„Alvarlegt brot á samningi ef Bonneau kom meiddur til landsins“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2015 11:30 Stefan Bonneau var besti leikmaður Íslandsmótsins eftir að hann kom í deildina í fyrra. vísir/vilhelm Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Stefan Bonneau, leikstjórnandinn sem fór á kostum með Njarðvík í Dominos-deild karla á síðasta tímabili, verður ekki með liðinu í vetur. Bonneau var búinn að skrifa undir samning við Njarðvík en sleit hásin í síðustu viku og er frá út tímabilið. Eftir að þessi frétt frá 15. ágúst var grafin upp hefur skapast mikil umræða um hvort Bonneau hafi komið meiddur til landsins. Í henni kemur fram að Bonneau, sem tók þátt í Pro-Am móti í Bandaríkjunum í ágúst, meiddist á ökkla í mótinu og var borinn af velli. Súperman-troðsla Bonneau gegn KR:Lögmaður í málinu „Þetta mál er í skoðun okkar megin. Eina sem ég hef fengið er blaðagrein að utan þar sem segir að hann hafi slasast í leik í sumar“ segir Gunnar Örn Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, við Vísi. „Við erum með lögmann okkar í að kanna hvort þetta sé rétt. Okkar lögmaður er að hafa samband við mótshaldarana úti til að fá staðfestingu á hvað gerðist.“ „Ef það kemur í ljós að hann hafi komið meiddur er það alvarlegt brot á samningi. En ég þekki Stefan bara af góðu einu. Hann fer bara eftir ráðleggingum síns umboðsmanns,“ segir Gunnar. Körfuboltavefsíðan karfan.is segist hafa heimildir fyrir því að umboðsmaður Bonneau hafi bannað honum að mæta á æfingar með Njarðvíkurliðinu áður en samningur hans tæki gildi. „Það er alvarlegt ef þessi umboðsmaður sem stjórnar ferlinu hefur ekki upplýst okkur um stöðu mála,“ segir Gunnar, en hann segir ekki rétt að Bonneau hafi meiðst daginn sem samningur hans tók gildi. „Hann meiðist áður en samningurinn tekur gildi,“ segir Gunnar, en vegna þess verður fjárhagslegur skaði Njarðvíkur sama og enginn. „Það er í mesta lagi sjálfsábyrgðin af tryggingunni og einhverjir flugmiðar. Þetta er enginn skaði fyrir okkar félag nema það, að Bonneau getur ekki spilað með okkur. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur er skuldlaus. Deildin er vel rekin og við erum stolt af því.“ Bonneau fer á kostum gegn Stjörnunni:Tekur daga og vikur Bonneau heillaði alla í Njarðvík jafnt innan sem utan vallar síðasta vetur. Þar á bæ hugsa menn vel til Bandaríkjamannsins og vilja fá allar sannanir í hús áður en einhver verður ásakaður. „Okkur þykir öllum mjög vænt um hann og ég vona að þetta sé ekki á rökum reist. Auðvitað bregður manni samt í brún við að sjá svona fréttir að utan,“ segir Gunnar. „Það mun taka daga og vikur að fá þetta á hreint. Þetta gerist í annarri heimsálfu og eina sem við höfum er þessi litla frétt. Við vitum ekkert hversu alvarleg þessi meiðsli hans voru.“ „Hugsanlega var þetta bara högg sem hann fékk á hásinina. Hann hefur haldið að þetta væri í lagi en svo fór hún þegar hann kom til landsins. Mér finnst líklegast að þetta hafi verið svona miðað við samtöl okkar,“ segir Gunnar. Bonneau með enn fleiri tilþrif gegn Stjörnunni:Gríðarlegt áfall fyrir hann Hann finnur til með þessum smá en knáa leikstjórnanda sem sýndi oft ótrúleg tilþrif með Njarðvík á síðustu leiktíð. „Hann er nýkominn úr aðgerð og á mjög erfitt. Minn hugur er hjá honum. Við skulum ekki gleyma að fyrir menn sem byggja sinn leik á snerpu og sprengikrafi er skelfilegt að slíta hásin. Hann er að veikja sitt sterkasta vopn. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann. Ég vona bara sú vinna sem við höfum gert fyrir hann skili sér. Aðgerðin gekk mjög vel og hann er kominn til síns heima,“ segir Gunnar. „Við verðum að gæta sannmælis í þessu. Þetta er ungur maður sem slasast mjög illa og á erfitt andlega. Við verðum að horfa á hann sem persónu og einstakling. Við megum ekki ásaka hann um neitt fyrr en allt er komið á hreint,“ segir Gunnar Örn Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira