Þurfum að laga sóknina Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2015 07:00 Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, markadrottningin frá Selfossi. vísir/ernir Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. Íslenska liðið átti fá svör við frammistöðu franska liðsins en stelpurnar og Ágúst Jóhannsson voru ekki sátt við sína eigin frammistöðu. „Við þurfum að laga sóknarleikinn, númer eitt, tvö og þrjú. Við náðum ekki miklu flæði á boltann, létum brjóta á okkur of mikið og spiluðum illa út úr taktík,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Íslands, en Fréttablaðið heyrði í honum skömmu eftir að landsliðið lenti í Keflavík í gær. „Við erum bara í vandræðum með að skora mörk utan af velli. Við erum ekki að skora yfir 20 mörk og þá er erfitt að vinna landsleiki í handbolta. Við reynum að finna lausnir á þessu á myndbandsfundi í kvöld og um helgina.“ Frakkland skoraði 27 mörk á móti Íslandi þrátt fyrir að varnarleikurinn væri á köflum góður. Markvarslan var ekki góð hjá íslenska liðinu enda var aðalmarkvörðurinn, Florentina Stanciu, veikur. „Í heildina var varnarleikurinn fínn, en við verðum að fá meiri markvörslu. Flora er búin að vera veik og var í vandræðum með að vera tilbúin í leikinn og munar nú um minna. Varnarleikurinn var eitthvað til að byggja á, en það er sóknarleikurinn sem við þurfum að laga,“ segir Ágúst. Þýska liðið komst í milliriðla á EM í fyrra en vann ekki marga leiki. Það sýndi þó styrk sinn þegar það gerði jafntefli við Frakkland. „Þetta er bara hörkulið. Þýsku stelpurnar eru mjög hávaxnar og líkamlega sterkar. Þær eru kannski ekki jafn hraðar og þær frönsku og ekki jafn góðar maður á mann en það verður erfitt að mæta þeim. Við þurfum að spila fast á móti þeim,“ segir Ágúst sem vonast til að heimavöllurinn geti hjálpað til. „Þýska liðið er í mikilli rútínu og er alltaf á stórmótunum. Þetta verður einfaldlega gríðarlega erfitt verkefni en við erum á heimavelli. Við þurfum að byggja sterkan heimavöll og til þess þurfum við að fá fólk á völlinn. Það eru allir leikmennirnir meðvitaðir um að við verðum að spila betur og ég hef trú á því enda voru stelpurnar óánægðar með eigin frammistöðu gegn Frakklandi. Við þurfum að eiga algjöran klassaleik til að ná góðum úrslitum á móti Þýskalandi,“ segir Ágúst. Ágúst stýrir Víkingi í Olís-deild karla og þjálfar kvennalandsliðið samhliða því. Hann segir þetta fara vel saman og hann einbeitir sér alfarið að kvennaliðinu núna. Þetta sé ekkert lýjandi. „Alls ekki. Ég er með frábæran aðstoðarþjálfara í Gunnari Gunnarssyni hjá Víkingi sem sér alfarið um liðið. Ég er ekkert að pæla í Víkingi akkúrat núna. Ég er með fullan fókus á stelpunum og Gunnar sér um Víkingsliðið á meðan,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson. Handbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. Íslenska liðið átti fá svör við frammistöðu franska liðsins en stelpurnar og Ágúst Jóhannsson voru ekki sátt við sína eigin frammistöðu. „Við þurfum að laga sóknarleikinn, númer eitt, tvö og þrjú. Við náðum ekki miklu flæði á boltann, létum brjóta á okkur of mikið og spiluðum illa út úr taktík,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Íslands, en Fréttablaðið heyrði í honum skömmu eftir að landsliðið lenti í Keflavík í gær. „Við erum bara í vandræðum með að skora mörk utan af velli. Við erum ekki að skora yfir 20 mörk og þá er erfitt að vinna landsleiki í handbolta. Við reynum að finna lausnir á þessu á myndbandsfundi í kvöld og um helgina.“ Frakkland skoraði 27 mörk á móti Íslandi þrátt fyrir að varnarleikurinn væri á köflum góður. Markvarslan var ekki góð hjá íslenska liðinu enda var aðalmarkvörðurinn, Florentina Stanciu, veikur. „Í heildina var varnarleikurinn fínn, en við verðum að fá meiri markvörslu. Flora er búin að vera veik og var í vandræðum með að vera tilbúin í leikinn og munar nú um minna. Varnarleikurinn var eitthvað til að byggja á, en það er sóknarleikurinn sem við þurfum að laga,“ segir Ágúst. Þýska liðið komst í milliriðla á EM í fyrra en vann ekki marga leiki. Það sýndi þó styrk sinn þegar það gerði jafntefli við Frakkland. „Þetta er bara hörkulið. Þýsku stelpurnar eru mjög hávaxnar og líkamlega sterkar. Þær eru kannski ekki jafn hraðar og þær frönsku og ekki jafn góðar maður á mann en það verður erfitt að mæta þeim. Við þurfum að spila fast á móti þeim,“ segir Ágúst sem vonast til að heimavöllurinn geti hjálpað til. „Þýska liðið er í mikilli rútínu og er alltaf á stórmótunum. Þetta verður einfaldlega gríðarlega erfitt verkefni en við erum á heimavelli. Við þurfum að byggja sterkan heimavöll og til þess þurfum við að fá fólk á völlinn. Það eru allir leikmennirnir meðvitaðir um að við verðum að spila betur og ég hef trú á því enda voru stelpurnar óánægðar með eigin frammistöðu gegn Frakklandi. Við þurfum að eiga algjöran klassaleik til að ná góðum úrslitum á móti Þýskalandi,“ segir Ágúst. Ágúst stýrir Víkingi í Olís-deild karla og þjálfar kvennalandsliðið samhliða því. Hann segir þetta fara vel saman og hann einbeitir sér alfarið að kvennaliðinu núna. Þetta sé ekkert lýjandi. „Alls ekki. Ég er með frábæran aðstoðarþjálfara í Gunnari Gunnarssyni hjá Víkingi sem sér alfarið um liðið. Ég er ekkert að pæla í Víkingi akkúrat núna. Ég er með fullan fókus á stelpunum og Gunnar sér um Víkingsliðið á meðan,“ segir Ágúst Þór Jóhannsson.
Handbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira