Stefna ríkinu og Silicor Materials: Vilja sólarkísilverksmiðjuna í umhverfismat Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 13:30 Loftmynd af Grundartanga þar sem væntanlegt athafnasvæði Silicor er afmarkað. Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“ Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Til stendur að höfða dómsmál til ógildingar á úrskurði Skipulagsstofnunar sem var á þá leið að ekki þyrfti að koma til umhverfismat vegna fyrirhugaðrar verksmiðju Silicor Materials í Hvalfirði. Verður í dómsmálinu gerð krafa um ógildingu þessa úrskurðar á þeirri forsendu að hann sé efnislega rangur auk þess sem að á honum séu verulegir formgallar. Stefnendur í málinu eru m.a. Kjósarhreppur, náttúruverndarsamtök, bændur á svæðinu, auk margra íbúa. Meðal þjóðþekktra einstaklinga sem gagnrýnt hafa framkvæmdina og eiga hagsmuna að gæta á svæðinu eru Bubbi Morthens og Skúli Mogensen.Sjá einnig:„Sterkir bakhjarlar Silicor Materials“„Þetta virðist vera algjört tilraunaverkefni,“ segir Guðmundur Davíðsson, oddviti í Kjósarhreppi. „Við teljum að hagsmunir séu það stórir og náttúran hljóti að eiga að fá að njóta vafans.“ Silicor Materials áætlar að framleiða 16.000 tonn af sólarkísil í 92.000 fermetra verksmiðju í Hvalfjarðarsveit. Nokkur styr hefur staðið um verksmiðjuna en Skipulagsstofnun úrskurðaði fyrir rúmu ári síðan að verksmiðjan þyrfti ekki að fara í umhverfismat. Var það mat stofnunarinnar að starfsemi verksmiðjunnar væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif.Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður.Vilja ekki taka við stefnunni Málflutningsstofa Reykjavíkur heldur utan um málið fyrir fyrrnefnda stefnendur í málinu. Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður hjá stofunni, segir áherslu hafa verið lagða á að klára málið á sem skemmstum tíma. Hins vegar vilji enginn taka við stefnunni hér á landi fyrir hönd fyrirtækisins. Advel lögmenn vinna fyrir Silicor Materials Iceland Holding sem er í eigu Silicor Materials. Sigurður Valgeir Guðjónsson, lögmaður hjá Advel, segist ekki hafa umboð til að taka við stefnunni fyrir hönd erlenda fyrirtækisins.Sjá einnig: „Peningar og blinda ráða för“„Ef þeir ætla að stefna einhverju amerísku félagi þurfa þeir að birta forsvarsmönnum fyrirtækisins stefnuna,“ segir Sigurður. Það sé auðvelt með aðstoð stefnuvotta ytra sem hann hafi sjálfur góða reynslu af. Páll Rúnar segir að vilji Sigurður og félagar ekki taka við stefnunni verði þeir vissulega að birta stefnuna fyrir Silicor Materials ytra eftir þarlendum reglum. „Það er ekkert vandamál frá okkur séð en það útilokar flýtimeðferð málsins og tefur það verulega að úrlausn dómstóla fáist.“
Tengdar fréttir Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00 Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30 Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Trúa ekki lengur loforðum um mengunarlausa stóriðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir fátt nýtt í svörum Faxaflóahafna vegna sólarkísilverksmiðju. Ef verksmiðjan mengi eins lítið og lofað sé þá ætti hún að rísa á hafnarbakkanum í Reykjavík þar sem vinnuaflið sé fyrir. 22. maí 2015 07:00
Segja borgarstjóra ekki hlusta og vilja svör um kísiliverksmiðju Umhverfisvaktin við Hvalfjörð segir kísilverksmiðju Silicor tilraun í lífríkinu og vill að stjórn Faxaflóahafna svari hvort það sé forsvaranlegt. Vilja vita hvers vegna borgarstjóri hafi ekki gefið sér tíma til að hlusta á rök þeirra. 11. maí 2015 07:30
Telja að sólarkísilverksmiðja þurfi að fara í umhverfismat Málflutningsstofa Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þurfi ekki að fara í umhverfismat sé efnislega röng. 7. júlí 2015 09:42
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent