Enski boltinn

Yaya Toure: Ekki hægt að leika eftir afrek Arsenal

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Yaya Toure í leik Manchester City og West Ham um helgina.
Yaya Toure í leik Manchester City og West Ham um helgina. Vísir/Getty
Yaya Toure, miðjumaður Manchester City, telur að engu liði muni takast að leika eftir afrek Arsenal tímabilið 2003-2004 þegar félagið fór taplaust í gegn um ensku úrvalsdeildina.

Manchester City fór vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í vetur og vann fyrstu fimm leiki sína án þess að fá á sig mark áður en þeim var kippt niður á jörðina í 2-1 sigri West Ham á heimavelli Manchester City um helgina.

Arsenal er eina liðinu sem hefur tekist að fara í gegn um heila leiktíð í ensku úrvalsdeildinni án þess að tapa leik en í því liði var meðal annars bróðir Yaya, Kolo Toure. Fengu þeir fyrir vikið viðnefnið hinir ósigrandi (e. The Invincibles).

„Deildin verður sífellt sterkari, liðin eru sífellt að styrkja sig og fyrir vikið held ég að það muni ekkert lið ná að leika aftur afrek Arsenal. Allir bestu leikmenn heims vilja koma hingað og lið eins og Stoke, West Ham og Leicester eru farin að kaupa leikmenn frá stórliðum út um alla Evrópu. “




Fleiri fréttir

Sjá meira


×