Hvernig deyja tungumál? Linda Markúsdóttir skrifar 11. september 2015 10:00 Í gegnum tíðina hefur aragrúi tungumála dáið út um heim allan. Í mjög stuttu máli lognast tungumál oftast út af vegna utanaðkomandi þrýstings annarrar menningar sem hefur yfirburði sökum stærðar, valds og/eða efnahagslegs bolmagns. Málnotendur geta þá hvort sem er verið tilneyddir til að segja skilið við mál sitt eða kosið að gera það sjálfir í þeirri trú að þeir séu betur settir án þess. Sú menning sem nú þrýstir á íslenska tungu er alþjóðlega tæknimenningin. Ungt fólk vill tala það mál sem setur það í samband við nýja og betri tíma. Tæknin er allt umlykjandi og nú er sú breyting að verða að í stað þess að þrýsta á hnappa mun tækjunum verða stjórnað með tungumálinu. Málnotendur munu því, hvort sem þeim líkar betur eða verr, þurfa að tala það mál sem tækin skilja. Á stafrænni öld snýst varðveisla íslenskrar tungu því að miklu leyti um fjármuni og forgangsröðun stjórnvalda. Á stærri málsvæðum getur máltækni verið arðbær markaðsvara. Hérlendis mun slíkt seint standa undir kostnaði, hvað þá skila hagnaði, og því er mikilvægt að stjórnvöld veiti peninga í málaflokkinn. Eru hérlendir ráðamenn meðvitaðir um það og taka þeir mögulegan dauða íslenskunnar alvarlega? Út á við rembast þeir við að fá almúgann til að trúa því. Á tyllidögum tala þeir um þann dýrmæta arf sem tungumálið er á meðan íslenski fáninn blaktir við hún. Þá slá íslenskumælandi hjörtu í takt og trúa því, þótt ekki sé nema eitt augnablik, að björgunarbátur drekkhlaðinn rannsóknarstyrkjum og íslenskri máltækni sé á leiðinni. Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði vissulega nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni árið 2014. Nefndin skilaði af sér aðgerðaráætlun í byrjun árs 2015 og lagði til að á tíu ára tímabili yrði tæpur milljarður íslenskra króna veittur til að styrkja stafræna stöðu íslenskunnar.Hola íslenskra fræða Í fjárlögum 2015 fengust 15 milljónir af þeim 40 sem beðið var um, eða tæp 38 prósent. Í glóðvolgum fjárlögum ársins 2016 eru 30 milljónir veittar í máltæknisjóð af þeim 90 sem talin var þörf á, sem samsvarar rétt rúmum 33 prósentum. Báturinn veltist því kannski um þarna á máltæknisjónum en það eru rétt um 35 prósenta líkur á því að hann vinni einhver björgunarafrek. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stendur: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd […]. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Hér eru á ferðinni sérlega göfug og falleg markmið. Forsætisráðherrann okkar, sá sami og skrifaði undir téðan stjórnarsáttmála, var eitt sinn ávíttur af forseta Alþingis fyrir að nota slettuna „soundbite“ í ræðustól. Hann brást við með orðunum „Herra forseti, ókei, ég skil hvað þú ert að segja.“ og sagði jafnframt að honum hefði þótt nauðsynlegt að grípa til enskunnar í þessu tilviki. Í marsmánuði 2015 skilaði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, margumræddum forsætisráðherra skýrslu um breytingu á íslensku peningakerfi á ensku án þess að nokkur haldbær rök lægju þar að baki. Við Arngrímsgötu 5 stendur ekkert en þar er aftur á móti stór og sérlega íslensk hola. Hún er hola íslenskra fræða þar sem enn bólar ekkert á húsinu sem stóð til að reisa þar. Málvernd og virðing. Það var nefnilega það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur aragrúi tungumála dáið út um heim allan. Í mjög stuttu máli lognast tungumál oftast út af vegna utanaðkomandi þrýstings annarrar menningar sem hefur yfirburði sökum stærðar, valds og/eða efnahagslegs bolmagns. Málnotendur geta þá hvort sem er verið tilneyddir til að segja skilið við mál sitt eða kosið að gera það sjálfir í þeirri trú að þeir séu betur settir án þess. Sú menning sem nú þrýstir á íslenska tungu er alþjóðlega tæknimenningin. Ungt fólk vill tala það mál sem setur það í samband við nýja og betri tíma. Tæknin er allt umlykjandi og nú er sú breyting að verða að í stað þess að þrýsta á hnappa mun tækjunum verða stjórnað með tungumálinu. Málnotendur munu því, hvort sem þeim líkar betur eða verr, þurfa að tala það mál sem tækin skilja. Á stafrænni öld snýst varðveisla íslenskrar tungu því að miklu leyti um fjármuni og forgangsröðun stjórnvalda. Á stærri málsvæðum getur máltækni verið arðbær markaðsvara. Hérlendis mun slíkt seint standa undir kostnaði, hvað þá skila hagnaði, og því er mikilvægt að stjórnvöld veiti peninga í málaflokkinn. Eru hérlendir ráðamenn meðvitaðir um það og taka þeir mögulegan dauða íslenskunnar alvarlega? Út á við rembast þeir við að fá almúgann til að trúa því. Á tyllidögum tala þeir um þann dýrmæta arf sem tungumálið er á meðan íslenski fáninn blaktir við hún. Þá slá íslenskumælandi hjörtu í takt og trúa því, þótt ekki sé nema eitt augnablik, að björgunarbátur drekkhlaðinn rannsóknarstyrkjum og íslenskri máltækni sé á leiðinni. Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði vissulega nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni árið 2014. Nefndin skilaði af sér aðgerðaráætlun í byrjun árs 2015 og lagði til að á tíu ára tímabili yrði tæpur milljarður íslenskra króna veittur til að styrkja stafræna stöðu íslenskunnar.Hola íslenskra fræða Í fjárlögum 2015 fengust 15 milljónir af þeim 40 sem beðið var um, eða tæp 38 prósent. Í glóðvolgum fjárlögum ársins 2016 eru 30 milljónir veittar í máltæknisjóð af þeim 90 sem talin var þörf á, sem samsvarar rétt rúmum 33 prósentum. Báturinn veltist því kannski um þarna á máltæknisjónum en það eru rétt um 35 prósenta líkur á því að hann vinni einhver björgunarafrek. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar stendur: „Íslensk þjóðmenning verður í hávegum höfð, að henni hlúð og hún efld. Áhersla verður lögð á málvernd […]. Ríkisstjórnin mun vinna að því að auka virðingu fyrir merkri sögu landsins, menningu þess og tungumálinu, innanlands sem utan.“ Hér eru á ferðinni sérlega göfug og falleg markmið. Forsætisráðherrann okkar, sá sami og skrifaði undir téðan stjórnarsáttmála, var eitt sinn ávíttur af forseta Alþingis fyrir að nota slettuna „soundbite“ í ræðustól. Hann brást við með orðunum „Herra forseti, ókei, ég skil hvað þú ert að segja.“ og sagði jafnframt að honum hefði þótt nauðsynlegt að grípa til enskunnar í þessu tilviki. Í marsmánuði 2015 skilaði Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, margumræddum forsætisráðherra skýrslu um breytingu á íslensku peningakerfi á ensku án þess að nokkur haldbær rök lægju þar að baki. Við Arngrímsgötu 5 stendur ekkert en þar er aftur á móti stór og sérlega íslensk hola. Hún er hola íslenskra fræða þar sem enn bólar ekkert á húsinu sem stóð til að reisa þar. Málvernd og virðing. Það var nefnilega það.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar