Lífið

Skammast konur sín í sundi? Konubörn snúa aftur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegur skets
Skemmtilegur skets vísir
Þær Ebba Katrín Finnsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir, Þórey Birgisdóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir úr leikhópnum Konubörn sem stóð að sýningu í Gaflaraleikhúsinu síðastliðinn vetur hafa sett inn skemmtilegan skets á Facebook-síðu þeirra.

Myndbandið kemur inn undir yfirskriftinni Sundferð og má þar sjá mjög vel heppnað grín um hvernig konur eiga það til að vera í sundi. Margar konur kannast kannski við þetta.

Stelpurnar gáfu út lag í sumar sem ber heitið Reykjavíkurrómans – Óður til ástarinnar.

Sjá einnig:Konubörn syngja um djammið á Íslandi: Skot, SMS og enginn smokkur

Lagið fékk góðar undirtektir og naut mikilla vinsælda. Textinn fjallar um tilhugalíf íslenskra karla og kvenna, og hvernig það einkennist fyrst og fremst af skyndikynnum á djamminu.

Á Facebook síðu Konubarna kemur fram að vegna eftirspurnar stíga þær aftur á svið í haust í Gaflaraleikhúsinu.

Sýningar:

9.október

16.oktbóber

23.október

KONUBÖRN SNÚA AFTUR!Vegna eftirspurnar stígum við aftur á svið í haust í Gaflaraleikhúsinu. Miðasala hafin á...

Posted by Konubörn on 17. september 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.