„Alvarlegt brot á samningi ef Bonneau kom meiddur til landsins“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 11:30 Stefan Bonneau var besti leikmaður Íslandsmótsins eftir að hann kom í deildina í fyrra. vísir/vilhelm Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira