Þurfum að laga sóknina Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2015 07:00 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markadrottningin frá Selfossi. vísir/ernir Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. Íslenska liðið átti fá svör við frammistöðu franska liðsins en stelpurnar og Ágúst Jóhannsson voru ekki sátt við sína eigin frammistöðu. „Við þurfum að laga sóknarleikinn, númer eitt, tvö og þrjú. Við náðum ekki miklu flæði á boltann, létum brjóta á okkur of mikið og spiluðum illa út úr taktík,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Íslands, en Fréttablaðið heyrði í honum skömmu eftir að landsliðið lenti í Keflavík í gær. „Við erum bara í vandræðum með að skora mörk utan af velli. Við erum ekki að skora yfir 20 mörk og þá er erfitt að vinna landsleiki í handbolta. Við reynum að finna lausnir á þessu á myndbandsfundi í kvöld og um helgina.“ Frakkland skoraði 27 mörk á móti Íslandi þrátt fyrir að varnarleikurinn væri á köflum góður. Markvarslan var ekki góð hjá íslenska liðinu enda var aðalmarkvörðurinn, Florentina Stanciu, veikur. „Í heildina var varnarleikurinn fínn, en við verðum að fá meiri markvörslu. Flora er búin að vera veik og var í vandræðum með að vera tilbúin í leikinn og munar nú um minna. Varnarleikurinn var eitthvað til að byggja á, en það er sóknarleikurinn sem við þurfum að laga,“ segir Ágúst. Þýska liðið komst í milliriðla á EM í fyrra en vann ekki marga leiki. Það sýndi þó styrk sinn þegar það gerði jafntefli við Frakkland. „Þetta er bara hörkulið. Þýsku stelpurnar eru mjög hávaxnar og líkamlega sterkar. Þær eru kannski ekki jafn hraðar og þær frönsku og ekki jafn góðar maður á mann en það verður erfitt að mæta þeim. Við þurfum að spila fast á móti þeim,“ segir Ágúst sem vonast til að heimavöllurinn geti hjálpað til. „Þýska liðið er í mikilli rútínu og er alltaf á stórmótunum. Þetta verður einfaldlega gríðarlega erfitt verkefni en við erum á heimavelli. Við þurfum að byggja sterkan heimavöll og til þess þurfum við að fá fólk á völlinn. Það eru allir leikmennirnir meðvitaðir um að við verðum að spila betur og ég hef trú á því enda voru stelpurnar óánægðar með eigin frammistöðu gegn Frakklandi. Við þurfum að eiga algjöran klassaleik til að ná góðum úrslitum á móti Þýskalandi,“ segir Ágúst. Ágúst stýrir Víkingi í Olís-deild karla og þjálfar kvennalandsliðið samhliða því. Hann segir þetta fara vel saman og hann einbeitir sér alfarið að kvennaliðinu núna. Þetta sé ekkert lýjandi. „Alls ekki. Ég er með frábæran aðstoðarþjálfara í Gunnari Gunnarssyni hjá Víkingi sem sér alfarið um liðið. Ég er ekkert að pæla í Víkingi akkúrat núna. Ég er með fullan fókus á stelpunum og Gunnar sér um Víkingsliðið á meðan,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson. Handbolti Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. Íslenska liðið átti fá svör við frammistöðu franska liðsins en stelpurnar og Ágúst Jóhannsson voru ekki sátt við sína eigin frammistöðu. „Við þurfum að laga sóknarleikinn, númer eitt, tvö og þrjú. Við náðum ekki miklu flæði á boltann, létum brjóta á okkur of mikið og spiluðum illa út úr taktík,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Íslands, en Fréttablaðið heyrði í honum skömmu eftir að landsliðið lenti í Keflavík í gær. „Við erum bara í vandræðum með að skora mörk utan af velli. Við erum ekki að skora yfir 20 mörk og þá er erfitt að vinna landsleiki í handbolta. Við reynum að finna lausnir á þessu á myndbandsfundi í kvöld og um helgina.“ Frakkland skoraði 27 mörk á móti Íslandi þrátt fyrir að varnarleikurinn væri á köflum góður. Markvarslan var ekki góð hjá íslenska liðinu enda var aðalmarkvörðurinn, Florentina Stanciu, veikur. „Í heildina var varnarleikurinn fínn, en við verðum að fá meiri markvörslu. Flora er búin að vera veik og var í vandræðum með að vera tilbúin í leikinn og munar nú um minna. Varnarleikurinn var eitthvað til að byggja á, en það er sóknarleikurinn sem við þurfum að laga,“ segir Ágúst. Þýska liðið komst í milliriðla á EM í fyrra en vann ekki marga leiki. Það sýndi þó styrk sinn þegar það gerði jafntefli við Frakkland. „Þetta er bara hörkulið. Þýsku stelpurnar eru mjög hávaxnar og líkamlega sterkar. Þær eru kannski ekki jafn hraðar og þær frönsku og ekki jafn góðar maður á mann en það verður erfitt að mæta þeim. Við þurfum að spila fast á móti þeim,“ segir Ágúst sem vonast til að heimavöllurinn geti hjálpað til. „Þýska liðið er í mikilli rútínu og er alltaf á stórmótunum. Þetta verður einfaldlega gríðarlega erfitt verkefni en við erum á heimavelli. Við þurfum að byggja sterkan heimavöll og til þess þurfum við að fá fólk á völlinn. Það eru allir leikmennirnir meðvitaðir um að við verðum að spila betur og ég hef trú á því enda voru stelpurnar óánægðar með eigin frammistöðu gegn Frakklandi. Við þurfum að eiga algjöran klassaleik til að ná góðum úrslitum á móti Þýskalandi,“ segir Ágúst. Ágúst stýrir Víkingi í Olís-deild karla og þjálfar kvennalandsliðið samhliða því. Hann segir þetta fara vel saman og hann einbeitir sér alfarið að kvennaliðinu núna. Þetta sé ekkert lýjandi. „Alls ekki. Ég er með frábæran aðstoðarþjálfara í Gunnari Gunnarssyni hjá Víkingi sem sér alfarið um liðið. Ég er ekkert að pæla í Víkingi akkúrat núna. Ég er með fullan fókus á stelpunum og Gunnar sér um Víkingsliðið á meðan,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson.
Handbolti Mest lesið „Manchester er heima“ Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Fótbolti De Bruyne kvaddur með stæl Enski boltinn Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Enski boltinn Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Sjá meira