Orka náttúrunnar og Silicor Materials semja um hærra raforkuverð Sæunn Gísladóttir skrifar 17. september 2015 15:36 Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn í dag. Vísir/OR Fulltrúar Orku náttúrunnar (ON) og Silicor Materials hafa skrifað undir samning um sölu á 40 megavatta raforku til fyrirhugaðrar verksmiðju bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þar sem framleiddur verður kísill til raforkuframleiðslu úr sólarorku. Með samningnum hækkar það verð sem ON fær fyrir orkuna verulega og það er ekki tengt verði á afurðum kaupandans, segir í tilkynningu. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn við athöfn í Elliðaárstöðinni í dag. Þar hófst einmitt raforkuframleiðsla Reykvíkinga, sem ON hefur með höndum í dag. Samningurinn er fyrsti stórnotendasamningur um raforkusölu sem ON gerir eftir að að fyrirtækið tók við virkjanarekstri og raforkusölu OR í ársbyrjun 2014. ON á og rekur jarðgufuvirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði auk vatnsaflsvirkjunar í Andakílsá. Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar sem OR gerði á árunum 1997 og 2000. Með samningi ON við Silicor tryggir fyrirtækið sölu á raforkunni sem bundin var í þeim samningum. ON mun því ekki ráðast í nýja virkjun til að afla orkunnar. Verðið sem ON fær með nýja samningnum hækkar verulega. Það er í bandaríkjadölum og mismunandi eftir áföngum afhendingar. Að jafnaði er heildsöluverðið í samningum farið að nálgast það sem heimili greiða fyrir rafmagn í smásölu í dag. Samningurinn er til 15 ára með möguleika á framlengingu. Afhending orku hefst á árinu 2018. Í samningunum sem eru að renna út er innifalinn í verðinu flutningur raforkunnar, sem er á hendi Landsnets. Í samningi ON og Silicor er flutningur ekki innifalinn og þar með dregur úr áhættu ON af því að þróun flutningskostnaðar verði fyrirtækinu óhagstæð.19 þúsund tonn af sólarkísil á áriSólarkísilframleiðsla þarf mikið rafmagn og er umhverfisvæn. Þannig þurfti fyrirhuguð verksmiðja ekki að gangast undir mat á umhverfisáhrifum að mati Umhverfisstofnunar. Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári til að byrja með. Afurðin er meðal annars notuð til að framleiða búnað til rafmagnsvinnslu úr sólarljósi. Fyrirhuguð fjárfesting fyrirtækisins nemur um 120 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að um 450 manns vinni við verksmiðjuna. Tengdar fréttir Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Fulltrúar Orku náttúrunnar (ON) og Silicor Materials hafa skrifað undir samning um sölu á 40 megavatta raforku til fyrirhugaðrar verksmiðju bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þar sem framleiddur verður kísill til raforkuframleiðslu úr sólarorku. Með samningnum hækkar það verð sem ON fær fyrir orkuna verulega og það er ekki tengt verði á afurðum kaupandans, segir í tilkynningu. Páll Erland, framkvæmdastjóri ON, og Terry Jester, stjórnarformaður Silicor Materials, undirrituðu samninginn við athöfn í Elliðaárstöðinni í dag. Þar hófst einmitt raforkuframleiðsla Reykvíkinga, sem ON hefur með höndum í dag. Samningurinn er fyrsti stórnotendasamningur um raforkusölu sem ON gerir eftir að að fyrirtækið tók við virkjanarekstri og raforkusölu OR í ársbyrjun 2014. ON á og rekur jarðgufuvirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði auk vatnsaflsvirkjunar í Andakílsá. Á næstu misserum renna út samningar um orkusölu til Landsvirkjunar sem OR gerði á árunum 1997 og 2000. Með samningi ON við Silicor tryggir fyrirtækið sölu á raforkunni sem bundin var í þeim samningum. ON mun því ekki ráðast í nýja virkjun til að afla orkunnar. Verðið sem ON fær með nýja samningnum hækkar verulega. Það er í bandaríkjadölum og mismunandi eftir áföngum afhendingar. Að jafnaði er heildsöluverðið í samningum farið að nálgast það sem heimili greiða fyrir rafmagn í smásölu í dag. Samningurinn er til 15 ára með möguleika á framlengingu. Afhending orku hefst á árinu 2018. Í samningunum sem eru að renna út er innifalinn í verðinu flutningur raforkunnar, sem er á hendi Landsnets. Í samningi ON og Silicor er flutningur ekki innifalinn og þar með dregur úr áhættu ON af því að þróun flutningskostnaðar verði fyrirtækinu óhagstæð.19 þúsund tonn af sólarkísil á áriSólarkísilframleiðsla þarf mikið rafmagn og er umhverfisvæn. Þannig þurfti fyrirhuguð verksmiðja ekki að gangast undir mat á umhverfisáhrifum að mati Umhverfisstofnunar. Silicor Materials áformar að framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári til að byrja með. Afurðin er meðal annars notuð til að framleiða búnað til rafmagnsvinnslu úr sólarljósi. Fyrirhuguð fjárfesting fyrirtækisins nemur um 120 milljörðum króna og gert er ráð fyrir að um 450 manns vinni við verksmiðjuna.
Tengdar fréttir Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35 Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30 Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Fyrri hluta fjármögnunar sólarkísilverksmiðju lokið Fjórtán milljarða hlutafjársöfnun hlutafjáröflun Silicor Materials fyrir sólarkísilverksmiðju á Grundatanga er í höfn. 16. september 2015 15:35
Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat "Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. 7. ágúst 2015 13:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent