Byrjendalæsi Borghildur G. Jónsdóttir skrifar 15. september 2015 00:00 Byrjendalæsi er búið að vera mikið í umræðunni að undanförnu. Mig langar að rifja upp sanna sögu um byrjendalæsi. Fyrir nokkrum árum hringdi góður vinur minn í mig og tjáði mér að hann hefði áhyggjur af sjö ára syni sínum. Hann væri bráðum búin með tvö ár í grunnskóla en gæti ekki kveðið að þriggja stafa orði. Í framhaldi af því spurði hann mig hvað væri til ráða. Ég spurði á móti: "Má ég hafa samband við skólastjóra hans". Hann samþykkti það. Ég fékk viðtalstíma hjá yfirkennara og hann kannaðist við drenginn og vissi um vandann. Yfirkennarinn sagði að drengurinn væri ekki lesblindur og væri í hjálparkennslu 4 sinnum í viku og hringdi í kennarann til að sannfæra mig. Nú spurði ég hvað væri til ráða. Yfirkennarinn ráðlagði mér að hafa samband við Helgu Sigurjónsdóttur framhaldsskólakennara, hún væri með smábarnakennslu í Kópavogi. Ég vissi hver Helga var, því á tímabili var svo mikið fjölmiðlafár í kringum hana. Helga hafði skýrar skoðanir á kennsluaðferðum almennt og voru skoðanir hennar mjög umdeildar t.d. af fólki í þessum fræðigeira. Helga tók drengnum vel og potaði honum í eitt af vornámskeiðunum. Þessi námskeið náðu yfir, að mig minnir, 5-6 vikur. Mæting var i fjögur skipti í viku, hálfan tíma í senn og skilyrði var að aðstandandi mætti með barninu. Ég tók að mér að mæta með barninu og því kynntist ég kennsluaðferðum Helgu, sem voru mjög hnitmiðaðar og einfaldar. Drengurinn fékk strax áhuga og gleypti allt sem Helga sagði og gerði og að sjálfsögðu voru framförin eftir því. Faðir drengsins sagði mér um sumarið að ef þeir væru út að keyra, bæði sonur sinn hann oft um að stoppa svo hann gæti lesið götuheitin hér og þar. Um haustið er skólinn byrjaði var hann fljótur að ná tökum á lestrinum. Að fenginni reynslu sendi ég síðar fimm ára barnabarn mitt í lestrarnám til Helgu og hann var vel læs er hann byrjaði í skóla. Við vitum að ef okkur tekst á fyrsta ári barnanna í grunnskóla að gefa þeim góðan grunn í lesri og stærðfræði, þá er auðveldara með framhaldið. Það er að segja, slíkt leggur grunn að góðri sjálfsmynd sem er svo mikilvæg. Þá má einnig minnast þess að Helga var búin að þróa stærðfræðikennslu fyrir byrjendur og gefa út nokkur byrjendahefti. Því miður lést Helga fyrir nokkrum árum. Það er von mín að skólar kynni sér hennar kennsluaðferðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Byrjendalæsi er búið að vera mikið í umræðunni að undanförnu. Mig langar að rifja upp sanna sögu um byrjendalæsi. Fyrir nokkrum árum hringdi góður vinur minn í mig og tjáði mér að hann hefði áhyggjur af sjö ára syni sínum. Hann væri bráðum búin með tvö ár í grunnskóla en gæti ekki kveðið að þriggja stafa orði. Í framhaldi af því spurði hann mig hvað væri til ráða. Ég spurði á móti: "Má ég hafa samband við skólastjóra hans". Hann samþykkti það. Ég fékk viðtalstíma hjá yfirkennara og hann kannaðist við drenginn og vissi um vandann. Yfirkennarinn sagði að drengurinn væri ekki lesblindur og væri í hjálparkennslu 4 sinnum í viku og hringdi í kennarann til að sannfæra mig. Nú spurði ég hvað væri til ráða. Yfirkennarinn ráðlagði mér að hafa samband við Helgu Sigurjónsdóttur framhaldsskólakennara, hún væri með smábarnakennslu í Kópavogi. Ég vissi hver Helga var, því á tímabili var svo mikið fjölmiðlafár í kringum hana. Helga hafði skýrar skoðanir á kennsluaðferðum almennt og voru skoðanir hennar mjög umdeildar t.d. af fólki í þessum fræðigeira. Helga tók drengnum vel og potaði honum í eitt af vornámskeiðunum. Þessi námskeið náðu yfir, að mig minnir, 5-6 vikur. Mæting var i fjögur skipti í viku, hálfan tíma í senn og skilyrði var að aðstandandi mætti með barninu. Ég tók að mér að mæta með barninu og því kynntist ég kennsluaðferðum Helgu, sem voru mjög hnitmiðaðar og einfaldar. Drengurinn fékk strax áhuga og gleypti allt sem Helga sagði og gerði og að sjálfsögðu voru framförin eftir því. Faðir drengsins sagði mér um sumarið að ef þeir væru út að keyra, bæði sonur sinn hann oft um að stoppa svo hann gæti lesið götuheitin hér og þar. Um haustið er skólinn byrjaði var hann fljótur að ná tökum á lestrinum. Að fenginni reynslu sendi ég síðar fimm ára barnabarn mitt í lestrarnám til Helgu og hann var vel læs er hann byrjaði í skóla. Við vitum að ef okkur tekst á fyrsta ári barnanna í grunnskóla að gefa þeim góðan grunn í lesri og stærðfræði, þá er auðveldara með framhaldið. Það er að segja, slíkt leggur grunn að góðri sjálfsmynd sem er svo mikilvæg. Þá má einnig minnast þess að Helga var búin að þróa stærðfræðikennslu fyrir byrjendur og gefa út nokkur byrjendahefti. Því miður lést Helga fyrir nokkrum árum. Það er von mín að skólar kynni sér hennar kennsluaðferðir.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun