Aldraðir eiga mikinn rétt samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar Björgvin Guðmundsson skrifar 2. september 2015 09:30 Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun