Hugmyndasmiður kennir börnum skapandi hugsun Snærós Sindradóttir skrifar 19. september 2015 11:00 Guðlaugur Aðalsteinsson í garðinum sínum. Námskeiðið hefst eftir tíu daga. Fréttablaðið/Pjetur „Eftir því sem maður kemst ofar í skóla fer fókusinn meira á raungreinar eða tungumál, allt þetta praktíska,“ segir Guðlaugur Aðalsteinsson hugmyndasmiður. Hann er að setja á laggirnar námskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 13 ára í skapandi hugsun og hugmyndasmíð, sem ber nafnið Litla hugmyndasmiðjan. „Ég ætla í raun ekki að kenna þeim skapandi hugsun heldur er ég með alls konar tól og tæki til að hjálpa þeim að viðhalda þessu. Þegar maður er í leikskóla er alltaf verið að styðja við þetta.“ Guðlaugur starfar sjálfur sem hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. „Það er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna við. Ég vil endilega sýna fleirum að þetta sé möguleiki.“ Hann segir að sig hafi alltaf langað til að vinna sem hugmyndasmiður en það hafi verið erfiðara að finna nám sem hentaði hugmyndum hans um framtíðarstarf. „Ég fór til Englands og lærði auglýsinga- og markaðsfræði. Þar gat ég valið í hvaða deild ég vildi starfa og valdi creative analysis.“ En er hægt að fá frábærar hugmyndir undir pressu? „Hugmyndavinna fer yfirleitt fram í hóp, með samvinnu. Stundum er erfitt að steypa saman Excel-skjalinu og einhverju sem á að vera meira flæðandi, eins og þegar búið er að bóka hugmyndafund klukkan þrjú á miðvikudegi.“ „Skapandi greinar er alveg sérþáttur sem er svolítið leiðinlegt að horfa fram hjá. Þegar ég var lítill hefði ég verið til í að komast á svona námskeið,“ segir hann. Dóttir Guðlaugs er tæplega tveggja vikna gömul en hugmyndin er að halda námskeiðið, sem er sex vikna langt, í fæðingarorlofinu. „Ég hugsaði að fyrst ég leitaði að einhverju svona námi á sínum tíma þá hlyti einhver annar að vera að spá í því sama.“ Talið berst að hugmyndafrekri vinnu fullorðinna og hve erfitt það getur reynst að mæta hálftómur til vinnu. „Kannski þarf Litla hugmyndasmiðjan að stækka við sig og fá fullorðna til sín,“ segir Guðlaugur. Eins og áður segir er námskeiðið sex vikna langt og hefst mánudaginn 28. september. Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
„Eftir því sem maður kemst ofar í skóla fer fókusinn meira á raungreinar eða tungumál, allt þetta praktíska,“ segir Guðlaugur Aðalsteinsson hugmyndasmiður. Hann er að setja á laggirnar námskeið fyrir börn á aldrinum 10 til 13 ára í skapandi hugsun og hugmyndasmíð, sem ber nafnið Litla hugmyndasmiðjan. „Ég ætla í raun ekki að kenna þeim skapandi hugsun heldur er ég með alls konar tól og tæki til að hjálpa þeim að viðhalda þessu. Þegar maður er í leikskóla er alltaf verið að styðja við þetta.“ Guðlaugur starfar sjálfur sem hugmyndasmiður hjá auglýsingastofunni Brandenburg. „Það er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna við. Ég vil endilega sýna fleirum að þetta sé möguleiki.“ Hann segir að sig hafi alltaf langað til að vinna sem hugmyndasmiður en það hafi verið erfiðara að finna nám sem hentaði hugmyndum hans um framtíðarstarf. „Ég fór til Englands og lærði auglýsinga- og markaðsfræði. Þar gat ég valið í hvaða deild ég vildi starfa og valdi creative analysis.“ En er hægt að fá frábærar hugmyndir undir pressu? „Hugmyndavinna fer yfirleitt fram í hóp, með samvinnu. Stundum er erfitt að steypa saman Excel-skjalinu og einhverju sem á að vera meira flæðandi, eins og þegar búið er að bóka hugmyndafund klukkan þrjú á miðvikudegi.“ „Skapandi greinar er alveg sérþáttur sem er svolítið leiðinlegt að horfa fram hjá. Þegar ég var lítill hefði ég verið til í að komast á svona námskeið,“ segir hann. Dóttir Guðlaugs er tæplega tveggja vikna gömul en hugmyndin er að halda námskeiðið, sem er sex vikna langt, í fæðingarorlofinu. „Ég hugsaði að fyrst ég leitaði að einhverju svona námi á sínum tíma þá hlyti einhver annar að vera að spá í því sama.“ Talið berst að hugmyndafrekri vinnu fullorðinna og hve erfitt það getur reynst að mæta hálftómur til vinnu. „Kannski þarf Litla hugmyndasmiðjan að stækka við sig og fá fullorðna til sín,“ segir Guðlaugur. Eins og áður segir er námskeiðið sex vikna langt og hefst mánudaginn 28. september.
Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira