Stund sannleikans er runnin upp Heimir Snorrason skrifar 24. september 2015 08:00 Yfirskriftin á þessum stutta pistli er tekin upp úr yfirlýsingu frá António Guterres, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann bætir við að nú sé: „Tímabært að standa vörð um þau gildi sem Evrópa er byggð á.“ Hann er að sjálfsögðu að vísa í hinar miklu hörmungar sem eiga sér nú stað í Miðausturlöndum með tilheyrandi flóttamannastraumi til Evrópu. Nú hafa þúsundir Íslendinga boðið fram hjálp sína með einum eða öðrum hætti til að liðsinna flóttamönnum. Þetta er fjöldahreyfing. Þegar ég skoða kommentakerfin og samfélagsmiðlana sést að þessa einlægu ósk um að fá að rétta fram hjálparhönd er að finna hjá fólki á öllum aldri, hvaðanæva af landinu og alls staðar á hinu marglita pólitíska litrófi. Og svo bætir um betur nýleg skoðanakönnun sem sýnir að gríðarlegur meirihluti Íslendinga vill taka á móti flóttamönnum. Viljum gera allt til þess að hjálpaVið finnum öll fyrir sterkum tilfinningum gagnvart því sem er að gerast og munu myndirnar af litlum börnum, dánum í flæðarmálinu, sum þeirra með bleyjur fullar af sjó, fylgja mér lengi. Ég er ráðvilltur. Ég á börn sjálfur og eitthvað er ekki eins og það á að vera. Mér finnst eins og þau lífsgæði sem við búum við séu ekki að fullu verðskulduð á meðan önnur börn drukkna á Miðjarðarhafinu og við gætum komið til aðstoðar. Ég hef talað við fjöldann allan af fólki sem allt deilir þessum tilfinningum með mér. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa en erum um leið hrædd um að þessi hróp okkar muni týnast í nefndum og þrefi um hvort, hvernig, hvenær og hvers vegna við eigum að taka við flóttafólki. Að ekki verði hlustað á okkur eina ferðina enn eða lítið gert úr þessum tilfinningum með vísun í samúðarhræsni eða yfirboð á góðmennsku. Sem sálfræðingur hef ég áhyggjur af okkur sem manneskjum. Ef stjórnvöld bregðast ekki við þessari fjöldaáskorun er ég hræddur um að það geti haft varanleg áhrif á okkur öll. Hættan er að ef við þurfum að kæla niður alla samúð trekk í trekk þá valdi það varanlegum breytingum á því hvernig við upplifum neyð annarra. Við munum harðna og kólna þar sem við sitjum við gluggann á höllinni okkar, horfandi út á hafið hristandi hausinn yfir sorgum heimsins án þess að aðhafast nokkuð. Og við munum kenna börnunum okkar hið sama. Mörg lönd hafa svarað kallinuÉg legg því hér með mitt lóð á vogarskálarnar til að hvetja íslensk stjórnvöld til að grípa þetta stórkostlega tækifæri til að snúa þessari þróun við. Að sjálfsögðu þurfum við líka að aðstoða fólk í neyð á átakasvæðum og í flóttamannabúðum og við þurfum að þrýsta á stríðandi aðila til að leggja niður vopnin. En eitt útilokar ekki annað. Mörg lönd innan Evrópu hafa þegar svarað kallinu og boðið flóttafólk velkomið. Við skulum slást í för með þeim. Við skulum ekki fara auðveldu, þægilegu leiðina heldur sýna rausn og fórnfýsi í vali á þeim fjölda sem fær hæli hér á landi. Sýnum að þótt það hafi flækjur í för með sér og talsverð fjárútlát þá geta íslensk stjórnvöld sleppt öllum fyrirvörum og varnöglum og einfaldlega einhent sér í málið með alla íslensku þjóðina á bak við sig. Stund sannleikans er svo sannarlega runnin upp um hvers konar fyrirmyndir við viljum vera börnunum okkar og hvers konar heim við viljum skapa þeim. Ég hvet ykkur, kæru stjórnmálamenn, til að sýna þann kjark sem þarf til að móta farveg fyrir þá mannúðarbylgju sem fer nú yfir landið. Þá færist ró yfir sálina og við getum áhyggjulaus breitt yfir börnin okkar á kvöldin vitandi það að þúsundir sýrlenskra foreldra geta gert slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Yfirskriftin á þessum stutta pistli er tekin upp úr yfirlýsingu frá António Guterres, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann bætir við að nú sé: „Tímabært að standa vörð um þau gildi sem Evrópa er byggð á.“ Hann er að sjálfsögðu að vísa í hinar miklu hörmungar sem eiga sér nú stað í Miðausturlöndum með tilheyrandi flóttamannastraumi til Evrópu. Nú hafa þúsundir Íslendinga boðið fram hjálp sína með einum eða öðrum hætti til að liðsinna flóttamönnum. Þetta er fjöldahreyfing. Þegar ég skoða kommentakerfin og samfélagsmiðlana sést að þessa einlægu ósk um að fá að rétta fram hjálparhönd er að finna hjá fólki á öllum aldri, hvaðanæva af landinu og alls staðar á hinu marglita pólitíska litrófi. Og svo bætir um betur nýleg skoðanakönnun sem sýnir að gríðarlegur meirihluti Íslendinga vill taka á móti flóttamönnum. Viljum gera allt til þess að hjálpaVið finnum öll fyrir sterkum tilfinningum gagnvart því sem er að gerast og munu myndirnar af litlum börnum, dánum í flæðarmálinu, sum þeirra með bleyjur fullar af sjó, fylgja mér lengi. Ég er ráðvilltur. Ég á börn sjálfur og eitthvað er ekki eins og það á að vera. Mér finnst eins og þau lífsgæði sem við búum við séu ekki að fullu verðskulduð á meðan önnur börn drukkna á Miðjarðarhafinu og við gætum komið til aðstoðar. Ég hef talað við fjöldann allan af fólki sem allt deilir þessum tilfinningum með mér. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa en erum um leið hrædd um að þessi hróp okkar muni týnast í nefndum og þrefi um hvort, hvernig, hvenær og hvers vegna við eigum að taka við flóttafólki. Að ekki verði hlustað á okkur eina ferðina enn eða lítið gert úr þessum tilfinningum með vísun í samúðarhræsni eða yfirboð á góðmennsku. Sem sálfræðingur hef ég áhyggjur af okkur sem manneskjum. Ef stjórnvöld bregðast ekki við þessari fjöldaáskorun er ég hræddur um að það geti haft varanleg áhrif á okkur öll. Hættan er að ef við þurfum að kæla niður alla samúð trekk í trekk þá valdi það varanlegum breytingum á því hvernig við upplifum neyð annarra. Við munum harðna og kólna þar sem við sitjum við gluggann á höllinni okkar, horfandi út á hafið hristandi hausinn yfir sorgum heimsins án þess að aðhafast nokkuð. Og við munum kenna börnunum okkar hið sama. Mörg lönd hafa svarað kallinuÉg legg því hér með mitt lóð á vogarskálarnar til að hvetja íslensk stjórnvöld til að grípa þetta stórkostlega tækifæri til að snúa þessari þróun við. Að sjálfsögðu þurfum við líka að aðstoða fólk í neyð á átakasvæðum og í flóttamannabúðum og við þurfum að þrýsta á stríðandi aðila til að leggja niður vopnin. En eitt útilokar ekki annað. Mörg lönd innan Evrópu hafa þegar svarað kallinu og boðið flóttafólk velkomið. Við skulum slást í för með þeim. Við skulum ekki fara auðveldu, þægilegu leiðina heldur sýna rausn og fórnfýsi í vali á þeim fjölda sem fær hæli hér á landi. Sýnum að þótt það hafi flækjur í för með sér og talsverð fjárútlát þá geta íslensk stjórnvöld sleppt öllum fyrirvörum og varnöglum og einfaldlega einhent sér í málið með alla íslensku þjóðina á bak við sig. Stund sannleikans er svo sannarlega runnin upp um hvers konar fyrirmyndir við viljum vera börnunum okkar og hvers konar heim við viljum skapa þeim. Ég hvet ykkur, kæru stjórnmálamenn, til að sýna þann kjark sem þarf til að móta farveg fyrir þá mannúðarbylgju sem fer nú yfir landið. Þá færist ró yfir sálina og við getum áhyggjulaus breitt yfir börnin okkar á kvöldin vitandi það að þúsundir sýrlenskra foreldra geta gert slíkt hið sama.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun