Efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins á Suðurnesjum Sölvi Blöndal og Friðrik Már Baldursson skrifar 16. september 2015 00:00 Ísland hefur sérstöðu hvað varðar nýtingu grænna orkugjafa, en um 87% af frumorku sem notuð er í landinu eru endurnýjanleg. Orkunotkun á hvern íbúa er meiri hér en þekkist annars staðar og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er hærra en hjá öðrum þjóðum. Mikilvægi jarðhita í orkubúskapnum er hvergi meira en hér á landi – 69% af heildinni – og er Ísland á meðal þeirra þjóða sem nýta þessa auðlind mest. En notkun grænnar orku á sér einnig hagræna skírskotun sem snýr að ákjósanlegustu nýtingu auðlinda hverju sinni. Betri nýting endurspeglast í aukinni sérþekkingu, samnýtingu mannauðs og nýtingu afurða sem áður fóru til spillis. Þetta gerist m.a. vegna tækniframfara en reynslan sýnir að samstarf fyrirtækja vegur einnig þungt í þessu tilliti. Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum, sem er þyrping fyrirtækja sem nýta auðlindastrauma frá jarðhitavirkjunum HS Orku, sýnir mikilvægi bestu nýtingar auðlinda og hlutverk breiddar/stærðarhagræðis í atvinnurekstri. Starfsemi Auðlindagarðsins er að mestu leyti á sviði orkuframleiðslu og ferðaþjónustu en þar er einnig að finna fyrirtæki sem vinna sjávarafurðir og fyrirtæki sem stunda nýsköpun í líftækni og endurnýjun orkugjafa. Bróðurpartur framleiðslu Auðlindagarðsins fer, beint eða óbeint, á erlendan markað og því skipta aðstæður til útflutnings miklu fyrir afkomu garðsins.Sterk viðspyrna í umróti eftirhrunsára Árið 2013 námu heildartekjur fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins um 20,6 milljörðum króna á verðlagi ársins 2014, og höfðu þá aukist um tæplega tvo milljarða síðan árið 2008. Umsvif garðsins námu því um 1% af vergri landframleiðslu. Framlag til landsframleiðslu var um helmingur af þessu, eða 0,54%. Til samanburðar nam framlag fiskveiða um 5,5% af landsframleiðslu og álframleiðslu um 2,3% árið 2013. Umsvif Auðlindagarðsins eru því umtalsverð í samanburði við stærri útflutningsgreinar landsins. Frá 2008-2013 hefur árlegur vöxtur virðisauka af starfsemi Auðlindagarðsins verið að meðaltali 4% á föstu verðlagi. Á sama tíma dróst verg landsframleiðsla saman um 0,3% á ári að meðaltali. Vöxtur Auðlindagarðsins var því mun kröftugri en í hagkerfinu í heild á sama tíma.Suðurnesin ná vopnum sínum Á fyrrnefndu tímabili hafa meðaltekjur á Suðurnesjum verið með þeim lægstu á landinu. Líklegt má telja að starfsemi Auðlindagarðsins frá 2008 hafi haft veruleg jákvæð áhrif á atvinnuástand á Suðurnesjum. Árið 2013 störfuðu um 500 manns innan Auðlindagarðsins og hafði þeim þá fjölgað um tæplega 150 frá árinu 2009, um rúm 40%. Að teknu tilliti til afleiddra starfa má reikna með því að fyrir hvert stöðugildi innan Auðlindagarðsins verði til um það bil eitt afleitt stöðugildi utan hans í tengdri starfsemi. Að viðbættum margföldunaráhrifum má því ætla að Auðlindagarðurinn skapi á bilinu 1.000–1.100 störf með einum eða öðrum hætti, eða um 10% af heildarfjölda starfa á Suðurnesjum. Að gefinni forsendu má ætla að atvinnuleysi hefði að meðaltali verið um tveimur prósentustigum hærra á árunum 2008-2013 ef Auðlindagarðsins hefði ekki notið við. Neðangreind mynd sýnir þróun atvinnuleysis frá 1998.Framtíð Auðlindagarðsins Margt bendir til þess að eðlisbreyting sé að verða á starfsemi Auðlindagarðsins og viðfangsefnum fyrirtækjanna sem þar starfa. Vægi rannsókna og þróunar hefur t.d. aukist verulega. Breytingin felst einnig í aukinni sérhæfingu starfa og eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli, sem hefur leitt til hækkunar launa umfram meðallaun á Suðurnesjum. Flest bendir til þess að sú þróun haldi áfram á næstu árum samhliða vexti þessara fyrirtækja. Af framangreindu má sjá að miklu skiptir að aðstæður til útflutnings verði áfram stöðugar, að raungengi haldist svipað og fyrirtækin haldi samkeppnishæfni sinni. Að því gefnu bendir flest til áframhaldandi vaxtar fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins. Sívaxandi áhersla er nú lögð á sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlinda jarðar. Auðlindagarðurinn er dæmi um það hvernig hægt er, með þekkingu og hugkvæmni að vopni, að nýta náttúruauðlind, sem flestir töldu upprunalega að væri einungis nýtanleg til orkuframleiðslu, til fjölbreyttrar starfsemi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, nærsamfélagi og landinu öllu til hagsbóta. Höfundar eru hagfræðingar og unnu að gerð skýrslu um Auðlindagarðinn á vegum GAMMA. HS Orka og Bláa lónið stóðu straum af kostnaði við gerð skýrslunnar en höfundar voru sjálfráðir um efnistök og greiningaraðferðir innan þess efnisramma sem mótaður var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur sérstöðu hvað varðar nýtingu grænna orkugjafa, en um 87% af frumorku sem notuð er í landinu eru endurnýjanleg. Orkunotkun á hvern íbúa er meiri hér en þekkist annars staðar og hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er hærra en hjá öðrum þjóðum. Mikilvægi jarðhita í orkubúskapnum er hvergi meira en hér á landi – 69% af heildinni – og er Ísland á meðal þeirra þjóða sem nýta þessa auðlind mest. En notkun grænnar orku á sér einnig hagræna skírskotun sem snýr að ákjósanlegustu nýtingu auðlinda hverju sinni. Betri nýting endurspeglast í aukinni sérþekkingu, samnýtingu mannauðs og nýtingu afurða sem áður fóru til spillis. Þetta gerist m.a. vegna tækniframfara en reynslan sýnir að samstarf fyrirtækja vegur einnig þungt í þessu tilliti. Auðlindagarðurinn á Suðurnesjum, sem er þyrping fyrirtækja sem nýta auðlindastrauma frá jarðhitavirkjunum HS Orku, sýnir mikilvægi bestu nýtingar auðlinda og hlutverk breiddar/stærðarhagræðis í atvinnurekstri. Starfsemi Auðlindagarðsins er að mestu leyti á sviði orkuframleiðslu og ferðaþjónustu en þar er einnig að finna fyrirtæki sem vinna sjávarafurðir og fyrirtæki sem stunda nýsköpun í líftækni og endurnýjun orkugjafa. Bróðurpartur framleiðslu Auðlindagarðsins fer, beint eða óbeint, á erlendan markað og því skipta aðstæður til útflutnings miklu fyrir afkomu garðsins.Sterk viðspyrna í umróti eftirhrunsára Árið 2013 námu heildartekjur fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins um 20,6 milljörðum króna á verðlagi ársins 2014, og höfðu þá aukist um tæplega tvo milljarða síðan árið 2008. Umsvif garðsins námu því um 1% af vergri landframleiðslu. Framlag til landsframleiðslu var um helmingur af þessu, eða 0,54%. Til samanburðar nam framlag fiskveiða um 5,5% af landsframleiðslu og álframleiðslu um 2,3% árið 2013. Umsvif Auðlindagarðsins eru því umtalsverð í samanburði við stærri útflutningsgreinar landsins. Frá 2008-2013 hefur árlegur vöxtur virðisauka af starfsemi Auðlindagarðsins verið að meðaltali 4% á föstu verðlagi. Á sama tíma dróst verg landsframleiðsla saman um 0,3% á ári að meðaltali. Vöxtur Auðlindagarðsins var því mun kröftugri en í hagkerfinu í heild á sama tíma.Suðurnesin ná vopnum sínum Á fyrrnefndu tímabili hafa meðaltekjur á Suðurnesjum verið með þeim lægstu á landinu. Líklegt má telja að starfsemi Auðlindagarðsins frá 2008 hafi haft veruleg jákvæð áhrif á atvinnuástand á Suðurnesjum. Árið 2013 störfuðu um 500 manns innan Auðlindagarðsins og hafði þeim þá fjölgað um tæplega 150 frá árinu 2009, um rúm 40%. Að teknu tilliti til afleiddra starfa má reikna með því að fyrir hvert stöðugildi innan Auðlindagarðsins verði til um það bil eitt afleitt stöðugildi utan hans í tengdri starfsemi. Að viðbættum margföldunaráhrifum má því ætla að Auðlindagarðurinn skapi á bilinu 1.000–1.100 störf með einum eða öðrum hætti, eða um 10% af heildarfjölda starfa á Suðurnesjum. Að gefinni forsendu má ætla að atvinnuleysi hefði að meðaltali verið um tveimur prósentustigum hærra á árunum 2008-2013 ef Auðlindagarðsins hefði ekki notið við. Neðangreind mynd sýnir þróun atvinnuleysis frá 1998.Framtíð Auðlindagarðsins Margt bendir til þess að eðlisbreyting sé að verða á starfsemi Auðlindagarðsins og viðfangsefnum fyrirtækjanna sem þar starfa. Vægi rannsókna og þróunar hefur t.d. aukist verulega. Breytingin felst einnig í aukinni sérhæfingu starfa og eftirspurn eftir menntuðu vinnuafli, sem hefur leitt til hækkunar launa umfram meðallaun á Suðurnesjum. Flest bendir til þess að sú þróun haldi áfram á næstu árum samhliða vexti þessara fyrirtækja. Af framangreindu má sjá að miklu skiptir að aðstæður til útflutnings verði áfram stöðugar, að raungengi haldist svipað og fyrirtækin haldi samkeppnishæfni sinni. Að því gefnu bendir flest til áframhaldandi vaxtar fyrirtækjanna innan Auðlindagarðsins. Sívaxandi áhersla er nú lögð á sjálfbæra og hagkvæma nýtingu auðlinda jarðar. Auðlindagarðurinn er dæmi um það hvernig hægt er, með þekkingu og hugkvæmni að vopni, að nýta náttúruauðlind, sem flestir töldu upprunalega að væri einungis nýtanleg til orkuframleiðslu, til fjölbreyttrar starfsemi á hagkvæman og umhverfisvænan hátt, nærsamfélagi og landinu öllu til hagsbóta. Höfundar eru hagfræðingar og unnu að gerð skýrslu um Auðlindagarðinn á vegum GAMMA. HS Orka og Bláa lónið stóðu straum af kostnaði við gerð skýrslunnar en höfundar voru sjálfráðir um efnistök og greiningaraðferðir innan þess efnisramma sem mótaður var.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun