvæmileg og getur ekki talist til forréttinda, en er báðum til hags og farsældar fyrir fólkið í landinu. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Halldór: Varhugavert að blanda saman trú og valdiÉg er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Sumsé að þjóðkirkjan njóti ekki sérstakrar verndar samkvæmt stjórnarskrá og prestar séu ekki opinberir starfsmenn. Hún hafi sömu stöðu og önnur trúfélög. Í þessu gæti líka falist að skilja öll trúfélög alfarið frá hinu opinbera. Trúfélög, þar með talin þjóðkirkjan, gætu vel áfram verið til í einhverri mynd en það er ekki síst trúarinnar sjálfrar vegna sem ég tel að það sé heppilegast að trúfélög séu ekki opinberar stofnanir. Stofnanavæðing getur virkað sæmilega fyrir grunnþjónustu og tiltölulega hlutlausa starfsemi, en trú og trúarbrögð eru mun meira en það. Þetta eru lifandi hefðir sem dafna best án stofnana, hjá fólkinu sjálfu í frjálsum félagsskap. Það er varhugavert að blanda þeim saman við veraldlegt vald og til þess að þau geti verið almennilega gagnrýnin á það og virkað sem mótvægi við það þurfa þau að vera óháð því. Það er heldur ekki hollt fyrir veraldlega valdið að vera varðhundur trúarsetninga. Trúarbrögðin hafa breystHalldór Auðar svansson borgarfulltrúiEitt dæmi um óæskilegan samruna af því tagi er hið nýlega afnumda guðlastsákvæði í almennum hegningarlögum, sem gilti bara fyrir kennisetningar formlega skráðra trúfélaga, þannig að ríkið var með því að standa vörð um trúarlegt kennivald eins og það skilgreinir það sjálft og samþykkir. Afnám þessa ákvæðis er eitt skref af mörgum sem hefur verið stigið nú þegar til að draga skýrari línu milli veraldlegs valds og trúarlegs á Íslandi. Trúarbrögðin hafa líka breyst og munu halda áfram að breytast. Við lifum á mjög alþjóðavæddum tímum sem þýðir að fjölhyggja, að fólk taki ýmislegt úr mismunandi trúarhefðum og blandi saman í sinni trúariðkun, færist í aukana. Þannig verður trúin enn persónulegri og óstofnanavænni. Núverandi fyrirkomulag gerir hins vegar ráð fyrir að hver og einn sé aðeins í mesta lagi í einu trú- eða lífsskoðunarfélagi og þau þurfa að skrá sig formlega hjá hinu opinbera. Á móti eykst líka trúleysi, sem gerir það erfitt að skapa nokkurs konar sátt um að trúarbrögð njóti opinbers stuðnings – það eru sterk rök úr hinni áttinni. Annaðhvort er eitthvað til í trúarbrögðunum (sumsé, þau vísa raunverulega í eitthvert afl sem er til handan þessa heims) og þau þurfa þá ekki á því að halda að vera haldið uppi af hinu opinbera, eða ekkert er til í þeim, og þá eru þau ónauðsynleg. Ef við erum eins og einhverjir vilja meina „kristin þjóð“ þá endurspeglast það auðvitað í kristna fólkinu sjálfu sem hér býr og mun alltaf finna sér sinn farveg. Þeim farvegi þarf hins vegar ekki að þröngva upp á aðra, hvað þá með opinberum stuðningi. Jafnræði milli trúfélagaÞað er hins vegar rétt að taka fram að á meðan núverandi fyrirkomulag um þjóðkirkju og opinberlega skráð trúfélög er í gildi þarf auðvitað að vinna einhvern veginn með það og það tel ég best gert með því að þjóðkirkjan sé samfélagslega virk og láti sig málefni samfélagsins varða; að starfsmenn hennar leggi sig fram við að greina þau með sínum trúarlegu gleraugum með gagnrýnum hætti. Svo er eðlilegt að gæta jafnræðis milli trúfélaga þegar kemur að úthlutunum gæða. Mesta jafnræðið væri samt auðvitað í því að þau sætu algjörlega við sama borð og væru sem minnst háð hinu opinbera. Gunnlaugur: Ofmeti ríkisvernd þjóðkirkjunnarGunnlaugur StefánssonUmræður um kirkjuna og spurningin sem endurtekin er í síbylju: Viltu aðskilnað ríkis og kirkju? er tímaskekkja. Þegar nær er skoðað er kirkjan sjálfstætt trúfélag að lögum, en með samninga við ríkið á ýmsum sviðum, eins og gildir um fjölmörg frjáls félög. Upphrópanir um aðskilnað ríkis og kirkju heyra því sögunni til og breytir engu hversu oft er um það spurt í skoðanakönnunum. Nær væri að spyrja: Hvað á að aðskilja í sambandi ríkis og kirkju? Þá verður jafnan fátt um svör. Bent hefur verið á að prestar eru opinberir embættismenn og kynnu að vera tákn um ríkistengsl, en þá ráða almannahagsmunir, þar sem prestar bera einnig starfsskyldur í víðtækri velferðar- og menningarþjónustu við fólkið í landinu. Aðskilnaðarferlið hófst fyrir alvöru með lagasetningu um sóknargjöldin og stofnun Jöfnunarsjóðs kirkjunnar árið 1988. Þar var grunnur að fjárhagslegu sjálfstæði kirkjunnar staðfestur. Síðan voru skrefin stigin í áföngum m.a. með yfirtöku kirkjunnar á stjórn og skipan innri mála þar sem kirkjuþing er æðsta valdastofnun, samningnum um kirkjujarðirnar árið 1997 sem stendur undir launum presta og yfirstjórnar á Biskupsstofu. Þá var einnig staðfest að ríkið sjái um innheimtu sóknargjalda fyrir söfnuðina. Samkomulag varð um stöðu prestsetranna árið 2007 og að biskup skipi presta í embætti, en ekki ráðherra sem er áþreifanleg staðfesting á sjálfstæði kirkjunnar frá ríkisvaldinu. Kirkjan sinnir velferðarþjónustuÞrátt fyrir aðskilnað ríkis og kirkju er með þeim náið samstarf. Sambúð kirkju og þjóðar er samofin þar sem kristinn siður er kjölfestan í þjóðlífinu. Vandlifað er án þess að kirkjan komi við sögu í persónulegu lífi. Þjóðkirkjan er kjölfesta í sögu og menningu þjóðarinnar og gegnir stóru hlutverki í velferðarþjónustu samfélagsins. Þess vegna skiptir máli hvernig búið er að kirkjunni með skipulagi, og hún hagar þjónustu sinni og störfum. Þjóðkirkjan þarf að standa vörð um kristin gildi, vera samastaður í blíðu og stríðu og veita landsmönnum trausta þjónustu, því ræður fólkið með aðild sinni að þjóðkirkjunni og þátttöku í kirkjustarfi, en ekki ofmetin ríkisvernd. Reynslan af kirkjulöggjöfinni frá 1997 hefur verið góð. Kirkjan hefur lagað starfshætti sína og skipulag að löggjöfinni og verið meginverkefni kirkjuþings allt fram á þennan dag með setningu nýrra starfsreglna og er þeirri aðlögun enn ekki lokið. Þjóðkirkjan þarf að þola sleggjudómaÞað eru gamlir og órökstuddir sleggjudómar sem henta vel í áróðri gegn kirkjunni að þjóðkirkjan njóti sérstakrar verndar og stuðnings ríkisvaldsins sem líkja megi við forréttindi. Allt félags-, menningar- og atvinnulíf nýtur verndar og stuðnings ríkisvaldsins, m.a. með víðtækri löggjöf og margs konar þjónustu ríkisins, t.d. með því að mennta fag- og fræðafólk í Háskólanum og kirkjan nýtur góðs af eins og aðrir. Jafnræði ríkir um innheimtu sóknargjalda fyrir öll trúfélög í landinu. Sérstakur samningur, kirkjujarðasamkomulagið, er í gildi á milli ríkis og kirkju um afgjald af kirkjujörðunum í umsjá ríkisins. Sá samningur er ekki síður ríkinu í hag en þjóðkirkjunni. Sama gildir um Jöfnunarsjóð sókna, Kristnisjóð og Kirkjumálasjóð. Af þessu má ljóst vera, að sambúð ríkis og kirkju er og verður óhjákvæmileg og getur ekki talist til forréttinda, en er báðum til hags og farsældar fyrir fólkið í landinu.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira