Skoðun

Hreyfing til heilsu

Unnur Pétursdóttir skrifar
Á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, 8 september ár hvert, varpar heimssamband sjúkraþjálfara skilaboðum til heilbrigðisyfirvalda og almennings sem sem varðar líf okkar og heilsu. Nú í ár eru skilboðin: „Nýtum tækifærin“ og miða að því að efla sérhvern einstakling til alls þess sem hann mögulega getur áorkað.Sjúkraþjálfarar eru í  lykilhlutverki þegar kemur að því að sinna forvörnum gegn heilsubresti og stoðkerfisvanda auk þess að aðstoða fólk við að ná upp hámarks hreyfigetu og virkni eftir slys, sjúkdóma og önnur áföll. Sjúkraþjálfarar efla fólk sem glímir við langvarandi sjúkleika eða fatlanir til þátttöku í þjóðfélaginu og bjóða upp á hágæða endurhæfingu með það að markmiði að ná besta mögulegum árangri og virkni einstaklinga í daglegu lífi.Sjúkraþjálfarar vinna með fólki til sjálfshjálpar og sjálfstæðis. Því er að það viðeigandi að vekja athygli á þeim mikilvæga þætti sem sjúkraþjálfarar eiga í endurhæfingu fólks og þeim mikla mannauði sem býr í stétt sjúkraþjálfara. Sjúkraþjálfarar hvetja fólk til að huga að hreyfingu og heilsu alla ævi og eru til staðar fyrir almenning á eigin stofum, endurhæfingarstofnunum, öldrunarstofnunum og sjúkrahúsum um allt land.

Tengd skjöl
Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.