Hvað heitir þessi nýi aftur? Tinni Kári Jóhannesson og Þorsteinn V. Einarsson skrifar 24. september 2015 08:00 Ímyndaðu þér að eiga að mæta fyrsta vinnudaginn í nýrri vinnu á morgun. Kannski búinn að vera að mennta þig eða skapa þér reynslu annars staðar. Þig langar til þess að þetta gangi vel og reynir að sjá fyrir þér hvað bíður þín. Þú mætir og yfirmaðurinn þinn er bara ansi fínn, virðist vera gott fólk sem vinnur þarna og spennandi verkefni sem bíða þín. Vikurnar líða og þú ert enn þá að koma þér fyrir á vinnustaðnum, átta þig á menningunni og hvernig fólkið er sem vinnur þarna. Hálf óöruggur með kaffibollann á kaffistofunni heldurðu uppi „small-talki“ um þetta helsta; fótbolta, mat og veðrið. Mánuðir líða og það er komið að hinu árlega kokteilboði, enda stjórnendur fyrirtækisins meðvitaðir um að brjóta þurfi upp hversdagsleikann af og til. Okkur grunar að þetta sé ekki óralangt frá raunveruleika margra fyrirtækja. Mikill skilningur virðist vera á mikilvægi þess að gleðja starfsmenn og standa fyrir ýmiss konar skemmtunum; haustfagnaði, vorhátíð, jólahlaðborði og þess háttar. Jafnvel sjá starfsmenn sjálfir um að skipuleggja þessi uppbrot. Hins vegar virðist takmarkaður skilningur vera á aðlögunarferli einstaklinga inn í nýjan hóp og uppbyggilegum leiðum til aukinnar starfsánægju. Við veltum fyrir okkur hlutverki stjórnenda í aðlögunarferli nýrra einstaklinga inn í starfsmannahóp og að viðhalda góðum starfsanda. Margir stjórnendur virðast loka augunum fyrir þeirri staðreynd að einstaklingar tengjast ekki sterkum böndum sjálfkrafa. Þrátt fyrir að eðlis starfsins vegna sé jafnvel nauðsynlegt að einstaklingar tengist ákveðnum böndum; treysti hver öðrum, þekki inn á styrk- og veikleika hver annars og vinni vel saman. Mætti segja að ábyrgðinni sé varpað yfir á starfsmennina sjálfa að aðlagast og beðið í von og óvon um að kokteilboðið heppnist nú vel. „Mætti ekki þessi nýi?“ er mögulega einn starfsmanna spurður af yfirmanninum á mánudegi. Hugsanlega er um almenna vanþekkingu á hópþróun að ræða og/eða „kokteilboða“-aðferðin sú eina sem tíðkast; svona til að hrista fólk saman. Kannski hefur hugtakið hópefli laumast í undirmeðvitundina tengt starfsmannagleði (með áfengi) og þykir okkur það miður. Hópefli ætti ekki að vera sett í flokk með árshátíðum eða nokkrum öðrum drykkjutengdum skemmtunum, þó hópefli sé vissulega skemmtun. Hópefli ætti ekki eingöngu að vera starfsmannanefnda að skipuleggja (eins og algengast er um þessar mundir). Hópefli og liðsheildarvinna ætti að vera á ábyrgð stjórnenda að innleiða, sérstaklega þegar nýir bætast í hópinn. Stjórnendur ættu, að okkar mati, markvisst að beita aðferðum hópeflis- og liðsheildarvinnu við að skapa þá menningu og þann anda sem þeir vilja að ríki á sínum vinnustað – sérstaklega ef starfið felur í sér einhver samskipti starfsmanna á milli. Hvernig má annars tryggja góðan starfsanda og að allir þekki nýja manninn ef það eina sem vinnustaðurinn notar eru drykkjutengdar skemmtanir? Sumir nefnilega muna ekki mjög vel á mánudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að eiga að mæta fyrsta vinnudaginn í nýrri vinnu á morgun. Kannski búinn að vera að mennta þig eða skapa þér reynslu annars staðar. Þig langar til þess að þetta gangi vel og reynir að sjá fyrir þér hvað bíður þín. Þú mætir og yfirmaðurinn þinn er bara ansi fínn, virðist vera gott fólk sem vinnur þarna og spennandi verkefni sem bíða þín. Vikurnar líða og þú ert enn þá að koma þér fyrir á vinnustaðnum, átta þig á menningunni og hvernig fólkið er sem vinnur þarna. Hálf óöruggur með kaffibollann á kaffistofunni heldurðu uppi „small-talki“ um þetta helsta; fótbolta, mat og veðrið. Mánuðir líða og það er komið að hinu árlega kokteilboði, enda stjórnendur fyrirtækisins meðvitaðir um að brjóta þurfi upp hversdagsleikann af og til. Okkur grunar að þetta sé ekki óralangt frá raunveruleika margra fyrirtækja. Mikill skilningur virðist vera á mikilvægi þess að gleðja starfsmenn og standa fyrir ýmiss konar skemmtunum; haustfagnaði, vorhátíð, jólahlaðborði og þess háttar. Jafnvel sjá starfsmenn sjálfir um að skipuleggja þessi uppbrot. Hins vegar virðist takmarkaður skilningur vera á aðlögunarferli einstaklinga inn í nýjan hóp og uppbyggilegum leiðum til aukinnar starfsánægju. Við veltum fyrir okkur hlutverki stjórnenda í aðlögunarferli nýrra einstaklinga inn í starfsmannahóp og að viðhalda góðum starfsanda. Margir stjórnendur virðast loka augunum fyrir þeirri staðreynd að einstaklingar tengjast ekki sterkum böndum sjálfkrafa. Þrátt fyrir að eðlis starfsins vegna sé jafnvel nauðsynlegt að einstaklingar tengist ákveðnum böndum; treysti hver öðrum, þekki inn á styrk- og veikleika hver annars og vinni vel saman. Mætti segja að ábyrgðinni sé varpað yfir á starfsmennina sjálfa að aðlagast og beðið í von og óvon um að kokteilboðið heppnist nú vel. „Mætti ekki þessi nýi?“ er mögulega einn starfsmanna spurður af yfirmanninum á mánudegi. Hugsanlega er um almenna vanþekkingu á hópþróun að ræða og/eða „kokteilboða“-aðferðin sú eina sem tíðkast; svona til að hrista fólk saman. Kannski hefur hugtakið hópefli laumast í undirmeðvitundina tengt starfsmannagleði (með áfengi) og þykir okkur það miður. Hópefli ætti ekki að vera sett í flokk með árshátíðum eða nokkrum öðrum drykkjutengdum skemmtunum, þó hópefli sé vissulega skemmtun. Hópefli ætti ekki eingöngu að vera starfsmannanefnda að skipuleggja (eins og algengast er um þessar mundir). Hópefli og liðsheildarvinna ætti að vera á ábyrgð stjórnenda að innleiða, sérstaklega þegar nýir bætast í hópinn. Stjórnendur ættu, að okkar mati, markvisst að beita aðferðum hópeflis- og liðsheildarvinnu við að skapa þá menningu og þann anda sem þeir vilja að ríki á sínum vinnustað – sérstaklega ef starfið felur í sér einhver samskipti starfsmanna á milli. Hvernig má annars tryggja góðan starfsanda og að allir þekki nýja manninn ef það eina sem vinnustaðurinn notar eru drykkjutengdar skemmtanir? Sumir nefnilega muna ekki mjög vel á mánudögum.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun