Enski boltinn

Mark Ings dugði ekki til gegn Norwich | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool og Norwich skildu jöfn, 1-1, í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Þetta er fjórði deildarleikur Liverpool í röð án sigurs en liðið er í 13. sæti deildarinnar með átta stig.

Norwich er með jafnmörg stig í 11. sæti en nýliðarnir hafa skorað fleiri mörk en Liverpool.

Danny Ings kom mark Liverpool yfir á 48. mínútu en hann kom inn á fyrir Christian Benteke í hálfleik.

Liverpool hélt forystunni ekki lengi því á 61. mínútu jafnaði Russell Martin metin eftir klaufaleg mistök Simon Mignolet í marki heimamanna. Þetta var þriðja mark miðvarðarins á tímabilinu.

Fleiri urðu mörkin ekki og liðin sættust á skiptan hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×