Bitlaus kjarabarátta Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 29. september 2015 07:00 Við lögreglumenn erum nú í kjarabaráttu verandi ein þeirra stétta sem setið hafa á hakanum í leiðréttingu launa. Ekki er útlitið bjart þegar litið er til framtíðar því án verkfallsréttar er kjarabarátta okkar bitlaus. Síðastliðinn vetur lagði ég fram frumvarp til Alþingis ásamt Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 sem varðar endurvakningu verkfallsréttarins. Því miður var lítill vilji innan allsherjarnefndar Alþingis með Vilhjám Árnason, fyrrverandi lögreglumann og núverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins í fararbroddi. Hlaut frumvarpið ekki framgang og eru það vonbrigði að ríkisvaldið meti ekki störf lögreglumanna að verðleikum. Grunnlaun lögreglumanna eru undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og því þurfa þeir að reiða sig á álagsgreiðslur og yfirvinnu, bakvaktir o.s.frv. Hafa verður í huga að ekki geta allir bætt við sig vinnu eða starfað á öllum tímum sólarhringsins. Slíkt getur t.d. reynst erfitt fyrir einstæða foreldra eða konur sem nýlega hafa lokið fæðingarorlofi. Þetta skapar ójafnvægi í launum kynjanna. Þess utan er vinnuvika sem fer fram úr 40 tímum ekki fjölskylduvæn og svo hafa rannsóknir sýnt fram á skaðsemi vaktavinnu fyrir fólk. Það er því bæði jafnréttis- og mannréttindamál að grunnlaun lögreglumanna séu hærri en þau eru svo þeir geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Þessu til viðbótar er starfsumhverfi lögreglumanna slæmt. Sífelldar sparnaðarkröfur á embættin, bæði í efnahagslegum stöðugleika og niðurskurði, hafa skilað sér í fráhrindandi vinnuumhverfi. Menntun, fræðsla og almenn tækifæri til eflingar innan starfa lögreglumanna eru fá og þakka má fyrir ef skrifstofustóllinn er nokkuð óslitinn.Launin endurspegla ekki störfin Sé litið til þessara þátta sem vega þungt varðandi starfsánægju og framlag lögreglumanna er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvort ríkisvaldinu sé sama hverjir sinni þessu mikilvæga starfi. Er ekki vilji til að halda í gott og hæft fólk? Fólk með mismunandi þekkingu og menntun, fólk sem er ósérhlífið og getur brugðist við öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem lögreglan þarf að sinna samhliða því að standa undir þeim miklu kröfum og skyldum sem ríkið leggur á lögreglumenn. Nú stefnir í nýja efnahagslega uppsveiflu, ef marka má fyrirsagnir fjölmiðla, þar sem atvinnuleysi er spáð undir 3%. Á síðasta góðæristímabili var mikil hreyfing á lögreglumönnum þar sem auðvelt var að sækja á ný og aflameiri mið. Slíkt hlýtur að veikja lögregluna sem stofnun þar sem reynslumiklir aðilar hverfa frá. Lögreglumenn hljóta að spyrja sig að því hvort nú sé lag að skipta um starfsvettvang og fá betra kaup og bætt kjör annars staðar. Núverandi laun endurspegla ekki störf lögreglumannsins né taka þau mið af vaxandi fjölda verkefna. Sem dæmi má nefna mikla fjölgun ferðamanna og helst sú fjölgun í hendur við vaxandi fjölda verkefna lögreglunnar. Á sama tíma hefur lögreglumönnum á landsvísu fækkað um 100 sl. áratug. Það má því velta fyrir sér hver eigi að sinna þessum auknu verkefnum í framtíðinni og hvað ríkið ætli að gera til þess að laða að gott og hæft fólk í lögregluna á meðan stjórnarliðar koma í veg fyrir það að lögreglumenn geti brýnt hnífinn í komandi kjarabaráttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Við lögreglumenn erum nú í kjarabaráttu verandi ein þeirra stétta sem setið hafa á hakanum í leiðréttingu launa. Ekki er útlitið bjart þegar litið er til framtíðar því án verkfallsréttar er kjarabarátta okkar bitlaus. Síðastliðinn vetur lagði ég fram frumvarp til Alþingis ásamt Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Svandísi Svavarsdóttur úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um breytingu á lögreglulögum nr. 90/1996 sem varðar endurvakningu verkfallsréttarins. Því miður var lítill vilji innan allsherjarnefndar Alþingis með Vilhjám Árnason, fyrrverandi lögreglumann og núverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins í fararbroddi. Hlaut frumvarpið ekki framgang og eru það vonbrigði að ríkisvaldið meti ekki störf lögreglumanna að verðleikum. Grunnlaun lögreglumanna eru undir neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins og því þurfa þeir að reiða sig á álagsgreiðslur og yfirvinnu, bakvaktir o.s.frv. Hafa verður í huga að ekki geta allir bætt við sig vinnu eða starfað á öllum tímum sólarhringsins. Slíkt getur t.d. reynst erfitt fyrir einstæða foreldra eða konur sem nýlega hafa lokið fæðingarorlofi. Þetta skapar ójafnvægi í launum kynjanna. Þess utan er vinnuvika sem fer fram úr 40 tímum ekki fjölskylduvæn og svo hafa rannsóknir sýnt fram á skaðsemi vaktavinnu fyrir fólk. Það er því bæði jafnréttis- og mannréttindamál að grunnlaun lögreglumanna séu hærri en þau eru svo þeir geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Þessu til viðbótar er starfsumhverfi lögreglumanna slæmt. Sífelldar sparnaðarkröfur á embættin, bæði í efnahagslegum stöðugleika og niðurskurði, hafa skilað sér í fráhrindandi vinnuumhverfi. Menntun, fræðsla og almenn tækifæri til eflingar innan starfa lögreglumanna eru fá og þakka má fyrir ef skrifstofustóllinn er nokkuð óslitinn.Launin endurspegla ekki störfin Sé litið til þessara þátta sem vega þungt varðandi starfsánægju og framlag lögreglumanna er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvort ríkisvaldinu sé sama hverjir sinni þessu mikilvæga starfi. Er ekki vilji til að halda í gott og hæft fólk? Fólk með mismunandi þekkingu og menntun, fólk sem er ósérhlífið og getur brugðist við öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem lögreglan þarf að sinna samhliða því að standa undir þeim miklu kröfum og skyldum sem ríkið leggur á lögreglumenn. Nú stefnir í nýja efnahagslega uppsveiflu, ef marka má fyrirsagnir fjölmiðla, þar sem atvinnuleysi er spáð undir 3%. Á síðasta góðæristímabili var mikil hreyfing á lögreglumönnum þar sem auðvelt var að sækja á ný og aflameiri mið. Slíkt hlýtur að veikja lögregluna sem stofnun þar sem reynslumiklir aðilar hverfa frá. Lögreglumenn hljóta að spyrja sig að því hvort nú sé lag að skipta um starfsvettvang og fá betra kaup og bætt kjör annars staðar. Núverandi laun endurspegla ekki störf lögreglumannsins né taka þau mið af vaxandi fjölda verkefna. Sem dæmi má nefna mikla fjölgun ferðamanna og helst sú fjölgun í hendur við vaxandi fjölda verkefna lögreglunnar. Á sama tíma hefur lögreglumönnum á landsvísu fækkað um 100 sl. áratug. Það má því velta fyrir sér hver eigi að sinna þessum auknu verkefnum í framtíðinni og hvað ríkið ætli að gera til þess að laða að gott og hæft fólk í lögregluna á meðan stjórnarliðar koma í veg fyrir það að lögreglumenn geti brýnt hnífinn í komandi kjarabaráttum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun