Töflufundur hjá Spilverki þjóðanna Jakob Bjarnar skrifar 16. september 2015 14:25 Einhver dáðasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu ber nú saman bækur sínar og skoðar fyrirhugað tónleikahald og nýtt efni. Visir/Anton Brink Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður með meiru, skaut sakleysislegri athugasemd inn á Facebook-vegg sinn í gærkvöld, spurningu hvort stemmning væri fyrir örlítið meira lífsmarki frá Spilverki þjóðanna? „Að hætti tímans eru undirtektir mældar í svokölluðum lækum og ekki orð um það meir,“ skrifar Valgeir. Viðtökurnar létu ekki á sér standa. Rúmlega þúsund manns hafa gefið til kynna ánægju sína með „læki“ og hvatningarathugasemdirnar hrannast upp. „Já, ég setti spekúlasjón í loftið. Þetta eru varmar viðtökur. Þetta ruddist inn,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Ekki að sökum að spyrja, Spilverk þjóðanna er ein merkasta hljómsveit hinnar íslensku dægurtónlistarsögu, um það verður ekki deilt. En, hvað kom til að endurkoma Spilverksins er í deiglunni? „Staðan er sú að eftir að hafa stigið á stokk með Diddú, á sunnudaginn var, hélt þar ótrúlegustu tónleika sem nokkur íslenskur listamaður hefur haldið. Hún spilaði þrjá landsleiki, fyrst fyrir hlé var fótboltaleikur, svo körfubolta- og handboltaleik eftir hlé, var þar allt í öllu í öllum leikjum. Magnaður konsert, með karlakór og sinfóníuhjómsveit fyrir hlé og svo enduðum við á því að koma saman, hún og gamli rokkurinn. Þá náttúrlega fannst okkur það svo skemmtilegt að það kom upp einhver vinkill að kannski væri gaman að gera eitthvað meira eftir að búið var að brjóta þennan ákveðna ís.“ Valgeir segir að Spilverkið sé ekki 110 metra grindahlaup. „En, hjól eru farin að snúast hægt og örugglega.“Nýtt efni í farvatninuDiddú og Valgeir, hinir tveir eru Sigurður Bjóla og Egill Ólafsson. Hvað segja þeir?„Já, Bjólan hefur verið sá sem helst hefur verið skeptískur á að gera eitthvað en ég heyri ekki betur en hann ljái máls á því nú. En, þá yrði að pródúsera eitthvað nýtt og blanda því fagurlega saman þegar við stígum á stokk og höldum tónleika.“Ekki skorti jákvæð viðbrögð þegar Valgeir spurði hvort stemmning væri fyrir Spilverki, og þá er að gera eitthvað í málum.visir/gvaValgeir segir Spilverkshópurinn standa sér svo nærri, en hann bregður fyrir sig líkingamáli til að hafa vaðið fyrir neðan sig: „Þetta er ekk komið í formlegan farveg en gróðurmoldin er komin í pottinn og svo er spurning hvenær fræinu verður potað ofan í moldina og það hulið.“Allir klárir í bátanaBjólan er heit en hvað þá með söngvarann Egil Ólafsson. Síðast þegar spurðist var hann að koma sér upp seglskútu?„Já, hann er með kútter. Tvímastraðan kútter. Sem er miklu eldri en hann. Mér heyrist á þeim hjónum að þau vilji eyða sínum sumrum þar, þú ert á seglum þannig að útgerðin er ekki dýr, og svo er maturinn allt í kringum þig í sjónum. Þetta er betri díll en að búa í Grafarvoginum.“ Valgeir segir að nú standi fyrir dyrum að taka töflufund. Og athuga með að gera eitthvað í málunum. „Það er með hljómsveitir sem virka vel einhvern tíma, þær gera það von úr viti ef vel er haldið á spilunum. Ef menn vanda sig og fara ekki í of stórar buxur.“ Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður með meiru, skaut sakleysislegri athugasemd inn á Facebook-vegg sinn í gærkvöld, spurningu hvort stemmning væri fyrir örlítið meira lífsmarki frá Spilverki þjóðanna? „Að hætti tímans eru undirtektir mældar í svokölluðum lækum og ekki orð um það meir,“ skrifar Valgeir. Viðtökurnar létu ekki á sér standa. Rúmlega þúsund manns hafa gefið til kynna ánægju sína með „læki“ og hvatningarathugasemdirnar hrannast upp. „Já, ég setti spekúlasjón í loftið. Þetta eru varmar viðtökur. Þetta ruddist inn,“ segir Valgeir í samtali við Vísi. Ekki að sökum að spyrja, Spilverk þjóðanna er ein merkasta hljómsveit hinnar íslensku dægurtónlistarsögu, um það verður ekki deilt. En, hvað kom til að endurkoma Spilverksins er í deiglunni? „Staðan er sú að eftir að hafa stigið á stokk með Diddú, á sunnudaginn var, hélt þar ótrúlegustu tónleika sem nokkur íslenskur listamaður hefur haldið. Hún spilaði þrjá landsleiki, fyrst fyrir hlé var fótboltaleikur, svo körfubolta- og handboltaleik eftir hlé, var þar allt í öllu í öllum leikjum. Magnaður konsert, með karlakór og sinfóníuhjómsveit fyrir hlé og svo enduðum við á því að koma saman, hún og gamli rokkurinn. Þá náttúrlega fannst okkur það svo skemmtilegt að það kom upp einhver vinkill að kannski væri gaman að gera eitthvað meira eftir að búið var að brjóta þennan ákveðna ís.“ Valgeir segir að Spilverkið sé ekki 110 metra grindahlaup. „En, hjól eru farin að snúast hægt og örugglega.“Nýtt efni í farvatninuDiddú og Valgeir, hinir tveir eru Sigurður Bjóla og Egill Ólafsson. Hvað segja þeir?„Já, Bjólan hefur verið sá sem helst hefur verið skeptískur á að gera eitthvað en ég heyri ekki betur en hann ljái máls á því nú. En, þá yrði að pródúsera eitthvað nýtt og blanda því fagurlega saman þegar við stígum á stokk og höldum tónleika.“Ekki skorti jákvæð viðbrögð þegar Valgeir spurði hvort stemmning væri fyrir Spilverki, og þá er að gera eitthvað í málum.visir/gvaValgeir segir Spilverkshópurinn standa sér svo nærri, en hann bregður fyrir sig líkingamáli til að hafa vaðið fyrir neðan sig: „Þetta er ekk komið í formlegan farveg en gróðurmoldin er komin í pottinn og svo er spurning hvenær fræinu verður potað ofan í moldina og það hulið.“Allir klárir í bátanaBjólan er heit en hvað þá með söngvarann Egil Ólafsson. Síðast þegar spurðist var hann að koma sér upp seglskútu?„Já, hann er með kútter. Tvímastraðan kútter. Sem er miklu eldri en hann. Mér heyrist á þeim hjónum að þau vilji eyða sínum sumrum þar, þú ert á seglum þannig að útgerðin er ekki dýr, og svo er maturinn allt í kringum þig í sjónum. Þetta er betri díll en að búa í Grafarvoginum.“ Valgeir segir að nú standi fyrir dyrum að taka töflufund. Og athuga með að gera eitthvað í málunum. „Það er með hljómsveitir sem virka vel einhvern tíma, þær gera það von úr viti ef vel er haldið á spilunum. Ef menn vanda sig og fara ekki í of stórar buxur.“
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira