Ertu byrjandi á líkamsræktarstöð? 19. október 2015 12:00 USA, New Jersey, Jersey City, Woman exercising at gym Líkamsræktarstöðvar geta verið óhugnanleg fyrirbæri. Þegar stigið er þangað inn í fyrsta sinn er það líkt og að stíga inn í frumskóg þar sem allir líta út eins og grísk goð og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera með tilheyrandi stunum og grettum. Málið er að allir eru byrjendur einhvern tíma og allir geta stundað líkamsrækt, hvort sem tilgangurinn er að bæta heilsuna, vöðvamassa eða keppa í íþrótt. Opnir hóptímar Þegar maður byrjar í líkamsrækt er gott að fá upplýsingar um hvað sé í boði og yfirleitt er um fjölmargt að velja. Það eru opnir hóptímar á flestum líkamsræktarstöðvum þar sem boðið er upp á fjölbreytta tíma eins og þrek- og þoltíma með dansívafi samanber Zumba, styrktartíma þar með lóðum og eigin líkamsþyngd, pilates, jóga, hjólatíma og margt fleira og eru þessir tímar ávallt kenndir undir leiðsögn. Lokuð námskeið Á lokuðum námskeiðum er meira aðhald og stuðningur en fæst með því að fara í hóptímana. Hægt er að velja um fjöldann allan af námskeiðum og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það myndast oft skemmtileg stemning á svona námskeiðum þar sem sama fólkið mætir og svitnar og tekur á því saman. Tækjasalurinn Tækjasalurinn er sá hluti líkamsræktarstöðvarinnar sem hræðir flesta. Mörgum finnst eins og allir séu að horfa á sig og fylgist með mistökum manns. Ég vinn á líkamsræktarstöð og ég get sagt ykkur það að það er enginn að pæla í því hvað þú ert að gera, nema þjálfarinn þinn ef þú hefur slíkan en það er það sem hann á að gera. Til að byrja með þá bjóða flestar líkamsræktarstöðvar upp á leiðsögn í tækjasalnum. Þá fer þjálfari með þér yfir hvernig tækin virka, hvar lóðin eru og hvernig þetta gengur fyrir sig og svo er oft boðið upp á æfingaáætlun. Ef þú vilt sérhæfðari þjónustu og treystir þér ekki til þess að gera þetta án stuðnings þá er hægt að kaupa sér einkaþjálfara sem er með þér á æfingu og sér til þess að þú fáir það mesta út úr tímanum, gerir allar æfingar rétt og náir markmiðum. Það er líka fullt af fólki sem getur þetta upp á eigin spýtur og það er frábært. Hvort sem þú hefur áhuga á því að stunda styrktarþjálfun, lyfta lóðum, hlaupa, hjóla eða gera æfingar með eigin líkamsþyngd, þá er best að mæta bara og byrja. Það verður enginn sérfræðingur í fyrsta skipti, ekki í líkamsrækt frekar en í verkfræði. Það sem mér finnst frábært við líkamsræktarstöðvar er að það myndast oft svo skemmtileg stemning. Maður eignast ræktarvini. Margir líkja líkamsræktarstöðvum við félagsmiðstöðvar sem er að mínu mati ekkert nema jákvætt ef maður nær að taka vel á því líka. Þetta þarf nefnilega líka að vera skemmtilegt! Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
Líkamsræktarstöðvar geta verið óhugnanleg fyrirbæri. Þegar stigið er þangað inn í fyrsta sinn er það líkt og að stíga inn í frumskóg þar sem allir líta út eins og grísk goð og vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera með tilheyrandi stunum og grettum. Málið er að allir eru byrjendur einhvern tíma og allir geta stundað líkamsrækt, hvort sem tilgangurinn er að bæta heilsuna, vöðvamassa eða keppa í íþrótt. Opnir hóptímar Þegar maður byrjar í líkamsrækt er gott að fá upplýsingar um hvað sé í boði og yfirleitt er um fjölmargt að velja. Það eru opnir hóptímar á flestum líkamsræktarstöðvum þar sem boðið er upp á fjölbreytta tíma eins og þrek- og þoltíma með dansívafi samanber Zumba, styrktartíma þar með lóðum og eigin líkamsþyngd, pilates, jóga, hjólatíma og margt fleira og eru þessir tímar ávallt kenndir undir leiðsögn. Lokuð námskeið Á lokuðum námskeiðum er meira aðhald og stuðningur en fæst með því að fara í hóptímana. Hægt er að velja um fjöldann allan af námskeiðum og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það myndast oft skemmtileg stemning á svona námskeiðum þar sem sama fólkið mætir og svitnar og tekur á því saman. Tækjasalurinn Tækjasalurinn er sá hluti líkamsræktarstöðvarinnar sem hræðir flesta. Mörgum finnst eins og allir séu að horfa á sig og fylgist með mistökum manns. Ég vinn á líkamsræktarstöð og ég get sagt ykkur það að það er enginn að pæla í því hvað þú ert að gera, nema þjálfarinn þinn ef þú hefur slíkan en það er það sem hann á að gera. Til að byrja með þá bjóða flestar líkamsræktarstöðvar upp á leiðsögn í tækjasalnum. Þá fer þjálfari með þér yfir hvernig tækin virka, hvar lóðin eru og hvernig þetta gengur fyrir sig og svo er oft boðið upp á æfingaáætlun. Ef þú vilt sérhæfðari þjónustu og treystir þér ekki til þess að gera þetta án stuðnings þá er hægt að kaupa sér einkaþjálfara sem er með þér á æfingu og sér til þess að þú fáir það mesta út úr tímanum, gerir allar æfingar rétt og náir markmiðum. Það er líka fullt af fólki sem getur þetta upp á eigin spýtur og það er frábært. Hvort sem þú hefur áhuga á því að stunda styrktarþjálfun, lyfta lóðum, hlaupa, hjóla eða gera æfingar með eigin líkamsþyngd, þá er best að mæta bara og byrja. Það verður enginn sérfræðingur í fyrsta skipti, ekki í líkamsrækt frekar en í verkfræði. Það sem mér finnst frábært við líkamsræktarstöðvar er að það myndast oft svo skemmtileg stemning. Maður eignast ræktarvini. Margir líkja líkamsræktarstöðvum við félagsmiðstöðvar sem er að mínu mati ekkert nema jákvætt ef maður nær að taka vel á því líka. Þetta þarf nefnilega líka að vera skemmtilegt!
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira