Sebastian Vettel á ráspól í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. september 2015 13:45 Sebastian Vettel náði ógnar hröðum hring og ráspól undir flóðljósunum. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Þetta var fyrsti ráspóll Vettel fyrir Ferrari og fyrsti ráspóll Ferrari í þurru síðan 2010. Mercedes og Lewis Hamilton misstu af metum með því að missa af ráspól. Fimm sinnum í síðustu sjö keppnum í Singapúr hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Erfitt er að taka fram úr á brautinni. Breytingar hafa þó verið gerðar til að reyna að auka fram úr akstur. Vettel var fljótastur á Ferrari í fyrstu lotu. Báðir Mercedes ökumenn þurftu að setja ofur mjúku dekkin undir.Ricciardo á mjúkum dekkjum átti góða tímatöku.Vísir/GettyEinungis Ferrari ökumennirnir og Daniel Ricciardo á Red Bull komust upp með að nota bara mjúk dekk í fyrstu lotu. Það gæti komið sér vel í keppninni sem verður væntanlega tveggja stoppa keppni. Hugsanlega verða stoppin þrjú. Ökumenn Sauber og Manor komust ekki áfram. Sama gildir um Pastor Maldonado á Lotus. Önnur lota einkenndist af baráttu Ferrari og Red Bull. Það var ljóst í hvað stefndi í þriðju lotunni.Carlos Sainz missti stjórn á Toro Rosso bílnum þegar önnur lotan var að klárast. Hann datt út ásamt McLaren mönnum og Force India. Vettel leiddi baráttuna eftir fyrstu tilraun í þriðju lotu, Ricciardo var annar og Raikkonen þriðji á undan Daniil Kvyat sem var fjórði. Þeir voru allir á sömu hálfu sekúndunni.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti sem uppfærist eftir því sem líður á. Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30 Permane: Nýja Mercedes vélin 0,3 sekúndna virði Uppfærslan sem Mercedes kom með til Ítalíu er um 0,3 sekúndum hraðari á hring á Monza ef marka má orð Alan Permane, skipulagsstjóra Lotus liðsins. 15. september 2015 23:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari náði ráspól, Daniel Ricciardo á Red Bull varð annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. Þetta var fyrsti ráspóll Vettel fyrir Ferrari og fyrsti ráspóll Ferrari í þurru síðan 2010. Mercedes og Lewis Hamilton misstu af metum með því að missa af ráspól. Fimm sinnum í síðustu sjö keppnum í Singapúr hefur ökumaðurinn á ráspól unnið keppnina. Erfitt er að taka fram úr á brautinni. Breytingar hafa þó verið gerðar til að reyna að auka fram úr akstur. Vettel var fljótastur á Ferrari í fyrstu lotu. Báðir Mercedes ökumenn þurftu að setja ofur mjúku dekkin undir.Ricciardo á mjúkum dekkjum átti góða tímatöku.Vísir/GettyEinungis Ferrari ökumennirnir og Daniel Ricciardo á Red Bull komust upp með að nota bara mjúk dekk í fyrstu lotu. Það gæti komið sér vel í keppninni sem verður væntanlega tveggja stoppa keppni. Hugsanlega verða stoppin þrjú. Ökumenn Sauber og Manor komust ekki áfram. Sama gildir um Pastor Maldonado á Lotus. Önnur lota einkenndist af baráttu Ferrari og Red Bull. Það var ljóst í hvað stefndi í þriðju lotunni.Carlos Sainz missti stjórn á Toro Rosso bílnum þegar önnur lotan var að klárast. Hann datt út ásamt McLaren mönnum og Force India. Vettel leiddi baráttuna eftir fyrstu tilraun í þriðju lotu, Ricciardo var annar og Raikkonen þriðji á undan Daniil Kvyat sem var fjórði. Þeir voru allir á sömu hálfu sekúndunni.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti sem uppfærist eftir því sem líður á.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45 Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45 Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30 Permane: Nýja Mercedes vélin 0,3 sekúndna virði Uppfærslan sem Mercedes kom með til Ítalíu er um 0,3 sekúndum hraðari á hring á Monza ef marka má orð Alan Permane, skipulagsstjóra Lotus liðsins. 15. september 2015 23:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Rosberg og Kvyat fljótastir í Singapúr í dag Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat á Red Bull var fljótastur á seinni æfingunni. 18. september 2015 16:45
Rossi tekur sæti Merhi hjá Manor Alexander Rossi mun keyra fyrir Manor liðið í næstu fimm keppnum. Fyrsta keppnin verður í Singapúr um komandi helgi. 16. september 2015 21:45
Rosberg notar síðustu vélina í Singapúr Nico Rosberg, ökumaður Mercedes liðsins mun byrja að nota fjórðu vélina á tímabilinu í Singapúr um helgina. Það er síðasta nýja vélin sem hann má nota án þess að hljóta refsingu fyrir. 17. september 2015 22:30
Permane: Nýja Mercedes vélin 0,3 sekúndna virði Uppfærslan sem Mercedes kom með til Ítalíu er um 0,3 sekúndum hraðari á hring á Monza ef marka má orð Alan Permane, skipulagsstjóra Lotus liðsins. 15. september 2015 23:30