Ný leið í lífeyrisgreiðslum Guðbjörn Jónsson skrifar 11. september 2015 09:38 Núverandi greiðslukerfi elli- og örorkulífeyris er löngu orðið úrelt og úr takti við fyrirliggjandi tæknimöguleika. Greiðsluöryggi þessa kerfis er nánast ekkert, vegna þess að kerfið sem annast útreikninga og greiðslur, er hvergi í rafrænni samtímatengingu við neina þá eftirlitsþætti sem það á í raun að stilla sig saman við. Þess vegna m. a. er svokallað „bótasvindl“ eins auðvelt og raun ber vitni. Það eru rúm 20 ár síðan ég benti fyrst á tímaskekkju þessa kerfis. Ég benti á að kerfið sjálft og lögin sem það fer eftir, væru á margan máta í andstöðu við ýmis ákvæði stjórnarskrár. Einnig væri misbeitt lagatæknilegum atriðum eins og til dæmis atriði sem kallast „ákvæði til bráðabyrgða“, sem eru gróflega misnotað til að skapa brotalöm í lagaákvæðin. Grundvallaratriði lífeyrisgreiðslna eru þau sömu, hvort sem greiddur er ellilífeyrir eða örorkulífeyrir. Forsendurnar snúast um hvort viðkomandi einstaklingur fái tekjur til framfæris frá einhverjum öðrum en ríkissjóði og lífeyrissjóði. Það er aðeins eitt tölvukerfi í landinu sem hefur stöðuga samtímavöktun á öllum greiddum launum í landinu. Það er tölvukerfi Ríkisskattstjóra. Af þeirri ástæðu er tölvukerfi Ríkisskattstjóra lang öruggasti valkosturinn til keyrslu samtíma eftirlits með lífeyrisgreiðslum, því þar getur farið fram samtímavöktun á því hvort einstaklingur fær launagreiðslur frá vinnumarkaðnum eða öðrum utan kerfis lífeyrisgreiðslna. Það er reyndar ekki hægt að útskýra á tæmandi máta í svona blaðagrein hvernig kerfið vinnur í heild en kerfið byggir samt á því að grunngreiðsla lífeyris sé ákveðin upphæð. Uppsafnaður lífeyrisréttur í lífeyrissjóðum reiknast einhver tiltekin upphæð en síðan bætist við upphæð frá ríkissjóði til að fullnægja grunngreiðslu lífeyris. Lífeyrir á að duga til eðlilegrar framfærslu ásamt húsnæðiskostnaði. Í núverandi lífeyriskerfi er ekki gert ráð fyrir að lífeyrisþegar þurfi að búa í íbúðarhúsnæði. Enginn raunhæfur húsnæðiskostnaður er reiknaður inn í lífeyrisgreiðslur núverandi kerfis. Með nýju kerfi verði tiltekið svigrúm fyrir atvinnutekjur, sem hafi ákveðið „frítekjumark“, áður en þær fari í tilteknum tröppugangi eftir hækkandi atvinnutekjum, að skeða lífeyrisgreiðslur. Lífeyrisgreiðslur samanstandi af greiðslum frá lífeyrissjóðum annars vegar og ríkissjóði hins vegar. Í dæminu sem dregið var upp nýlega, var grunnlífeyrir tilgreindur 250.000 krónur á mánuði. Áætluð skipting var þannig að 100.000 krónur greiddust frá lífeyrissjóðum en 150.000 krónur greiddust frá ríkissjóði. Frítekjumark atvinnutekna, á ársgrundvelli, var tiltekið 1.200.000, krónur, sem jafngilti atvinnutekjum upp á 100.000 krónur á mánuði. Skerðing hæfist því við heildartekjur kr. 350.000 á mánuði. Þegar lífeyrisgreiðsla skerðist, byrja greiðslur frá ríkissjóði að lækka, vegna þess að greiðslur frá lífeyrissjóðum eru áunnin eignbundin réttindi, sem ekki er heimilt að skerða. Með hækkandi atvinnutekjum, umfram frítekjumarkið, trappast út greiðslur ríkissjóðs til lífeyrisþegans. Þegar atvinnutekjur, umfram frítekjumark, ná því marki að jafna greiðslu ríkissjóðs, fellur sú greiðsla niður. Í dæminu hér að framan var hluti ríkisjóðs í lífeyrisgreiðslunni 150.000 krónur á mánuði. Þegar atvinnutekjur fara 15.000 krónum upp fyrir frítekjumark, hefst niðurtröppun greiðslna frá ríkissjóði, sem lækkar í tíu skrefum um 15.000 krónur við hverja launahækkun sem lífeyrisþeginn fær. Á þessu tekjubili, meðan lífeyrisgreiðslur ríkissjóðs eru að trappast út í stað hækkandi atvinnutekna, verða heildargreiðslur til lífeyrisþega, þ. e. lífeyrissjóður, ríkissjóðs greiðsla og atvinnutekjur, samtals 365.000 krónur á mánuði. Til hliðar við kerfi lífeyrisgreinslna, yrði rekið sjálfstætt kerfi til greiðslu á ýmiskonar sjúkdómstengdum lækna- og þjónustukostnaði, sem öryrkjar og langveikt fólk verður óneitanlega fyrir. Er þar um að ræða ýmiskonar stoðtækja, umönnunar eða aðbúnaðargreiðslur, sem eingöngu lúta kostnaðargreiningu viðkomandi fötlunar eða veikindaþátta. Reiknast og afgreiðist sem endurgreiddur útlagður kostnaður en ekki sem greidd laun eða tekjur eins og nú er. Slíkar greiðslur hefðu enga snertingu við kerfi grunnlífeyris og skertu hann ekkert. Sjúkdómatengdir þættir eru fjölmargir og mismunandi kostnaðarsamir, sem bendir til þess að svona sérstakt kerfi fyrir endurgreiddan kostnað vegna langvaarandi sjúkdóma eða fötlunar, yrði svolítið umfangsmikið en ekki flókið. Þegar slíkt kerfi væri sjálfstætt og ótengt kerfi lífeyrisgreiðslna til lífsframfæris, yrði viðbótarkostnaðurinn vegna sjúkdóms eða fötlunar svo greinilega sjálfstæð og vel reiknanleg kostnaðareining, sem ekki yrði skattlögð sem tekjur, heldur sem endurgreiddur útlagður kostnaður. Með því að sundurgreina sjúkdómstengda kostnaðarliða frá lífeyrisgreiðslunum mundi kostnaðargreining hvers einstaklings verða auðveldara og sjálfstætt, afmarkað frá lífeyrisgreiðslum. Með slíku fyrirkomulagi kæmi aldrei til það vandamál sem nú er algengt, að vegna deilna um sjúkdómatengdan aukakostnað, verði alvarleg skerðing á lífeyrisgreiðslum til framfærslu. Slíka samtengingu verður að varast, því ónauðsynleg truflun á lífeyrisgreiðslum setur fjárhag lífeyrisþega alvarlega úr skorðum. Við slíka röskun eru mestar líkur á að lífeyrisþeginn flækist í neti dráttarvaxta og vanskila, með alvarlegum afleiðingum sem lífeyrisþeginn hefur enga möguleika til að leysa. Kerfi sjúkdómatengdra greiðslna ætti að vera alveg sjálfstætt og gæti verið á höndum Trygginga- og sjúkratryggingastofnunar (hjálpartækja), sem gætu runnið saman í eina stofnun.Stórar endurkröfur úr sögunni Nýja kerfið gerir ráð fyrir að útreikningur lífeyrisgreiðslna væri færður í sérstaka deild innan launaskrifstofu fjármálaráðuneytis og greiðsluskrá færi þaðan um hver mánaðamót inn á sérstaka greiðsluskrá lífeyris, sem líka tæki greiðslur lífeyissjóða. Væri sú skrá í stöðugri vöktun hjá tölvukerfi Ríkisskattstjóra. Kæmi í ljós við skil atvinnurekenda á skýrslum um launatengd gjöld, að lífeyrisþegi hafi fengið atvinnutekjur í sama mánuði og fullur lífeyrir væri greiddur, færi af stað ákveðið ferli. Ef lífeyrisþegi fengið frá einhverjum aðila greidd laun, sem ekki hefðu verið tilkynnt lífeyrisdeild launaskrifstofu fyrir útreikning lífeyris mánaðarins, gæfi tölvukerfi Ríkisskattstjóra út viðvörun til lífeyrisdeildar launaskrifstofu, sem þá gæti, ef frítekjumark væri ekki fyrir hendi, látið lífeyrisþega vita að í næsta mánuði á eftir yrði lækkuð tekjutryggingu, til samræmis við það sem ofgreitt var í mánuðinum á undan. Væri þetta fyrirkomulag tekið upp, væri algjörlega úr sögunni stórar og miklar endurkröfur á lífeyrisþega, vegna ofgreiðslna yfir margra mánaða tímabili. Með núverandi kerfi, er ekki gerð endurkrafa fyrr en mörgum mánuðum eftir ofgreiðslu, þegar lífeyrisþeginn er löngu búinn að eyða peningunum, í þeirri góðu trú að opinbert reiknikerfi væri vaktað gegn jafn einföldu atriði og hér um ræðir. Lífeyrir, sem mánaðarlega er greiddur til lífeyrisþega, er að öllu jöfnu ekki svo vel úti látinn að lífeyrisþegar safni peningum inn á sjóði sem þeir geti tekið út af þegar háar leiðréttingakröfur koma. Lítum á tilbúið dæmi: Ellilífeyrisþegi með kr. 250.000 í mánaðarlegan lífeyri. Af þeirri upphæð koma 100.000 krónur frá lífeyrissjóðum. 50.000 krónur er ellilífeyrir og 100.000 er tekjutrygging. Samtals 250.000 krónur. Snemma árs fær lífeyrisþeginn atvinnutengt verkefni, sem skilar honum 100.000 króna atvinnutekjum á mánuði, um nokkurra mánaða skeið. Fyrsta dag næsta mánaðar á eftir fær lífeyrisþeginn greiddan eðlilega lífeyri og til viðbótar frá vinnuveitandanum kemur launagreiðsla upp á 100.000 krónur. Við skil atvinnurekandans á skýrslu um launagreiðslur og launatengd gjöld til Ríkisskattstjóra, kemur fram að lífeyrisþeginn hafi fengið greiddar atvinnutekjur í upphafi mánaðarins, þannig að athuga þurfi hvort um ofgreiðslu lífeyris sé að ræða. Við skoðun á greiðslugrunni lífeyrisþegans hjá lífeyrisdeild launaskrifstofu fjármálaráðuneytis, kemur í ljós að hann megi hafa kr. 1,2 milljónir í atvinnutekur á ársgrundvelli og sú greiðsla sem greidd hafi verið sé fyrsta launagreiðaslan á árinu. Eftir þessa launagreiðlsu eigi hann eftir af frítekjumarki sínu 1,1 milljón, áður en til skerðinga komi á lífeyrisgreiðslum, nema mánaðarleg launagreiðsla fari yfir 115.000. En lítum nú á annað. Ríkið greiddi lífeyrisþeganum 100.000 krónur á mánuði í tekjutryggingu. Skattleysismörk lífeyrisgreiðslna verði við 200.000 krónur. Hafi lífeyrisþeginn 100.000 krónur á mánuði í atvinnutekjur, verða heildarlaun hans 350.000 krónur á mánuði. Hann er því kominn með skattskyldar tekjur upp á 150.000 krónur, sem reiknast á fullur tekjuskattur til ríkissjóðs, 37,1 %, sem næmi 55.650 krónum. Með slíkum atvinnutekjum lífeyrisþega, væri Ríkissjóður að fá til baka 55,650 krónur af þeim 100.000 krónum sem ríkissjóður greiddi í tekjutryggingu. Nettó útgreiðsla ríkissjóðs í tekjutryggingu reiknaðist því 44.350 krónur og færi stiglækkandi með hækkandi atvinnutekjum. Með því fyrirkomulagi sem hér er reifað mundi opnast fyrir umtalsverða möguleika lífeyrisþega til allskonar hlutastarfa, sem gæfi þeim lífsfyllingu og ávinning, samhliða því að auka skatttekjur ríkissjóðs, sem kæmu til lækkunar útgjalda ríkisins vegna tekjutryggingar til handa lífeyrisþegum. Athuganir mínar benda til að með þeim breytingum sem hér eru kynntar mundi fjárþörf ríkissjóð, til greiðslu tekjutryggina til lífeyrisþega, verða öllu minni en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Núverandi greiðslukerfi elli- og örorkulífeyris er löngu orðið úrelt og úr takti við fyrirliggjandi tæknimöguleika. Greiðsluöryggi þessa kerfis er nánast ekkert, vegna þess að kerfið sem annast útreikninga og greiðslur, er hvergi í rafrænni samtímatengingu við neina þá eftirlitsþætti sem það á í raun að stilla sig saman við. Þess vegna m. a. er svokallað „bótasvindl“ eins auðvelt og raun ber vitni. Það eru rúm 20 ár síðan ég benti fyrst á tímaskekkju þessa kerfis. Ég benti á að kerfið sjálft og lögin sem það fer eftir, væru á margan máta í andstöðu við ýmis ákvæði stjórnarskrár. Einnig væri misbeitt lagatæknilegum atriðum eins og til dæmis atriði sem kallast „ákvæði til bráðabyrgða“, sem eru gróflega misnotað til að skapa brotalöm í lagaákvæðin. Grundvallaratriði lífeyrisgreiðslna eru þau sömu, hvort sem greiddur er ellilífeyrir eða örorkulífeyrir. Forsendurnar snúast um hvort viðkomandi einstaklingur fái tekjur til framfæris frá einhverjum öðrum en ríkissjóði og lífeyrissjóði. Það er aðeins eitt tölvukerfi í landinu sem hefur stöðuga samtímavöktun á öllum greiddum launum í landinu. Það er tölvukerfi Ríkisskattstjóra. Af þeirri ástæðu er tölvukerfi Ríkisskattstjóra lang öruggasti valkosturinn til keyrslu samtíma eftirlits með lífeyrisgreiðslum, því þar getur farið fram samtímavöktun á því hvort einstaklingur fær launagreiðslur frá vinnumarkaðnum eða öðrum utan kerfis lífeyrisgreiðslna. Það er reyndar ekki hægt að útskýra á tæmandi máta í svona blaðagrein hvernig kerfið vinnur í heild en kerfið byggir samt á því að grunngreiðsla lífeyris sé ákveðin upphæð. Uppsafnaður lífeyrisréttur í lífeyrissjóðum reiknast einhver tiltekin upphæð en síðan bætist við upphæð frá ríkissjóði til að fullnægja grunngreiðslu lífeyris. Lífeyrir á að duga til eðlilegrar framfærslu ásamt húsnæðiskostnaði. Í núverandi lífeyriskerfi er ekki gert ráð fyrir að lífeyrisþegar þurfi að búa í íbúðarhúsnæði. Enginn raunhæfur húsnæðiskostnaður er reiknaður inn í lífeyrisgreiðslur núverandi kerfis. Með nýju kerfi verði tiltekið svigrúm fyrir atvinnutekjur, sem hafi ákveðið „frítekjumark“, áður en þær fari í tilteknum tröppugangi eftir hækkandi atvinnutekjum, að skeða lífeyrisgreiðslur. Lífeyrisgreiðslur samanstandi af greiðslum frá lífeyrissjóðum annars vegar og ríkissjóði hins vegar. Í dæminu sem dregið var upp nýlega, var grunnlífeyrir tilgreindur 250.000 krónur á mánuði. Áætluð skipting var þannig að 100.000 krónur greiddust frá lífeyrissjóðum en 150.000 krónur greiddust frá ríkissjóði. Frítekjumark atvinnutekna, á ársgrundvelli, var tiltekið 1.200.000, krónur, sem jafngilti atvinnutekjum upp á 100.000 krónur á mánuði. Skerðing hæfist því við heildartekjur kr. 350.000 á mánuði. Þegar lífeyrisgreiðsla skerðist, byrja greiðslur frá ríkissjóði að lækka, vegna þess að greiðslur frá lífeyrissjóðum eru áunnin eignbundin réttindi, sem ekki er heimilt að skerða. Með hækkandi atvinnutekjum, umfram frítekjumarkið, trappast út greiðslur ríkissjóðs til lífeyrisþegans. Þegar atvinnutekjur, umfram frítekjumark, ná því marki að jafna greiðslu ríkissjóðs, fellur sú greiðsla niður. Í dæminu hér að framan var hluti ríkisjóðs í lífeyrisgreiðslunni 150.000 krónur á mánuði. Þegar atvinnutekjur fara 15.000 krónum upp fyrir frítekjumark, hefst niðurtröppun greiðslna frá ríkissjóði, sem lækkar í tíu skrefum um 15.000 krónur við hverja launahækkun sem lífeyrisþeginn fær. Á þessu tekjubili, meðan lífeyrisgreiðslur ríkissjóðs eru að trappast út í stað hækkandi atvinnutekna, verða heildargreiðslur til lífeyrisþega, þ. e. lífeyrissjóður, ríkissjóðs greiðsla og atvinnutekjur, samtals 365.000 krónur á mánuði. Til hliðar við kerfi lífeyrisgreinslna, yrði rekið sjálfstætt kerfi til greiðslu á ýmiskonar sjúkdómstengdum lækna- og þjónustukostnaði, sem öryrkjar og langveikt fólk verður óneitanlega fyrir. Er þar um að ræða ýmiskonar stoðtækja, umönnunar eða aðbúnaðargreiðslur, sem eingöngu lúta kostnaðargreiningu viðkomandi fötlunar eða veikindaþátta. Reiknast og afgreiðist sem endurgreiddur útlagður kostnaður en ekki sem greidd laun eða tekjur eins og nú er. Slíkar greiðslur hefðu enga snertingu við kerfi grunnlífeyris og skertu hann ekkert. Sjúkdómatengdir þættir eru fjölmargir og mismunandi kostnaðarsamir, sem bendir til þess að svona sérstakt kerfi fyrir endurgreiddan kostnað vegna langvaarandi sjúkdóma eða fötlunar, yrði svolítið umfangsmikið en ekki flókið. Þegar slíkt kerfi væri sjálfstætt og ótengt kerfi lífeyrisgreiðslna til lífsframfæris, yrði viðbótarkostnaðurinn vegna sjúkdóms eða fötlunar svo greinilega sjálfstæð og vel reiknanleg kostnaðareining, sem ekki yrði skattlögð sem tekjur, heldur sem endurgreiddur útlagður kostnaður. Með því að sundurgreina sjúkdómstengda kostnaðarliða frá lífeyrisgreiðslunum mundi kostnaðargreining hvers einstaklings verða auðveldara og sjálfstætt, afmarkað frá lífeyrisgreiðslum. Með slíku fyrirkomulagi kæmi aldrei til það vandamál sem nú er algengt, að vegna deilna um sjúkdómatengdan aukakostnað, verði alvarleg skerðing á lífeyrisgreiðslum til framfærslu. Slíka samtengingu verður að varast, því ónauðsynleg truflun á lífeyrisgreiðslum setur fjárhag lífeyrisþega alvarlega úr skorðum. Við slíka röskun eru mestar líkur á að lífeyrisþeginn flækist í neti dráttarvaxta og vanskila, með alvarlegum afleiðingum sem lífeyrisþeginn hefur enga möguleika til að leysa. Kerfi sjúkdómatengdra greiðslna ætti að vera alveg sjálfstætt og gæti verið á höndum Trygginga- og sjúkratryggingastofnunar (hjálpartækja), sem gætu runnið saman í eina stofnun.Stórar endurkröfur úr sögunni Nýja kerfið gerir ráð fyrir að útreikningur lífeyrisgreiðslna væri færður í sérstaka deild innan launaskrifstofu fjármálaráðuneytis og greiðsluskrá færi þaðan um hver mánaðamót inn á sérstaka greiðsluskrá lífeyris, sem líka tæki greiðslur lífeyissjóða. Væri sú skrá í stöðugri vöktun hjá tölvukerfi Ríkisskattstjóra. Kæmi í ljós við skil atvinnurekenda á skýrslum um launatengd gjöld, að lífeyrisþegi hafi fengið atvinnutekjur í sama mánuði og fullur lífeyrir væri greiddur, færi af stað ákveðið ferli. Ef lífeyrisþegi fengið frá einhverjum aðila greidd laun, sem ekki hefðu verið tilkynnt lífeyrisdeild launaskrifstofu fyrir útreikning lífeyris mánaðarins, gæfi tölvukerfi Ríkisskattstjóra út viðvörun til lífeyrisdeildar launaskrifstofu, sem þá gæti, ef frítekjumark væri ekki fyrir hendi, látið lífeyrisþega vita að í næsta mánuði á eftir yrði lækkuð tekjutryggingu, til samræmis við það sem ofgreitt var í mánuðinum á undan. Væri þetta fyrirkomulag tekið upp, væri algjörlega úr sögunni stórar og miklar endurkröfur á lífeyrisþega, vegna ofgreiðslna yfir margra mánaða tímabili. Með núverandi kerfi, er ekki gerð endurkrafa fyrr en mörgum mánuðum eftir ofgreiðslu, þegar lífeyrisþeginn er löngu búinn að eyða peningunum, í þeirri góðu trú að opinbert reiknikerfi væri vaktað gegn jafn einföldu atriði og hér um ræðir. Lífeyrir, sem mánaðarlega er greiddur til lífeyrisþega, er að öllu jöfnu ekki svo vel úti látinn að lífeyrisþegar safni peningum inn á sjóði sem þeir geti tekið út af þegar háar leiðréttingakröfur koma. Lítum á tilbúið dæmi: Ellilífeyrisþegi með kr. 250.000 í mánaðarlegan lífeyri. Af þeirri upphæð koma 100.000 krónur frá lífeyrissjóðum. 50.000 krónur er ellilífeyrir og 100.000 er tekjutrygging. Samtals 250.000 krónur. Snemma árs fær lífeyrisþeginn atvinnutengt verkefni, sem skilar honum 100.000 króna atvinnutekjum á mánuði, um nokkurra mánaða skeið. Fyrsta dag næsta mánaðar á eftir fær lífeyrisþeginn greiddan eðlilega lífeyri og til viðbótar frá vinnuveitandanum kemur launagreiðsla upp á 100.000 krónur. Við skil atvinnurekandans á skýrslu um launagreiðslur og launatengd gjöld til Ríkisskattstjóra, kemur fram að lífeyrisþeginn hafi fengið greiddar atvinnutekjur í upphafi mánaðarins, þannig að athuga þurfi hvort um ofgreiðslu lífeyris sé að ræða. Við skoðun á greiðslugrunni lífeyrisþegans hjá lífeyrisdeild launaskrifstofu fjármálaráðuneytis, kemur í ljós að hann megi hafa kr. 1,2 milljónir í atvinnutekur á ársgrundvelli og sú greiðsla sem greidd hafi verið sé fyrsta launagreiðaslan á árinu. Eftir þessa launagreiðlsu eigi hann eftir af frítekjumarki sínu 1,1 milljón, áður en til skerðinga komi á lífeyrisgreiðslum, nema mánaðarleg launagreiðsla fari yfir 115.000. En lítum nú á annað. Ríkið greiddi lífeyrisþeganum 100.000 krónur á mánuði í tekjutryggingu. Skattleysismörk lífeyrisgreiðslna verði við 200.000 krónur. Hafi lífeyrisþeginn 100.000 krónur á mánuði í atvinnutekjur, verða heildarlaun hans 350.000 krónur á mánuði. Hann er því kominn með skattskyldar tekjur upp á 150.000 krónur, sem reiknast á fullur tekjuskattur til ríkissjóðs, 37,1 %, sem næmi 55.650 krónum. Með slíkum atvinnutekjum lífeyrisþega, væri Ríkissjóður að fá til baka 55,650 krónur af þeim 100.000 krónum sem ríkissjóður greiddi í tekjutryggingu. Nettó útgreiðsla ríkissjóðs í tekjutryggingu reiknaðist því 44.350 krónur og færi stiglækkandi með hækkandi atvinnutekjum. Með því fyrirkomulagi sem hér er reifað mundi opnast fyrir umtalsverða möguleika lífeyrisþega til allskonar hlutastarfa, sem gæfi þeim lífsfyllingu og ávinning, samhliða því að auka skatttekjur ríkissjóðs, sem kæmu til lækkunar útgjalda ríkisins vegna tekjutryggingar til handa lífeyrisþegum. Athuganir mínar benda til að með þeim breytingum sem hér eru kynntar mundi fjárþörf ríkissjóð, til greiðslu tekjutryggina til lífeyrisþega, verða öllu minni en nú er.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun