Hvar er kirkjan? Þórir Stephensen skrifar 12. september 2015 06:00 Hvar er kirkjan? Þannig spyrja menn í dag. Orsökin er fólksflóttinn frá hinum stríðshrjáðu löndum og hin mikla neyð, sem þetta fólk býr við. Já, hvar er kirkjan? Spurningunni er beint að kirkjunni sem stofnun, hinu píramídalagaða skipulagi frá einstaklingi um söfnuði og sóknarnefndir, um djákna, sóknarpresta og prófasta, og loks í biskupa og kirkjuþing á toppnum. Þetta er hin opinbera stofnun. Hún er stundum þung í vöfum og sein til, en þó munar mjög um hana þegar hún tekur sig til og virkjar kerfið, sem ég var að lýsa. En svo er einnig til önnur kirkja, og hún er í raun aðalmálið. Skilji ég hlutina rétt, túlkar spurningin ofannefnda ákveðna gagnrýni á kerfiskirkjuna. Menn virðast ekki hafa verið alveg nógu fljótir að átta sig. En ég held, að það komi ekki að sök, af því að hin kirkjan brást rétt við, já, svo yndislega, nánast eins og sjálfsprottið blóm, sem allt í einu springur út, hrífur heiminn með fegurð sinni og vill umvefja lífið í kringum sig öllum þeim kærleik, sem orka þess geymir. Já, hin kirkjan. Hver er hún? Hvar er hún? Hún er fólkið í landinu, sem hefur notið kristinnar boðunar í þúsund ár og fengið það í merg og bein og ekki síst inn í hugsun sína, að við erum öll bræður og systur, að mannkynið er ein fjölskylda, sem á sama föður, hvort sem við köllum hann Guð, Allah, Jahve eða eitthvað annað. Hver einstaklingur er í raun boðberi, þar sem aðalatriðið er: Miskunnsemi þrái ég … Kerfiskirkjan hefur því miður skipt sér upp í fjölda kirkjudeilda, sem kenna sig við Lúther, Róm, hvítasunnu, aðventu og svo margt annað. En aðalatriðið er fólkið, sem hefur lært Gullnu regluna: „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“Æðri kraftur sem virkar Þetta er fólk sem hefur margreynt, að til er æðri kraftur, sem virkar. Það veit, að bænin er aðgangur okkar að honum. Hún þarf ekki alltaf að felast í orðum, hún þarf hins vegar ætíð að byggjast á sterkri hugsun. Fegurst er bænin, þegar hún birtist í verkum, sem verða öðrum til góðs, ekki síst ef þau breyta neyð í farsæld. Ef vel á að vera, þarf hver einasta athöfn mannsins að vera bæn um betri heim. Máttur bænarinnar er mikill. Kynslóðirnar væru ekki enn að leita í lindir hennar, ef þær hefðu farið þangað erindisleysu. Af hverju leita flóttamennirnir til Vesturlanda? Af því að þar er helst hjálp að fá. Vestræn menning hefur um aldir átt í hörpu sinni sterka strengi kristins bróðernis og samhjálpar. Það er þó því miður ekki algilt, en strengirnir eru til, þeir eru sterkir og þeir eflast mest þegar samfélagið sér hve miklu þeir geta áorkað til góðs. Ég þakka Guði fyrir fólkið, fyrir blómin, sem vaxa upp af fræjum, sem forfeðurnir hafa sáð í jarðveg þjóðarsálarinnar og bera nú fræ til framtíðar og fullþroska ávexti sem geta gjörbreytt lífi milljónanna, er eiga allt sitt undir okkur komið, því, hvernig við framkvæmum hinn dýrmæta boðskap: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þar sem þetta er iðkað af heilum hug, þar er kirkjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvar er kirkjan? Þannig spyrja menn í dag. Orsökin er fólksflóttinn frá hinum stríðshrjáðu löndum og hin mikla neyð, sem þetta fólk býr við. Já, hvar er kirkjan? Spurningunni er beint að kirkjunni sem stofnun, hinu píramídalagaða skipulagi frá einstaklingi um söfnuði og sóknarnefndir, um djákna, sóknarpresta og prófasta, og loks í biskupa og kirkjuþing á toppnum. Þetta er hin opinbera stofnun. Hún er stundum þung í vöfum og sein til, en þó munar mjög um hana þegar hún tekur sig til og virkjar kerfið, sem ég var að lýsa. En svo er einnig til önnur kirkja, og hún er í raun aðalmálið. Skilji ég hlutina rétt, túlkar spurningin ofannefnda ákveðna gagnrýni á kerfiskirkjuna. Menn virðast ekki hafa verið alveg nógu fljótir að átta sig. En ég held, að það komi ekki að sök, af því að hin kirkjan brást rétt við, já, svo yndislega, nánast eins og sjálfsprottið blóm, sem allt í einu springur út, hrífur heiminn með fegurð sinni og vill umvefja lífið í kringum sig öllum þeim kærleik, sem orka þess geymir. Já, hin kirkjan. Hver er hún? Hvar er hún? Hún er fólkið í landinu, sem hefur notið kristinnar boðunar í þúsund ár og fengið það í merg og bein og ekki síst inn í hugsun sína, að við erum öll bræður og systur, að mannkynið er ein fjölskylda, sem á sama föður, hvort sem við köllum hann Guð, Allah, Jahve eða eitthvað annað. Hver einstaklingur er í raun boðberi, þar sem aðalatriðið er: Miskunnsemi þrái ég … Kerfiskirkjan hefur því miður skipt sér upp í fjölda kirkjudeilda, sem kenna sig við Lúther, Róm, hvítasunnu, aðventu og svo margt annað. En aðalatriðið er fólkið, sem hefur lært Gullnu regluna: „Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“Æðri kraftur sem virkar Þetta er fólk sem hefur margreynt, að til er æðri kraftur, sem virkar. Það veit, að bænin er aðgangur okkar að honum. Hún þarf ekki alltaf að felast í orðum, hún þarf hins vegar ætíð að byggjast á sterkri hugsun. Fegurst er bænin, þegar hún birtist í verkum, sem verða öðrum til góðs, ekki síst ef þau breyta neyð í farsæld. Ef vel á að vera, þarf hver einasta athöfn mannsins að vera bæn um betri heim. Máttur bænarinnar er mikill. Kynslóðirnar væru ekki enn að leita í lindir hennar, ef þær hefðu farið þangað erindisleysu. Af hverju leita flóttamennirnir til Vesturlanda? Af því að þar er helst hjálp að fá. Vestræn menning hefur um aldir átt í hörpu sinni sterka strengi kristins bróðernis og samhjálpar. Það er þó því miður ekki algilt, en strengirnir eru til, þeir eru sterkir og þeir eflast mest þegar samfélagið sér hve miklu þeir geta áorkað til góðs. Ég þakka Guði fyrir fólkið, fyrir blómin, sem vaxa upp af fræjum, sem forfeðurnir hafa sáð í jarðveg þjóðarsálarinnar og bera nú fræ til framtíðar og fullþroska ávexti sem geta gjörbreytt lífi milljónanna, er eiga allt sitt undir okkur komið, því, hvernig við framkvæmum hinn dýrmæta boðskap: Allt sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þar sem þetta er iðkað af heilum hug, þar er kirkjan.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun