Hugmyndasmiður kennir börnum skapandi hugsun Snærós Sindradóttir skrifar 19. september 2015 11:00 Guðlaugur Aðalsteinsson í garðinum sínum. Námskeiðið hefst eftir tíu daga. Fréttablaðið/Pjetur „Eftir því sem maður kemst ofar í skóla fer fókusinn meira á raungreinar eða tungumál, allt þetta praktíska,“ segir Guðlaugur Aðalsteinsson hugmyndasmiður. Hann er að setja á laggirnar námskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 13 ára í skapandi hugsun og hugmyndasmíð, sem ber nafnið Litla hugmyndasmiðjan. „Ég ætla í raun ekki að kenna þeim skapandi hugsun heldur er ég með alls konar tól og tæki til að hjálpa þeim að viðhalda þessu. Þegar maður er í leikskóla er alltaf verið að styðja við þetta.“ Guðlaugur starfar sjálfur sem hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. „Það er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna við. Ég vil endilega sýna fleirum að þetta sé möguleiki.“ Hann segir að sig hafi alltaf langað til að vinna sem hugmyndasmiður en það hafi verið erfiðara að finna nám sem hentaði hugmyndum hans um framtíðarstarf. „Ég fór til Englands og lærði auglýsinga- og markaðsfræði. Þar gat ég valið í hvaða deild ég vildi starfa og valdi creative analysis.“ En er hægt að fá frábærar hugmyndir undir pressu? „Hugmyndavinna fer yfirleitt fram í hóp, með samvinnu. Stundum er erfitt að steypa saman Excel-skjalinu og einhverju sem á að vera meira flæðandi, eins og þegar búið er að bóka hugmyndafund klukkan þrjú á miðvikudegi.“ „Skapandi greinar er alveg sérþáttur sem er svolítið leiðinlegt að horfa fram hjá. Þegar ég var lítill hefði ég verið til í að komast á svona námskeið,“ segir hann. Dóttir Guðlaugs er tæplega tveggja vikna gömul en hugmyndin er að halda námskeiðið, sem er sex vikna langt, í fæðingarorlofinu. „Ég hugsaði að fyrst ég leitaði að einhverju svona námi á sínum tíma þá hlyti einhver annar að vera að spá í því sama.“ Talið berst að hugmyndafrekri vinnu fullorðinna og hve erfitt það getur reynst að mæta hálftómur til vinnu. „Kannski þarf Litla hugmyndasmiðjan að stækka við sig og fá fullorðna til sín,“ segir Guðlaugur. Eins og áður segir er námskeiðið sex vikna langt og hefst mánudaginn 28. september. Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Sjá meira
„Eftir því sem maður kemst ofar í skóla fer fókusinn meira á raungreinar eða tungumál, allt þetta praktíska,“ segir Guðlaugur Aðalsteinsson hugmyndasmiður. Hann er að setja á laggirnar námskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 13 ára í skapandi hugsun og hugmyndasmíð, sem ber nafnið Litla hugmyndasmiðjan. „Ég ætla í raun ekki að kenna þeim skapandi hugsun heldur er ég með alls konar tól og tæki til að hjálpa þeim að viðhalda þessu. Þegar maður er í leikskóla er alltaf verið að styðja við þetta.“ Guðlaugur starfar sjálfur sem hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. „Það er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna við. Ég vil endilega sýna fleirum að þetta sé möguleiki.“ Hann segir að sig hafi alltaf langað til að vinna sem hugmyndasmiður en það hafi verið erfiðara að finna nám sem hentaði hugmyndum hans um framtíðarstarf. „Ég fór til Englands og lærði auglýsinga- og markaðsfræði. Þar gat ég valið í hvaða deild ég vildi starfa og valdi creative analysis.“ En er hægt að fá frábærar hugmyndir undir pressu? „Hugmyndavinna fer yfirleitt fram í hóp, með samvinnu. Stundum er erfitt að steypa saman Excel-skjalinu og einhverju sem á að vera meira flæðandi, eins og þegar búið er að bóka hugmyndafund klukkan þrjú á miðvikudegi.“ „Skapandi greinar er alveg sérþáttur sem er svolítið leiðinlegt að horfa fram hjá. Þegar ég var lítill hefði ég verið til í að komast á svona námskeið,“ segir hann. Dóttir Guðlaugs er tæplega tveggja vikna gömul en hugmyndin er að halda námskeiðið, sem er sex vikna langt, í fæðingarorlofinu. „Ég hugsaði að fyrst ég leitaði að einhverju svona námi á sínum tíma þá hlyti einhver annar að vera að spá í því sama.“ Talið berst að hugmyndafrekri vinnu fullorðinna og hve erfitt það getur reynst að mæta hálftómur til vinnu. „Kannski þarf Litla hugmyndasmiðjan að stækka við sig og fá fullorðna til sín,“ segir Guðlaugur. Eins og áður segir er námskeiðið sex vikna langt og hefst mánudaginn 28. september.
Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Sjá meira