Globeathon heilsunnar vegna Sigrún Arnardóttir skrifar 11. september 2015 00:00 Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu og á síðasta ári tóku yfir 70 lönd þátt í þessum viðburði. Í ár er boðið upp á 5 km og 10 km hlaup og göngu. Það er Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, og Krabbameinsfélagið sem standa að þessum viðburði saman en allur ágóði rennur til Lífs. Á hverju ári greinast um 60 konur með krabbamein í kvenlíffærum, aðallega krabbamein í leghálsi, legi eða eggjastokkum. Krabbamein sem greinast á frumstigi eru oft læknanleg og er því mikilvægt að konur taki ábyrgð á eigin heilsu og sinni þeim forvörnum sem eru í boði og hlusti á líkamann og leiti til lækna ef þær eru með ný einkenni frá kvenlíffærum.Leghálskrabbamein Leghálskrabbameinsleit hófst á Íslandi fyrir rúmlega 50 árum og hefur mikill árangur náðst í því að lækka dánartíðni þess. Megintilgangur leitarinnar er að greina og meðhöndla forstigsbreytingar krabbameins í leghálsi. Leitarstöð Krabbameinsfélagsis hvetur allar konur á aldrinum 23-65 ára til að mæta á þriggja ára fresti í þessa leit. Leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum (Human Papilloma Virus) og smitast við kynmök. Árið 2011 hófst bólusetning gegn þessum flokki veira og er öllum tólf ára stelpum á landinu boðin bólusetning og fer hún fram í skólum landsins. Er þetta mikil fjárfesting til framtíðar og mun lækka dánartíðni leghálskrabbameins enn frekar og minnka þann kostnað sem felst í eftirliti og aðgerðum vegna frumubreytinga í leghálsi.Krabbamein í legi Krabbamein í legi getur myndast í slímhúð legsins eða í legvöðvanum. Þetta krabbamein er algengara hjá konum eftir tíðarhvörf og gefur sig oft til kynna með blæðingum frá leggöngum. Ofþyngd getur verið áhættuþáttur vegna þess að hormónið estrogen myndast að hluta til í fituvef eftir tíðahvörf og getur örvað slímhúðina í leginu. Það er mikilvægt að leita til læknis ef fram koma blæðingar frá legi eftir tíðahvörf.Krabbamein í eggjastokkum Krabbamein í eggjastokkum gefur lítil einkenni í byrjun og greinist því oft ekki fyrr en sjúkdómurinn er langt genginn og hefur náð að dreifa sér út fyrir eggjastokkana. Um 60% kvenna sem greinast með eggjastokkakrabbamein eru með langt genginn sjúkdóm. Það er engin skimun til fyrir eggjastokkakrabbamein og því mikilvægt að konur séu vakandi fyrir einkennum frá kviðarholi. Helstu einkenni eru óljósir kviðverkir, þrýstingseinkenni á þvagblöðru eða endaþarm, verkir við samfarir og aukið ummál kviðar. Globeathon-hlaupið/gangan fer fram sunnudaginn 13. september og hefst kl. 11 við Háskólann í Reykjavík. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ræsa hlaupið/gönguna . Hlaupið/gengið er inn í Fossvogsdal og til baka og í lok hlaups fer fram verðlaunaafhending og dreginn verður út fjöldi glæsilegra útdráttarvinninga. Fjöldi fyrirtækja hefur styrkt verkefnið með vinningum og viljum við nota tækifærið og þakka þeim öllum fyrir það. Bláa lónið og Vistor hafa verið styrktaraðlilar hlaupsins frá upphafi. Tilgangur Lífs styrktarfélags er að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna á landinu. Það geta allir tekið þátt í Globeathon. Við skorum á þig að taka þátt, heilsunnar vegna. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá www.hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Háskólans í Reykjavík kl. 9.00-10.45 á sunnudaginn . Við erum á Facebook undir Globeathon Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Globeathon er alþjóðlegt átak til að vekja athygli á krabbameini í kvenlíffærum. Þetta er í þriðja sinn sem Globeathon er haldið á heimsvísu og á síðasta ári tóku yfir 70 lönd þátt í þessum viðburði. Í ár er boðið upp á 5 km og 10 km hlaup og göngu. Það er Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, og Krabbameinsfélagið sem standa að þessum viðburði saman en allur ágóði rennur til Lífs. Á hverju ári greinast um 60 konur með krabbamein í kvenlíffærum, aðallega krabbamein í leghálsi, legi eða eggjastokkum. Krabbamein sem greinast á frumstigi eru oft læknanleg og er því mikilvægt að konur taki ábyrgð á eigin heilsu og sinni þeim forvörnum sem eru í boði og hlusti á líkamann og leiti til lækna ef þær eru með ný einkenni frá kvenlíffærum.Leghálskrabbamein Leghálskrabbameinsleit hófst á Íslandi fyrir rúmlega 50 árum og hefur mikill árangur náðst í því að lækka dánartíðni þess. Megintilgangur leitarinnar er að greina og meðhöndla forstigsbreytingar krabbameins í leghálsi. Leitarstöð Krabbameinsfélagsis hvetur allar konur á aldrinum 23-65 ára til að mæta á þriggja ára fresti í þessa leit. Leghálskrabbamein orsakast af HPV-veirum (Human Papilloma Virus) og smitast við kynmök. Árið 2011 hófst bólusetning gegn þessum flokki veira og er öllum tólf ára stelpum á landinu boðin bólusetning og fer hún fram í skólum landsins. Er þetta mikil fjárfesting til framtíðar og mun lækka dánartíðni leghálskrabbameins enn frekar og minnka þann kostnað sem felst í eftirliti og aðgerðum vegna frumubreytinga í leghálsi.Krabbamein í legi Krabbamein í legi getur myndast í slímhúð legsins eða í legvöðvanum. Þetta krabbamein er algengara hjá konum eftir tíðarhvörf og gefur sig oft til kynna með blæðingum frá leggöngum. Ofþyngd getur verið áhættuþáttur vegna þess að hormónið estrogen myndast að hluta til í fituvef eftir tíðahvörf og getur örvað slímhúðina í leginu. Það er mikilvægt að leita til læknis ef fram koma blæðingar frá legi eftir tíðahvörf.Krabbamein í eggjastokkum Krabbamein í eggjastokkum gefur lítil einkenni í byrjun og greinist því oft ekki fyrr en sjúkdómurinn er langt genginn og hefur náð að dreifa sér út fyrir eggjastokkana. Um 60% kvenna sem greinast með eggjastokkakrabbamein eru með langt genginn sjúkdóm. Það er engin skimun til fyrir eggjastokkakrabbamein og því mikilvægt að konur séu vakandi fyrir einkennum frá kviðarholi. Helstu einkenni eru óljósir kviðverkir, þrýstingseinkenni á þvagblöðru eða endaþarm, verkir við samfarir og aukið ummál kviðar. Globeathon-hlaupið/gangan fer fram sunnudaginn 13. september og hefst kl. 11 við Háskólann í Reykjavík. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ræsa hlaupið/gönguna . Hlaupið/gengið er inn í Fossvogsdal og til baka og í lok hlaups fer fram verðlaunaafhending og dreginn verður út fjöldi glæsilegra útdráttarvinninga. Fjöldi fyrirtækja hefur styrkt verkefnið með vinningum og viljum við nota tækifærið og þakka þeim öllum fyrir það. Bláa lónið og Vistor hafa verið styrktaraðlilar hlaupsins frá upphafi. Tilgangur Lífs styrktarfélags er að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna á landinu. Það geta allir tekið þátt í Globeathon. Við skorum á þig að taka þátt, heilsunnar vegna. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá www.hlaup.is. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum í anddyri Háskólans í Reykjavík kl. 9.00-10.45 á sunnudaginn . Við erum á Facebook undir Globeathon Ísland.
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun