Stund sannleikans er runnin upp Heimir Snorrason skrifar 24. september 2015 08:00 Yfirskriftin á þessum stutta pistli er tekin upp úr yfirlýsingu frá António Guterres, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann bætir við að nú sé: „Tímabært að standa vörð um þau gildi sem Evrópa er byggð á.“ Hann er að sjálfsögðu að vísa í hinar miklu hörmungar sem eiga sér nú stað í Miðausturlöndum með tilheyrandi flóttamannastraumi til Evrópu. Nú hafa þúsundir Íslendinga boðið fram hjálp sína með einum eða öðrum hætti til að liðsinna flóttamönnum. Þetta er fjöldahreyfing. Þegar ég skoða kommentakerfin og samfélagsmiðlana sést að þessa einlægu ósk um að fá að rétta fram hjálparhönd er að finna hjá fólki á öllum aldri, hvaðanæva af landinu og alls staðar á hinu marglita pólitíska litrófi. Og svo bætir um betur nýleg skoðanakönnun sem sýnir að gríðarlegur meirihluti Íslendinga vill taka á móti flóttamönnum. Viljum gera allt til þess að hjálpaVið finnum öll fyrir sterkum tilfinningum gagnvart því sem er að gerast og munu myndirnar af litlum börnum, dánum í flæðarmálinu, sum þeirra með bleyjur fullar af sjó, fylgja mér lengi. Ég er ráðvilltur. Ég á börn sjálfur og eitthvað er ekki eins og það á að vera. Mér finnst eins og þau lífsgæði sem við búum við séu ekki að fullu verðskulduð á meðan önnur börn drukkna á Miðjarðarhafinu og við gætum komið til aðstoðar. Ég hef talað við fjöldann allan af fólki sem allt deilir þessum tilfinningum með mér. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa en erum um leið hrædd um að þessi hróp okkar muni týnast í nefndum og þrefi um hvort, hvernig, hvenær og hvers vegna við eigum að taka við flóttafólki. Að ekki verði hlustað á okkur eina ferðina enn eða lítið gert úr þessum tilfinningum með vísun í samúðarhræsni eða yfirboð á góðmennsku. Sem sálfræðingur hef ég áhyggjur af okkur sem manneskjum. Ef stjórnvöld bregðast ekki við þessari fjöldaáskorun er ég hræddur um að það geti haft varanleg áhrif á okkur öll. Hættan er að ef við þurfum að kæla niður alla samúð trekk í trekk þá valdi það varanlegum breytingum á því hvernig við upplifum neyð annarra. Við munum harðna og kólna þar sem við sitjum við gluggann á höllinni okkar, horfandi út á hafið hristandi hausinn yfir sorgum heimsins án þess að aðhafast nokkuð. Og við munum kenna börnunum okkar hið sama. Mörg lönd hafa svarað kallinuÉg legg því hér með mitt lóð á vogarskálarnar til að hvetja íslensk stjórnvöld til að grípa þetta stórkostlega tækifæri til að snúa þessari þróun við. Að sjálfsögðu þurfum við líka að aðstoða fólk í neyð á átakasvæðum og í flóttamannabúðum og við þurfum að þrýsta á stríðandi aðila til að leggja niður vopnin. En eitt útilokar ekki annað. Mörg lönd innan Evrópu hafa þegar svarað kallinu og boðið flóttafólk velkomið. Við skulum slást í för með þeim. Við skulum ekki fara auðveldu, þægilegu leiðina heldur sýna rausn og fórnfýsi í vali á þeim fjölda sem fær hæli hér á landi. Sýnum að þótt það hafi flækjur í för með sér og talsverð fjárútlát þá geta íslensk stjórnvöld sleppt öllum fyrirvörum og varnöglum og einfaldlega einhent sér í málið með alla íslensku þjóðina á bak við sig. Stund sannleikans er svo sannarlega runnin upp um hvers konar fyrirmyndir við viljum vera börnunum okkar og hvers konar heim við viljum skapa þeim. Ég hvet ykkur, kæru stjórnmálamenn, til að sýna þann kjark sem þarf til að móta farveg fyrir þá mannúðarbylgju sem fer nú yfir landið. Þá færist ró yfir sálina og við getum áhyggjulaus breitt yfir börnin okkar á kvöldin vitandi það að þúsundir sýrlenskra foreldra geta gert slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Yfirskriftin á þessum stutta pistli er tekin upp úr yfirlýsingu frá António Guterres, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann bætir við að nú sé: „Tímabært að standa vörð um þau gildi sem Evrópa er byggð á.“ Hann er að sjálfsögðu að vísa í hinar miklu hörmungar sem eiga sér nú stað í Miðausturlöndum með tilheyrandi flóttamannastraumi til Evrópu. Nú hafa þúsundir Íslendinga boðið fram hjálp sína með einum eða öðrum hætti til að liðsinna flóttamönnum. Þetta er fjöldahreyfing. Þegar ég skoða kommentakerfin og samfélagsmiðlana sést að þessa einlægu ósk um að fá að rétta fram hjálparhönd er að finna hjá fólki á öllum aldri, hvaðanæva af landinu og alls staðar á hinu marglita pólitíska litrófi. Og svo bætir um betur nýleg skoðanakönnun sem sýnir að gríðarlegur meirihluti Íslendinga vill taka á móti flóttamönnum. Viljum gera allt til þess að hjálpaVið finnum öll fyrir sterkum tilfinningum gagnvart því sem er að gerast og munu myndirnar af litlum börnum, dánum í flæðarmálinu, sum þeirra með bleyjur fullar af sjó, fylgja mér lengi. Ég er ráðvilltur. Ég á börn sjálfur og eitthvað er ekki eins og það á að vera. Mér finnst eins og þau lífsgæði sem við búum við séu ekki að fullu verðskulduð á meðan önnur börn drukkna á Miðjarðarhafinu og við gætum komið til aðstoðar. Ég hef talað við fjöldann allan af fólki sem allt deilir þessum tilfinningum með mér. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa en erum um leið hrædd um að þessi hróp okkar muni týnast í nefndum og þrefi um hvort, hvernig, hvenær og hvers vegna við eigum að taka við flóttafólki. Að ekki verði hlustað á okkur eina ferðina enn eða lítið gert úr þessum tilfinningum með vísun í samúðarhræsni eða yfirboð á góðmennsku. Sem sálfræðingur hef ég áhyggjur af okkur sem manneskjum. Ef stjórnvöld bregðast ekki við þessari fjöldaáskorun er ég hræddur um að það geti haft varanleg áhrif á okkur öll. Hættan er að ef við þurfum að kæla niður alla samúð trekk í trekk þá valdi það varanlegum breytingum á því hvernig við upplifum neyð annarra. Við munum harðna og kólna þar sem við sitjum við gluggann á höllinni okkar, horfandi út á hafið hristandi hausinn yfir sorgum heimsins án þess að aðhafast nokkuð. Og við munum kenna börnunum okkar hið sama. Mörg lönd hafa svarað kallinuÉg legg því hér með mitt lóð á vogarskálarnar til að hvetja íslensk stjórnvöld til að grípa þetta stórkostlega tækifæri til að snúa þessari þróun við. Að sjálfsögðu þurfum við líka að aðstoða fólk í neyð á átakasvæðum og í flóttamannabúðum og við þurfum að þrýsta á stríðandi aðila til að leggja niður vopnin. En eitt útilokar ekki annað. Mörg lönd innan Evrópu hafa þegar svarað kallinu og boðið flóttafólk velkomið. Við skulum slást í för með þeim. Við skulum ekki fara auðveldu, þægilegu leiðina heldur sýna rausn og fórnfýsi í vali á þeim fjölda sem fær hæli hér á landi. Sýnum að þótt það hafi flækjur í för með sér og talsverð fjárútlát þá geta íslensk stjórnvöld sleppt öllum fyrirvörum og varnöglum og einfaldlega einhent sér í málið með alla íslensku þjóðina á bak við sig. Stund sannleikans er svo sannarlega runnin upp um hvers konar fyrirmyndir við viljum vera börnunum okkar og hvers konar heim við viljum skapa þeim. Ég hvet ykkur, kæru stjórnmálamenn, til að sýna þann kjark sem þarf til að móta farveg fyrir þá mannúðarbylgju sem fer nú yfir landið. Þá færist ró yfir sálina og við getum áhyggjulaus breitt yfir börnin okkar á kvöldin vitandi það að þúsundir sýrlenskra foreldra geta gert slíkt hið sama.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun