Enn af gengislánum Ólafur Stephensen skrifar 9. september 2015 11:00 Félag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga. Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA voru gengislán upp á um 547 milljarða króna enn í ágreiningi í byrjun þessa árs. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) báru brigður á þessa tölu og segja lán í ágreiningi nær 100 milljörðum. Ekki voru þó lögð fram nein gögn frá bönkunum sem staðfesta þá fullyrðingu. Vandinn við að meta umfangið nákvæmlega liggur einmitt í því að bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu mála.Bankarnir veita ekki upplýsingarVonir um að umræðan yrði til þess að auka upplýsingagjöf um stöðu gengislánanna af hálfu stóru viðskiptabankanna urðu að engu í byrjun sumars, þegar fjármálaráðuneytið birti svar sitt við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu gengislánanna. Bankarnir neituðu allir að gefa þær upplýsingar sem ráðuneytið fór fram á fyrir hönd Alþingis. Stærstur hluti gengislána fyrirtækja er í Landsbankanum og flestir hæstaréttardómar vegna þeirra hafa jafnframt fallið í ágreiningsmálum ríkisbankans og viðskiptavina hans. Það hefur þó ekki dugað til að leysa mál fjölmargra fyrirtækja. Bankinn hefur stuðzt við mjög hæpna túlkun á dómi Hæstaréttar í máli Haga ehf. gegn Arion banka, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hagar hefðu vegna stærðar sinnar og sérþekkingar á fjármálum ekki verið í aðstöðumun gagnvart bankanum eða viðbótarkrafa bankans valdið fyrirtækinu þeirri fjárhagslegu röskun að fullnaðarkvittanareglan svokallaða gilti gagnvart fyrirtækinu. Í henni felst að viðkomandi félag hafi samkvæmt kvittunum staðið skil á vöxtum og afborgunum og verði ekki krafið um frekari vexti, þ.e. almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands sem voru mjög háir, fóru hæst í 21% um tíma.Hæpin túlkun og gengur ekki jafnt yfir allaLandsbankinn virðist hafa ákveðið að miða við skilgreiningu Evrópusambandsins á litlu fyrirtæki, með minna en u.þ.b. 1,5 milljarða króna veltu, þegar ákveðið er hvaða fyrirtæki eigi að njóta fullnaðarkvittanareglunnar. Fyrirtæki sem eru með meiri veltu eru þá samkvæmt túlkun bankans ekki í aðstöðumun gagnvart honum, burtséð frá eðli starfseminnar. Í því felst að mikill fjöldi fyrirtækja á Íslandi, þar með talin smærri fyrirtæki sem hafa enga sérþekkingu á lánamálum, eru ekki talin vera í aðstöðumun gagnvart bankastofnunum. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar orkar augljóslega mjög tvímælis. Ofan á það bætist að henni virðist ekki vera haldið fram jafnt gagnvart öllum viðskiptavinum bankans. Félagi atvinnurekenda hafa þannig borizt ábendingar, studdar gögnum, um að fyrirtæki sem eru vel yfir veltumörkunum hafi fengið að njóta fullnaðarkvittanareglunnar og fengið lán sín endurútreiknuð á grundvelli hennar, um leið og sambærileg fyrirtæki af svipaðri stærð eru sett í flokk með Högum og ekki talinn hafa verið aðstöðumunur á þeim og bankanum þegar gengið var frá gengisláninu.Sér ekki fyrir endann á vandanumMörgum fyrirtækjaeigendum hefur komið spánskt fyrir sjónir að samkvæmt niðurstöðum dómstóla fái sambærileg gengislán fyrirtækja í sambærilegri stöðu, jafnvel keppinauta, mjög ólíka meðferð eftir formsatriðum í lánasamningum. Þegar við það bætist að dómar Hæstaréttar eru enn túlkaðir með hæpnum hætti af lánastofnunum og jafnvel ekki eins gagnvart sambærilegum fyrirtækjum er augljóst að við sjáum ekki fyrir endann á þeim vandræðum sem gengislánin valda enn íslenzku viðskiptalífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda vakti síðastliðið vor athygli á stöðu gengislána fyrirtækja. Sjö árum eftir hrun, að gengnum um 200 héraðsdómum og 70 Hæstaréttardómum um gengislán, er enn ágreiningur um gríðarlegar fjárhæðir á milli bankanna og fyrirtækja sem tóku gengislán fyrir hrun. Þessi staða stendur mörgum fyrirtækjum fyrir þrifum og dregur úr þeim kraftinn til sóknar og fjárfestinga. Samkvæmt úttekt sem unnin var fyrir FA voru gengislán upp á um 547 milljarða króna enn í ágreiningi í byrjun þessa árs. Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) báru brigður á þessa tölu og segja lán í ágreiningi nær 100 milljörðum. Ekki voru þó lögð fram nein gögn frá bönkunum sem staðfesta þá fullyrðingu. Vandinn við að meta umfangið nákvæmlega liggur einmitt í því að bankarnir og Fjármálaeftirlitið hafa ekki viljað gefa upplýsingar um stöðu mála.Bankarnir veita ekki upplýsingarVonir um að umræðan yrði til þess að auka upplýsingagjöf um stöðu gengislánanna af hálfu stóru viðskiptabankanna urðu að engu í byrjun sumars, þegar fjármálaráðuneytið birti svar sitt við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns um stöðu gengislánanna. Bankarnir neituðu allir að gefa þær upplýsingar sem ráðuneytið fór fram á fyrir hönd Alþingis. Stærstur hluti gengislána fyrirtækja er í Landsbankanum og flestir hæstaréttardómar vegna þeirra hafa jafnframt fallið í ágreiningsmálum ríkisbankans og viðskiptavina hans. Það hefur þó ekki dugað til að leysa mál fjölmargra fyrirtækja. Bankinn hefur stuðzt við mjög hæpna túlkun á dómi Hæstaréttar í máli Haga ehf. gegn Arion banka, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Hagar hefðu vegna stærðar sinnar og sérþekkingar á fjármálum ekki verið í aðstöðumun gagnvart bankanum eða viðbótarkrafa bankans valdið fyrirtækinu þeirri fjárhagslegu röskun að fullnaðarkvittanareglan svokallaða gilti gagnvart fyrirtækinu. Í henni felst að viðkomandi félag hafi samkvæmt kvittunum staðið skil á vöxtum og afborgunum og verði ekki krafið um frekari vexti, þ.e. almenna óverðtryggða vexti Seðlabanka Íslands sem voru mjög háir, fóru hæst í 21% um tíma.Hæpin túlkun og gengur ekki jafnt yfir allaLandsbankinn virðist hafa ákveðið að miða við skilgreiningu Evrópusambandsins á litlu fyrirtæki, með minna en u.þ.b. 1,5 milljarða króna veltu, þegar ákveðið er hvaða fyrirtæki eigi að njóta fullnaðarkvittanareglunnar. Fyrirtæki sem eru með meiri veltu eru þá samkvæmt túlkun bankans ekki í aðstöðumun gagnvart honum, burtséð frá eðli starfseminnar. Í því felst að mikill fjöldi fyrirtækja á Íslandi, þar með talin smærri fyrirtæki sem hafa enga sérþekkingu á lánamálum, eru ekki talin vera í aðstöðumun gagnvart bankastofnunum. Þessi túlkun á dómi Hæstaréttar orkar augljóslega mjög tvímælis. Ofan á það bætist að henni virðist ekki vera haldið fram jafnt gagnvart öllum viðskiptavinum bankans. Félagi atvinnurekenda hafa þannig borizt ábendingar, studdar gögnum, um að fyrirtæki sem eru vel yfir veltumörkunum hafi fengið að njóta fullnaðarkvittanareglunnar og fengið lán sín endurútreiknuð á grundvelli hennar, um leið og sambærileg fyrirtæki af svipaðri stærð eru sett í flokk með Högum og ekki talinn hafa verið aðstöðumunur á þeim og bankanum þegar gengið var frá gengisláninu.Sér ekki fyrir endann á vandanumMörgum fyrirtækjaeigendum hefur komið spánskt fyrir sjónir að samkvæmt niðurstöðum dómstóla fái sambærileg gengislán fyrirtækja í sambærilegri stöðu, jafnvel keppinauta, mjög ólíka meðferð eftir formsatriðum í lánasamningum. Þegar við það bætist að dómar Hæstaréttar eru enn túlkaðir með hæpnum hætti af lánastofnunum og jafnvel ekki eins gagnvart sambærilegum fyrirtækjum er augljóst að við sjáum ekki fyrir endann á þeim vandræðum sem gengislánin valda enn íslenzku viðskiptalífi.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun