Alí Baba og reykvískar okurbúllur Auður Jóhannesdóttir skrifar 9. september 2015 05:00 Í 1001 nótt má lesa um Alí Baba, fátækan skógarhöggsmann sem rambaði fram á helli sem þjófagengi hafði fyllt stolnum gullum. Alí var svo lánsamur að hlera leyniorðin sem opnuðu hellinn og þar með snarbatnaði efnahagur hans. Ekki tókst honum að halda uppgötvuninni leyndri og upphófst mikið blóðbað en með aðstoð ambáttar einnar sat Alí Baba að lokum einn eftir með fjársjóðinn. Rétt fyrir síðustu aldamót stofnaði kínverski frumkvöðullinn Jack Ma vefsíðuna Alibaba.com með það að markmiði að tengja saman kínverska framleiðendur og kaupmenn utan lands, þar með lagði Jack grunninn að miklu viðskiptaveldi sem hefur vaxið hratt síðustu árin. Annað afkvæmi Jacks, Aliexpress.com, sem tengir kínverska kaupmenn og vestræna neytendur er flestum Íslendingum kunnugt og mætti segja að fríverslunarsamningurinn við Kína jafngilti töfraorðunum „Sesam, opnist þú“ þegar kemur að aðgengi að þeim fjársjóðum sem á síðunni finnast. En ekki er allt gull sem glóir og á meðal þess sem selt er hjá hinum kínverska Ali er mikið af eftirlíkingum og vörufölsunum. Sjálf hef ég nýlega látið fjarlægja eftirlíkingar úr smiðju Alis af vörum, sem mitt fyrirtæki dreifir hér á landi, úr sölu í tveimur íslenskum netverslunum og ég geri ráð fyrir að slíkum tilfellum eigi eftir að fjölga. Nýlega rakst ég á færslu á Facebook frá verslun einni sem vildi vekja athygli á því að hjá þeim væri vara, sem væri einnig til sölu í „fínni búð“ í Reykjavík, miklu ódýrari. Í færslunni var klykkt út með orðunum: „Sama vara, sömu umbúðir nema hvað við erum ekki í því að fara illa með fólk sem langar að eiga fallega hluti.“ Þegar ég gerði athugasemd og tók fram að fínubúðarverðið á þessari þekktu skandínavísku hönnun væri ekki óeðlilegt í samanburði við verð í erlendum vefverslunum var mér svarað fullum hálsi af færsluhöfundi sem virtist meðvitaður um að hann væri að selja eftirlíkingu en fannst það bara allt í lagi, enda virtist viðkomandi ekki gera sér grein fyrir því að það væri hann sem færi illa með fólk sem hannar og býr til vörur. Færslan var að lokum fjarlægð af Facebook og varan tekin úr sölu, en áður en það gerðist höfðu rúmlega 200 manns smellt á „like“ og margir hrósað hinum framtakssama kaupmanni fyrir viðskiptahættina. Þurfum við ekki aðeins að taka til í viðhorfi okkar til hugverkaréttar? Fæstir myndu kaupa ljósrit af nýjustu bók Yrsu. Það er heldur ekki í lagi að stela hugverkum með því að kaupa eða selja eftirlíkingar og falsaðar vörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í 1001 nótt má lesa um Alí Baba, fátækan skógarhöggsmann sem rambaði fram á helli sem þjófagengi hafði fyllt stolnum gullum. Alí var svo lánsamur að hlera leyniorðin sem opnuðu hellinn og þar með snarbatnaði efnahagur hans. Ekki tókst honum að halda uppgötvuninni leyndri og upphófst mikið blóðbað en með aðstoð ambáttar einnar sat Alí Baba að lokum einn eftir með fjársjóðinn. Rétt fyrir síðustu aldamót stofnaði kínverski frumkvöðullinn Jack Ma vefsíðuna Alibaba.com með það að markmiði að tengja saman kínverska framleiðendur og kaupmenn utan lands, þar með lagði Jack grunninn að miklu viðskiptaveldi sem hefur vaxið hratt síðustu árin. Annað afkvæmi Jacks, Aliexpress.com, sem tengir kínverska kaupmenn og vestræna neytendur er flestum Íslendingum kunnugt og mætti segja að fríverslunarsamningurinn við Kína jafngilti töfraorðunum „Sesam, opnist þú“ þegar kemur að aðgengi að þeim fjársjóðum sem á síðunni finnast. En ekki er allt gull sem glóir og á meðal þess sem selt er hjá hinum kínverska Ali er mikið af eftirlíkingum og vörufölsunum. Sjálf hef ég nýlega látið fjarlægja eftirlíkingar úr smiðju Alis af vörum, sem mitt fyrirtæki dreifir hér á landi, úr sölu í tveimur íslenskum netverslunum og ég geri ráð fyrir að slíkum tilfellum eigi eftir að fjölga. Nýlega rakst ég á færslu á Facebook frá verslun einni sem vildi vekja athygli á því að hjá þeim væri vara, sem væri einnig til sölu í „fínni búð“ í Reykjavík, miklu ódýrari. Í færslunni var klykkt út með orðunum: „Sama vara, sömu umbúðir nema hvað við erum ekki í því að fara illa með fólk sem langar að eiga fallega hluti.“ Þegar ég gerði athugasemd og tók fram að fínubúðarverðið á þessari þekktu skandínavísku hönnun væri ekki óeðlilegt í samanburði við verð í erlendum vefverslunum var mér svarað fullum hálsi af færsluhöfundi sem virtist meðvitaður um að hann væri að selja eftirlíkingu en fannst það bara allt í lagi, enda virtist viðkomandi ekki gera sér grein fyrir því að það væri hann sem færi illa með fólk sem hannar og býr til vörur. Færslan var að lokum fjarlægð af Facebook og varan tekin úr sölu, en áður en það gerðist höfðu rúmlega 200 manns smellt á „like“ og margir hrósað hinum framtakssama kaupmanni fyrir viðskiptahættina. Þurfum við ekki aðeins að taka til í viðhorfi okkar til hugverkaréttar? Fæstir myndu kaupa ljósrit af nýjustu bók Yrsu. Það er heldur ekki í lagi að stela hugverkum með því að kaupa eða selja eftirlíkingar og falsaðar vörur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun