Hvað heitir þessi nýi aftur? Tinni Kári Jóhannesson og Þorsteinn V. Einarsson skrifar 24. september 2015 08:00 Ímyndaðu þér að eiga að mæta fyrsta vinnudaginn í nýrri vinnu á morgun. Kannski búinn að vera að mennta þig eða skapa þér reynslu annars staðar. Þig langar til þess að þetta gangi vel og reynir að sjá fyrir þér hvað bíður þín. Þú mætir og yfirmaðurinn þinn er bara ansi fínn, virðist vera gott fólk sem vinnur þarna og spennandi verkefni sem bíða þín. Vikurnar líða og þú ert enn þá að koma þér fyrir á vinnustaðnum, átta þig á menningunni og hvernig fólkið er sem vinnur þarna. Hálf óöruggur með kaffibollann á kaffistofunni heldurðu uppi „small-talki“ um þetta helsta; fótbolta, mat og veðrið. Mánuðir líða og það er komið að hinu árlega kokteilboði, enda stjórnendur fyrirtækisins meðvitaðir um að brjóta þurfi upp hversdagsleikann af og til. Okkur grunar að þetta sé ekki óralangt frá raunveruleika margra fyrirtækja. Mikill skilningur virðist vera á mikilvægi þess að gleðja starfsmenn og standa fyrir ýmiss konar skemmtunum; haustfagnaði, vorhátíð, jólahlaðborði og þess háttar. Jafnvel sjá starfsmenn sjálfir um að skipuleggja þessi uppbrot. Hins vegar virðist takmarkaður skilningur vera á aðlögunarferli einstaklinga inn í nýjan hóp og uppbyggilegum leiðum til aukinnar starfsánægju. Við veltum fyrir okkur hlutverki stjórnenda í aðlögunarferli nýrra einstaklinga inn í starfsmannahóp og að viðhalda góðum starfsanda. Margir stjórnendur virðast loka augunum fyrir þeirri staðreynd að einstaklingar tengjast ekki sterkum böndum sjálfkrafa. Þrátt fyrir að eðlis starfsins vegna sé jafnvel nauðsynlegt að einstaklingar tengist ákveðnum böndum; treysti hver öðrum, þekki inn á styrk- og veikleika hver annars og vinni vel saman. Mætti segja að ábyrgðinni sé varpað yfir á starfsmennina sjálfa að aðlagast og beðið í von og óvon um að kokteilboðið heppnist nú vel. „Mætti ekki þessi nýi?“ er mögulega einn starfsmanna spurður af yfirmanninum á mánudegi. Hugsanlega er um almenna vanþekkingu á hópþróun að ræða og/eða „kokteilboða“-aðferðin sú eina sem tíðkast; svona til að hrista fólk saman. Kannski hefur hugtakið hópefli laumast í undirmeðvitundina tengt starfsmannagleði (með áfengi) og þykir okkur það miður. Hópefli ætti ekki að vera sett í flokk með árshátíðum eða nokkrum öðrum drykkjutengdum skemmtunum, þó hópefli sé vissulega skemmtun. Hópefli ætti ekki eingöngu að vera starfsmannanefnda að skipuleggja (eins og algengast er um þessar mundir). Hópefli og liðsheildarvinna ætti að vera á ábyrgð stjórnenda að innleiða, sérstaklega þegar nýir bætast í hópinn. Stjórnendur ættu, að okkar mati, markvisst að beita aðferðum hópeflis- og liðsheildarvinnu við að skapa þá menningu og þann anda sem þeir vilja að ríki á sínum vinnustað – sérstaklega ef starfið felur í sér einhver samskipti starfsmanna á milli. Hvernig má annars tryggja góðan starfsanda og að allir þekki nýja manninn ef það eina sem vinnustaðurinn notar eru drykkjutengdar skemmtanir? Sumir nefnilega muna ekki mjög vel á mánudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að eiga að mæta fyrsta vinnudaginn í nýrri vinnu á morgun. Kannski búinn að vera að mennta þig eða skapa þér reynslu annars staðar. Þig langar til þess að þetta gangi vel og reynir að sjá fyrir þér hvað bíður þín. Þú mætir og yfirmaðurinn þinn er bara ansi fínn, virðist vera gott fólk sem vinnur þarna og spennandi verkefni sem bíða þín. Vikurnar líða og þú ert enn þá að koma þér fyrir á vinnustaðnum, átta þig á menningunni og hvernig fólkið er sem vinnur þarna. Hálf óöruggur með kaffibollann á kaffistofunni heldurðu uppi „small-talki“ um þetta helsta; fótbolta, mat og veðrið. Mánuðir líða og það er komið að hinu árlega kokteilboði, enda stjórnendur fyrirtækisins meðvitaðir um að brjóta þurfi upp hversdagsleikann af og til. Okkur grunar að þetta sé ekki óralangt frá raunveruleika margra fyrirtækja. Mikill skilningur virðist vera á mikilvægi þess að gleðja starfsmenn og standa fyrir ýmiss konar skemmtunum; haustfagnaði, vorhátíð, jólahlaðborði og þess háttar. Jafnvel sjá starfsmenn sjálfir um að skipuleggja þessi uppbrot. Hins vegar virðist takmarkaður skilningur vera á aðlögunarferli einstaklinga inn í nýjan hóp og uppbyggilegum leiðum til aukinnar starfsánægju. Við veltum fyrir okkur hlutverki stjórnenda í aðlögunarferli nýrra einstaklinga inn í starfsmannahóp og að viðhalda góðum starfsanda. Margir stjórnendur virðast loka augunum fyrir þeirri staðreynd að einstaklingar tengjast ekki sterkum böndum sjálfkrafa. Þrátt fyrir að eðlis starfsins vegna sé jafnvel nauðsynlegt að einstaklingar tengist ákveðnum böndum; treysti hver öðrum, þekki inn á styrk- og veikleika hver annars og vinni vel saman. Mætti segja að ábyrgðinni sé varpað yfir á starfsmennina sjálfa að aðlagast og beðið í von og óvon um að kokteilboðið heppnist nú vel. „Mætti ekki þessi nýi?“ er mögulega einn starfsmanna spurður af yfirmanninum á mánudegi. Hugsanlega er um almenna vanþekkingu á hópþróun að ræða og/eða „kokteilboða“-aðferðin sú eina sem tíðkast; svona til að hrista fólk saman. Kannski hefur hugtakið hópefli laumast í undirmeðvitundina tengt starfsmannagleði (með áfengi) og þykir okkur það miður. Hópefli ætti ekki að vera sett í flokk með árshátíðum eða nokkrum öðrum drykkjutengdum skemmtunum, þó hópefli sé vissulega skemmtun. Hópefli ætti ekki eingöngu að vera starfsmannanefnda að skipuleggja (eins og algengast er um þessar mundir). Hópefli og liðsheildarvinna ætti að vera á ábyrgð stjórnenda að innleiða, sérstaklega þegar nýir bætast í hópinn. Stjórnendur ættu, að okkar mati, markvisst að beita aðferðum hópeflis- og liðsheildarvinnu við að skapa þá menningu og þann anda sem þeir vilja að ríki á sínum vinnustað – sérstaklega ef starfið felur í sér einhver samskipti starfsmanna á milli. Hvernig má annars tryggja góðan starfsanda og að allir þekki nýja manninn ef það eina sem vinnustaðurinn notar eru drykkjutengdar skemmtanir? Sumir nefnilega muna ekki mjög vel á mánudögum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun