Hefur verið fullreynt að bera harminn í hljóði Guðrún Ansnes skrifar 15. september 2015 10:45 Stikla úr myndbandinu, sem hægt er að sjá á utmeda.is, sem Arnar segir að smjúgi inn í kjarnann og hreyfi við fólki. „Hér er einfaldlega ekki verið að sykurhúða neitt.“ „Þegar mér bauðst verkefnið var ég ekki lengi að stökkva til, það var einfaldlega aldrei spurning um annað en að vera með,“ segir Arnar Dan Kristjánsson, leikari og frönskugerðarmaður og einn eigenda Reykjavík Chips. Fór herferðin #utmeda í loftið í gær og hefur fengið gríðarleg viðbrögð á samfélagsmiðlunum. Er sjónum beint að körlum á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára, en algengasta dánarorsök meðal þessa hóps er sjálfsvíg. „Þetta er áleitið myndband, það smýgur beint inn í kjarnann og kemur við mann. Hér er ekkert verið að sykurhúða neitt.“Arnar Dan leikur í myndbandinu, og hann segist sannarlega finna fyrir þeim kröfum sem samfélagið gerir. Hann segir mikilvægt að fólk opni sig með áhyggjurnar.Persónan sem Arnar leikur í myndbandinu er týpa sem allir þekkja, hann er glaður, hress og iðulega hrókur alls fagnaðar í partíum. Honum gengur vel og fólk heldur almennt að hann sé með allt á hreinu. Hann á að því er virðist dásamleg uppvaxtarár og er vel settur félagslega, svo staðalímynd þunglyndissjúklingsins er hvergi nærri. Aðspurður um hvernig hann upplifi verkefnið og hvort hann sjálfur kannist að einhverju leyti við persónuna sem hann leikur, en sjálfur er Arnar tuttugu og sjö ára, stendur ekki á svörunum: „Fyrir mér er þetta samfélagslegt vandamál, og hefur verið fullreynt að bera harminn í hljóði og nú þarf eitthvað að breytast. Það kemur fólki oftast mest á óvart að þessir einstaklingar séu að kljást við alvarlega geðsjúkdóma, og það þarf svolítið að afmá þá hugsun. Samfélag okkar er gegnsýrt af lituðum grímum, fólk er alltaf að setja upp grímur, og meikaða svoleiðis,“ útskýrir Arnar og bætir við: „En svo má samt ekki endilega ákveða að allir þeir, sem eru hressir og kátir, séu í leik. Þetta er flókið, og það sem öllu skiptir er að opna á umræðuna.“Jákvæð undiralda í samfélaginu„Mér finnst samt sjálfum einhver bylgja í gangi í samfélaginu, það er verið að stinga á erfiðum kýlum og ég held að Útmeða-herferðin sé að koma á réttum tíma. Það þarf að fá hlutina út,“ bendir Arnar á. Hann segist sjálfur hafa fundið fyrir pressunni sem margir á hans aldri finna fyrir og getur hreinlega verið mörgum um megn. „Bara það að námslánin dúkki upp eða yfirdrátturinn valdi áhyggjum getur verið of mikið. Samfélagið gerir endalausar kröfur til okkar, og á ákveðnum aldri skellur á okkur ábyrgð sem mörgum reynist erfitt að höndla. Við verðum að tala um þetta allt,“ segir hann að lokum, og heldur út í daginn, þar sem hann opnar frönskustaðinn sinn: „Því menn verða víst að skapa sér tekjur.“ Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Þegar mér bauðst verkefnið var ég ekki lengi að stökkva til, það var einfaldlega aldrei spurning um annað en að vera með,“ segir Arnar Dan Kristjánsson, leikari og frönskugerðarmaður og einn eigenda Reykjavík Chips. Fór herferðin #utmeda í loftið í gær og hefur fengið gríðarleg viðbrögð á samfélagsmiðlunum. Er sjónum beint að körlum á aldrinum átján til tuttugu og fimm ára, en algengasta dánarorsök meðal þessa hóps er sjálfsvíg. „Þetta er áleitið myndband, það smýgur beint inn í kjarnann og kemur við mann. Hér er ekkert verið að sykurhúða neitt.“Arnar Dan leikur í myndbandinu, og hann segist sannarlega finna fyrir þeim kröfum sem samfélagið gerir. Hann segir mikilvægt að fólk opni sig með áhyggjurnar.Persónan sem Arnar leikur í myndbandinu er týpa sem allir þekkja, hann er glaður, hress og iðulega hrókur alls fagnaðar í partíum. Honum gengur vel og fólk heldur almennt að hann sé með allt á hreinu. Hann á að því er virðist dásamleg uppvaxtarár og er vel settur félagslega, svo staðalímynd þunglyndissjúklingsins er hvergi nærri. Aðspurður um hvernig hann upplifi verkefnið og hvort hann sjálfur kannist að einhverju leyti við persónuna sem hann leikur, en sjálfur er Arnar tuttugu og sjö ára, stendur ekki á svörunum: „Fyrir mér er þetta samfélagslegt vandamál, og hefur verið fullreynt að bera harminn í hljóði og nú þarf eitthvað að breytast. Það kemur fólki oftast mest á óvart að þessir einstaklingar séu að kljást við alvarlega geðsjúkdóma, og það þarf svolítið að afmá þá hugsun. Samfélag okkar er gegnsýrt af lituðum grímum, fólk er alltaf að setja upp grímur, og meikaða svoleiðis,“ útskýrir Arnar og bætir við: „En svo má samt ekki endilega ákveða að allir þeir, sem eru hressir og kátir, séu í leik. Þetta er flókið, og það sem öllu skiptir er að opna á umræðuna.“Jákvæð undiralda í samfélaginu„Mér finnst samt sjálfum einhver bylgja í gangi í samfélaginu, það er verið að stinga á erfiðum kýlum og ég held að Útmeða-herferðin sé að koma á réttum tíma. Það þarf að fá hlutina út,“ bendir Arnar á. Hann segist sjálfur hafa fundið fyrir pressunni sem margir á hans aldri finna fyrir og getur hreinlega verið mörgum um megn. „Bara það að námslánin dúkki upp eða yfirdrátturinn valdi áhyggjum getur verið of mikið. Samfélagið gerir endalausar kröfur til okkar, og á ákveðnum aldri skellur á okkur ábyrgð sem mörgum reynist erfitt að höndla. Við verðum að tala um þetta allt,“ segir hann að lokum, og heldur út í daginn, þar sem hann opnar frönskustaðinn sinn: „Því menn verða víst að skapa sér tekjur.“
Mest lesið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira