Breytt eftir níu daga á Balí Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2015 13:00 Lauga með Sigrúnu Lilju og Guðbjörgu. vísir „Ég var svo heilluð að fara að læra að elska sjálfa mig því eitt af því sem að mig hefur alltaf vantað er sjálfstraust. Ég hef leyft fólki að vaða svolítið yfir mig og hef ekki alltaf sagt mínar skoðanir þó mig dauðlangi, af ótta við að fæla fólk frá mér Nú eða að ég segi eitthvað vitlaust og það verði gert grín að því sem að ég segi,“ segir Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir, eða Lauga eins og hún er oftast kölluð. Hún er ein af mörgum konum sem hafa sótt námskeiðið Empower Women – Transforming Retreat á Balí sem haldið er af Sigrúnu Lilju hjá Gyðju og þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Sigrún Lilja og Guðbjörg hafa haldið námskeiðin síðustu misseri með góðum árangri en þau snúast um að styrkja konur svo þær geti látið drauma sína og þrár rætast. Þá læra konurnar að elska sig sjálfar og setja sig í fyrsta sæti en margir kannast eflaust við það að láta börnin, heimilið, vinnuna, skólann eða hvað það nú er í fyrsta sæti og sitja sjálfir í kannski fjórða, jafnvel fimmta sæti. Lauga eyddi níu dögum á Balí með hópnum og sér svo sannarlega ekki eftir því. „Ég er bara ótrúlega breytt manneskja, ég hefði aldrei trúað því. Það var farið að bera ofboðslega mikið á pirringi í mér og var hann farinn að smita all verulega mikið út frá sér og fundu vinir og aðallega fjölskyldan fyrir því, því miður. En eftir þessa daga með þessum yndislegu konum er ég ekki sama manneskja,“ segir Lauga og ljómar.Guðbjörgu að kenna á Balí.vísir„Ég hef lært að meta sjálfa mig og mína getu og hæfileika svo miklu meira. Mér finnst jafnvel að ég geti farið að selja eitthvað sem að er ekki til eftir tímann í markaðssetningu hjá Sigrúnu,“ bætir Lauga við og hlær. „En að alvörunni. Ég er búin að taka öll neikvæð orð úr minum orðaforða, ég er svo miklu afslappaðri og er ekki hrædd við að segja það sem mér finnst. Allur pirringur sem að var í mér er farinn þar sem að ég hef ekki leyft honum að ná til mín.“ Sigrún Lilja og Guðbjörg eru hvergi nærri hættar með sjálfsstyrkingarnámskeiðin og halda það næsta sem fyrr á Balí þann 14. til 22. október. Enn eru nokkur pláss laus en námskeiðið er eingöngu fyrir konur og seljast sætin upp hratt að sögn Sigrúnar Lilju. Lauga hvetur konur til að sækja námskeiðið enda hefur hún grætt margt á því sem ekki er hægt að meta til fjár. „Sigrún og Guðbjörg hafa kennt mér og sýnt mér hvað ég er öflug og það er alveg magnað. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki farið til þeirra.“ Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
„Ég var svo heilluð að fara að læra að elska sjálfa mig því eitt af því sem að mig hefur alltaf vantað er sjálfstraust. Ég hef leyft fólki að vaða svolítið yfir mig og hef ekki alltaf sagt mínar skoðanir þó mig dauðlangi, af ótta við að fæla fólk frá mér Nú eða að ég segi eitthvað vitlaust og það verði gert grín að því sem að ég segi,“ segir Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir, eða Lauga eins og hún er oftast kölluð. Hún er ein af mörgum konum sem hafa sótt námskeiðið Empower Women – Transforming Retreat á Balí sem haldið er af Sigrúnu Lilju hjá Gyðju og þerapistanum Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur. Sigrún Lilja og Guðbjörg hafa haldið námskeiðin síðustu misseri með góðum árangri en þau snúast um að styrkja konur svo þær geti látið drauma sína og þrár rætast. Þá læra konurnar að elska sig sjálfar og setja sig í fyrsta sæti en margir kannast eflaust við það að láta börnin, heimilið, vinnuna, skólann eða hvað það nú er í fyrsta sæti og sitja sjálfir í kannski fjórða, jafnvel fimmta sæti. Lauga eyddi níu dögum á Balí með hópnum og sér svo sannarlega ekki eftir því. „Ég er bara ótrúlega breytt manneskja, ég hefði aldrei trúað því. Það var farið að bera ofboðslega mikið á pirringi í mér og var hann farinn að smita all verulega mikið út frá sér og fundu vinir og aðallega fjölskyldan fyrir því, því miður. En eftir þessa daga með þessum yndislegu konum er ég ekki sama manneskja,“ segir Lauga og ljómar.Guðbjörgu að kenna á Balí.vísir„Ég hef lært að meta sjálfa mig og mína getu og hæfileika svo miklu meira. Mér finnst jafnvel að ég geti farið að selja eitthvað sem að er ekki til eftir tímann í markaðssetningu hjá Sigrúnu,“ bætir Lauga við og hlær. „En að alvörunni. Ég er búin að taka öll neikvæð orð úr minum orðaforða, ég er svo miklu afslappaðri og er ekki hrædd við að segja það sem mér finnst. Allur pirringur sem að var í mér er farinn þar sem að ég hef ekki leyft honum að ná til mín.“ Sigrún Lilja og Guðbjörg eru hvergi nærri hættar með sjálfsstyrkingarnámskeiðin og halda það næsta sem fyrr á Balí þann 14. til 22. október. Enn eru nokkur pláss laus en námskeiðið er eingöngu fyrir konur og seljast sætin upp hratt að sögn Sigrúnar Lilju. Lauga hvetur konur til að sækja námskeiðið enda hefur hún grætt margt á því sem ekki er hægt að meta til fjár. „Sigrún og Guðbjörg hafa kennt mér og sýnt mér hvað ég er öflug og það er alveg magnað. Ég veit ekki hvar ég væri í dag ef ég hefði ekki farið til þeirra.“
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira