Hefur verið fullreynt að bera harminn í hljóði Guðrún Ansnes skrifar 15. september 2015 10:45 Stikla úr myndbandinu, sem hægt er að sjá á utmeda.is, sem Arnar segir að smjúgi inn í kjarnann og hreyfi við fólki. „Hér er einfaldlega ekki verið að sykurhúða neitt.“ „Þegar mér bauðst verkefnið var ég ekki lengi að stökkva til, það var einfaldlega aldrei spurning um annað en að vera með,“ segir Arnar Dan Kristjánsson, leikari og frönskugerðarmaður og einn eigenda Reykjavík Chips. Fór herferðin #utmeda í loftið í gær og hefur fengið gríðarleg viðbrögð á samfélagsmiðlunum. Er sjónum beint að körlum á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára, en algengasta dánarorsök meðal þessa hóps er sjálfsvíg. „Þetta er áleitið myndband, það smýgur beint inn í kjarnann og kemur við mann. Hér er ekkert verið að sykurhúða neitt.“Arnar Dan leikur í myndbandinu, og hann segist sannarlega finna fyrir þeim kröfum sem samfélagið gerir. Hann segir mikilvægt að fólk opni sig með áhyggjurnar.Persónan sem Arnar leikur í myndbandinu er týpa sem allir þekkja, hann er glaður, hress og iðulega hrókur alls fagnaðar í partíum. Honum gengur vel og fólk heldur almennt að hann sé með allt á hreinu. Hann á að því er virðist dásamleg uppvaxtarár og er vel settur félagslega, svo staðalímynd þunglyndissjúklingsins er hvergi nærri. Aðspurður um hvernig hann upplifi verkefnið og hvort hann sjálfur kannist að einhverju leyti við persónuna sem hann leikur, en sjálfur er Arnar tuttugu og sjö ára, stendur ekki á svörunum: „Fyrir mér er þetta samfélagslegt vandamál, og hefur verið fullreynt að bera harminn í hljóði og nú þarf eitthvað að breytast. Það kemur fólki oftast mest á óvart að þessir einstaklingar séu að kljást við alvarlega geðsjúkdóma, og það þarf svolítið að afmá þá hugsun. Samfélag okkar er gegnsýrt af lituðum grímum, fólk er alltaf að setja upp grímur, og meikaða svoleiðis,“ útskýrir Arnar og bætir við: „En svo má samt ekki endilega ákveða að allir þeir, sem eru hressir og kátir, séu í leik. Þetta er flókið, og það sem öllu skiptir er að opna á umræðuna.“Jákvæð undiralda í samfélaginu„Mér finnst samt sjálfum einhver bylgja í gangi í samfélaginu, það er verið að stinga á erfiðum kýlum og ég held að Útmeða-herferðin sé að koma á réttum tíma. Það þarf að fá hlutina út,“ bendir Arnar á. Hann segist sjálfur hafa fundið fyrir pressunni sem margir á hans aldri finna fyrir og getur hreinlega verið mörgum um megn. „Bara það að námslánin dúkki upp eða yfirdrátturinn valdi áhyggjum getur verið of mikið. Samfélagið gerir endalausar kröfur til okkar, og á ákveðnum aldri skellur á okkur ábyrgð sem mörgum reynist erfitt að höndla. Við verðum að tala um þetta allt,“ segir hann að lokum, og heldur út í daginn, þar sem hann opnar frönskustaðinn sinn: „Því menn verða víst að skapa sér tekjur.“ Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
„Þegar mér bauðst verkefnið var ég ekki lengi að stökkva til, það var einfaldlega aldrei spurning um annað en að vera með,“ segir Arnar Dan Kristjánsson, leikari og frönskugerðarmaður og einn eigenda Reykjavík Chips. Fór herferðin #utmeda í loftið í gær og hefur fengið gríðarleg viðbrögð á samfélagsmiðlunum. Er sjónum beint að körlum á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára, en algengasta dánarorsök meðal þessa hóps er sjálfsvíg. „Þetta er áleitið myndband, það smýgur beint inn í kjarnann og kemur við mann. Hér er ekkert verið að sykurhúða neitt.“Arnar Dan leikur í myndbandinu, og hann segist sannarlega finna fyrir þeim kröfum sem samfélagið gerir. Hann segir mikilvægt að fólk opni sig með áhyggjurnar.Persónan sem Arnar leikur í myndbandinu er týpa sem allir þekkja, hann er glaður, hress og iðulega hrókur alls fagnaðar í partíum. Honum gengur vel og fólk heldur almennt að hann sé með allt á hreinu. Hann á að því er virðist dásamleg uppvaxtarár og er vel settur félagslega, svo staðalímynd þunglyndissjúklingsins er hvergi nærri. Aðspurður um hvernig hann upplifi verkefnið og hvort hann sjálfur kannist að einhverju leyti við persónuna sem hann leikur, en sjálfur er Arnar tuttugu og sjö ára, stendur ekki á svörunum: „Fyrir mér er þetta samfélagslegt vandamál, og hefur verið fullreynt að bera harminn í hljóði og nú þarf eitthvað að breytast. Það kemur fólki oftast mest á óvart að þessir einstaklingar séu að kljást við alvarlega geðsjúkdóma, og það þarf svolítið að afmá þá hugsun. Samfélag okkar er gegnsýrt af lituðum grímum, fólk er alltaf að setja upp grímur, og meikaða svoleiðis,“ útskýrir Arnar og bætir við: „En svo má samt ekki endilega ákveða að allir þeir, sem eru hressir og kátir, séu í leik. Þetta er flókið, og það sem öllu skiptir er að opna á umræðuna.“Jákvæð undiralda í samfélaginu„Mér finnst samt sjálfum einhver bylgja í gangi í samfélaginu, það er verið að stinga á erfiðum kýlum og ég held að Útmeða-herferðin sé að koma á réttum tíma. Það þarf að fá hlutina út,“ bendir Arnar á. Hann segist sjálfur hafa fundið fyrir pressunni sem margir á hans aldri finna fyrir og getur hreinlega verið mörgum um megn. „Bara það að námslánin dúkki upp eða yfirdrátturinn valdi áhyggjum getur verið of mikið. Samfélagið gerir endalausar kröfur til okkar, og á ákveðnum aldri skellur á okkur ábyrgð sem mörgum reynist erfitt að höndla. Við verðum að tala um þetta allt,“ segir hann að lokum, og heldur út í daginn, þar sem hann opnar frönskustaðinn sinn: „Því menn verða víst að skapa sér tekjur.“
Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira