Mílanó tekur þér opnum örmum Kjartan Sturluson og Minitalia.is skrifa 11. september 2015 14:30 visir/getty Mílanó er nútímalegasta borg Ítalíu, að margra mati táknmynd fyrir hina nýju Ítalíu. Þeirri Ítalíu sem er á fljúgandi ferð út úr gömlum viðjum, tekur opnum örmum á móti nýjum hugmyndum og grípur öll tækifæri sem gefast til framþróunar. Það er einhvern veginn allt að gerast í borginni og allt á fullri ferð en á sama tíma er hún svo afslöppuð og notaleg.Hátískuverslanir, tískuvikur og áttavilltar fyrirsætur Það er ekki tilviljun að Mílanó sé talin vera ein af helstu tískuborgum veraldar. Þar er endalaust úrval af guðdómlega fallegum verslunum, gríðarstórar tískuvikur haldnar nokkrum sinnum á ári og áttavilltar fyrirsætur á hverju strái. Quadrilatero della Moda, eða tískuþríhyrningurinn, er víðfrægt verslunarsvæði þar sem eru að finna verslanir frá tískuhúsum á borð við Louis Vuitton, Dolce & Gabbana, Armani, Prada, Cavalli, Gucci og svona mætti lengi telja. Þeir sem eru að leita að einhverju öðru en rándýrri merkjavöru ættu ekki að örvænta. Þeir ættu að þræða götur á borð við Via Torino, Corso di Porta Ticinese, Corso Buenos Aires og Corso Vercelli. Þar er að finna verslanir á borð við H&M, Zara, Bershka, Levis, Diesel, Tezenis, Foot Locker, Benetton, Camper og svona væri hægt að halda áfram endalaust.Mílanó er fjölbreytt og falleg borg sem hefur upp á margt að bjóða.Endalausar freistingar Það er gott að fara út að borða í Mílanó, mikið og fjölbreytt framboð af veitingastöðum, kaffihúsum og börum. En að sjálfsögðu eru staðirnir mismunandi góðir og verðlagið upp og niður allan skalann. Mikið af veitingastöðum borgarinnar bjóða upp á hið ítalska eldhús en það er líka að finna veitingastaði í borginni frá öllum heimshornum. Í borginni er að finna frábærar pizzeríur sem hægt er mæla með, td. La Fabbrica, Pizzeria Tradizionale og Pizzeria del Ticinese og góða veitingastaði á borð Officina 12, Trattoria Toscana, Osteria Giulio pane e Ojo og Pescheria da Claudio.Undir dúndrandi takti, fram á rauða nótt Það er margt í boði þegar kemur að næturlífi í Mílanó og allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi, hvort sem maður ætlar að kíkja í eitt glas á rólegum bar eða dansa undir dúndrandi takti fram á rauða nótt. Meðfram síkjunum í Navigli er að finna mikið úrval af börum og skemmtistöðum ásamt kaffi- og veitingastöðum sem opin eru langt fram á kvöld, t.d. barir á borð við Bond, Le Biciclette, Viola og Luca e Andrea. Oft myndast oft skemmtileg stemming undir berum himni,allir sitja úti og mikið af fólki á röltinu. Margir af heitustu stöðum borgarinnar er að finna í nágrenni Corso Como, t.d. staði á borð við Loolapaloosa, Tocqueville 13 og Hollywood ásamt fleiri stöðum sem sprottið hafa upp í nágrenninu á undanförnum árum.Shoppers in Galleria Vittorio Emanuele. Myndir frá 'ItalíuMílanó hefur allt til alls Í Mílanó er ennfremur að finna glæsileg söfn og heimsfrægar byggingar, leikhús og óperuhús, styttur og listaverk. Það er engin tilviljun að yfir 6 milljónir ferðamanna heimsækja borgina á hverju ári því það er einfaldlega upplifun að ganga um verslunargötur á borð við Via Montenapoleone og Via della Spiga; skoða vöruúrvalið, fólkið og jafnvel bílana. Dómkirkjan er líka mikilfengleg og mannlífið fjölbreytt á dómkirkjutorginu. Eftir góðan dag í Parco Sempione, stærsta almenningsgarði borgarinnar, er vel þess virði að kíkja á hönnunarsafnið Triennale sem stendur við jaðar hans. Síðan er náttúrulega skylda fyrir hvern einasta unnanda góðrar knattspyrnu að kíkja á San Síró og upplifa hörkuslag milli nágrannanna í AC Milan og Inter Mílanó. Mílanó er sem sagt lifandi og skemmtileg borg sem hefur endalaust margt að bjóða fyrir öll skilningarvitin.Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni Minitalia Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Mílanó er nútímalegasta borg Ítalíu, að margra mati táknmynd fyrir hina nýju Ítalíu. Þeirri Ítalíu sem er á fljúgandi ferð út úr gömlum viðjum, tekur opnum örmum á móti nýjum hugmyndum og grípur öll tækifæri sem gefast til framþróunar. Það er einhvern veginn allt að gerast í borginni og allt á fullri ferð en á sama tíma er hún svo afslöppuð og notaleg.Hátískuverslanir, tískuvikur og áttavilltar fyrirsætur Það er ekki tilviljun að Mílanó sé talin vera ein af helstu tískuborgum veraldar. Þar er endalaust úrval af guðdómlega fallegum verslunum, gríðarstórar tískuvikur haldnar nokkrum sinnum á ári og áttavilltar fyrirsætur á hverju strái. Quadrilatero della Moda, eða tískuþríhyrningurinn, er víðfrægt verslunarsvæði þar sem eru að finna verslanir frá tískuhúsum á borð við Louis Vuitton, Dolce & Gabbana, Armani, Prada, Cavalli, Gucci og svona mætti lengi telja. Þeir sem eru að leita að einhverju öðru en rándýrri merkjavöru ættu ekki að örvænta. Þeir ættu að þræða götur á borð við Via Torino, Corso di Porta Ticinese, Corso Buenos Aires og Corso Vercelli. Þar er að finna verslanir á borð við H&M, Zara, Bershka, Levis, Diesel, Tezenis, Foot Locker, Benetton, Camper og svona væri hægt að halda áfram endalaust.Mílanó er fjölbreytt og falleg borg sem hefur upp á margt að bjóða.Endalausar freistingar Það er gott að fara út að borða í Mílanó, mikið og fjölbreytt framboð af veitingastöðum, kaffihúsum og börum. En að sjálfsögðu eru staðirnir mismunandi góðir og verðlagið upp og niður allan skalann. Mikið af veitingastöðum borgarinnar bjóða upp á hið ítalska eldhús en það er líka að finna veitingastaði í borginni frá öllum heimshornum. Í borginni er að finna frábærar pizzeríur sem hægt er mæla með, td. La Fabbrica, Pizzeria Tradizionale og Pizzeria del Ticinese og góða veitingastaði á borð Officina 12, Trattoria Toscana, Osteria Giulio pane e Ojo og Pescheria da Claudio.Undir dúndrandi takti, fram á rauða nótt Það er margt í boði þegar kemur að næturlífi í Mílanó og allir geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi, hvort sem maður ætlar að kíkja í eitt glas á rólegum bar eða dansa undir dúndrandi takti fram á rauða nótt. Meðfram síkjunum í Navigli er að finna mikið úrval af börum og skemmtistöðum ásamt kaffi- og veitingastöðum sem opin eru langt fram á kvöld, t.d. barir á borð við Bond, Le Biciclette, Viola og Luca e Andrea. Oft myndast oft skemmtileg stemming undir berum himni,allir sitja úti og mikið af fólki á röltinu. Margir af heitustu stöðum borgarinnar er að finna í nágrenni Corso Como, t.d. staði á borð við Loolapaloosa, Tocqueville 13 og Hollywood ásamt fleiri stöðum sem sprottið hafa upp í nágrenninu á undanförnum árum.Shoppers in Galleria Vittorio Emanuele. Myndir frá 'ItalíuMílanó hefur allt til alls Í Mílanó er ennfremur að finna glæsileg söfn og heimsfrægar byggingar, leikhús og óperuhús, styttur og listaverk. Það er engin tilviljun að yfir 6 milljónir ferðamanna heimsækja borgina á hverju ári því það er einfaldlega upplifun að ganga um verslunargötur á borð við Via Montenapoleone og Via della Spiga; skoða vöruúrvalið, fólkið og jafnvel bílana. Dómkirkjan er líka mikilfengleg og mannlífið fjölbreytt á dómkirkjutorginu. Eftir góðan dag í Parco Sempione, stærsta almenningsgarði borgarinnar, er vel þess virði að kíkja á hönnunarsafnið Triennale sem stendur við jaðar hans. Síðan er náttúrulega skylda fyrir hvern einasta unnanda góðrar knattspyrnu að kíkja á San Síró og upplifa hörkuslag milli nágrannanna í AC Milan og Inter Mílanó. Mílanó er sem sagt lifandi og skemmtileg borg sem hefur endalaust margt að bjóða fyrir öll skilningarvitin.Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni Minitalia
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira