Audi, BMW og Benz úr 10% í 17% í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2015 17:34 BMW 335ix. Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz. Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent
Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz.
Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent