Innblásin af fordómafullu fólki Guðrún Ansnes skrifar 31. ágúst 2015 09:30 Erna Mist segir draumastarfið án nokkurs vafa vera starf rithöfundar, sem hún hefur nú landað þrátt fyrir ungan aldur. Menntskælingurinn Erna Mist stendur í stórræðum um þessar mundir en í október kemur út frumraun hennar í bókaskrifum, teiknimyndabókin Fáfræði. „Ég hef alltaf verið mikill teiknari auk þess að skrifa sögur. Á mínu fyrsta ári í MH byrjaði ég að skrifa myndasögur. Bæði samnemendur og fjölskyldumeðlimir sýndu þeim mikinn áhuga og fljótt var ég farin að fá fyrirspurnir um fleiri sögur eða hvort ég ætlaði að gera bók. Í lok skólaársins safnaði ég myndasögunum saman og hafði samband við Tind Bókaútgáfu. Við skrifuðum svo undir útgáfusamning en þá var ég 16 ára,“ segir Erna yfir sig ánægð þegar hún er innt eftir upphafi ritferilsins. Þykir myndum Ernu svipa til myndasögubóka Hugleiks Dagssonar, einhvers vinsælasta myndasöguskrifara okkar Íslendinga, og spyr blaðamaður hvort hún sæki innblásturinn að einhverju leyti til hans: „Þar sem ég teikna svarthvítar, einfaldar sögur sem oftast fylla í einn ramma skil ég vel af hverju stílnum mínum væri líkt við Hugleik. En burtséð frá því eru persónurnar ekki í sama teiknistíl og ég þori ekki að notast við þann kolsvarta húmor sem Hugleikur hefur eignað sér. En ég er mikill aðdáandi Hugleiks og auðvitað hefur hann veitt mér innblástur.“Fáfræði Ernu fer í hillur í október, og hefur hún þegar hafist handa við að skrifa og teikna aðra bók.Fáfræðin alltumlykjandi Erna segist þó næla sér í innblásturinn alls staðar og hann komi til hennar úr öllum áttum, en ekki endilega sérsniðnum fyrirmyndum, og iðulega komi hugmyndir að persónum með henni upp úr sundlaugum þar sem hún heyrir samtal pottagesta sundlauganna. „Oftar en ekki byggi ég brandarana á fáfræði sem ég verð vitni að í umhverfinu, maður kynnist karakterunum nánast ekki neitt mikið meira en að heyra kannski frá þeim tvær setningar,“ útskýrir hún enn frekar. Það má með sanni segja að af nægu sé að taka í þeim efnum, en bókin telur hundrað og tuttugu sögur. Erna Mist er á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð en gerir ráð fyrir að snara sér yfir á opna braut áður en langt um líður, og horfir til útlanda þegar kemur að framhaldsnámi. „Listir eða skapandi skrif heilla, en eitt veit ég um hilluna mína – hún situr á listavegg,“ segir þessi hæfileikakona spurð hvort hún hafi mögulega fundið sína hillu í lífinu, rétt sautján ára gömul. Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Menntskælingurinn Erna Mist stendur í stórræðum um þessar mundir en í október kemur út frumraun hennar í bókaskrifum, teiknimyndabókin Fáfræði. „Ég hef alltaf verið mikill teiknari auk þess að skrifa sögur. Á mínu fyrsta ári í MH byrjaði ég að skrifa myndasögur. Bæði samnemendur og fjölskyldumeðlimir sýndu þeim mikinn áhuga og fljótt var ég farin að fá fyrirspurnir um fleiri sögur eða hvort ég ætlaði að gera bók. Í lok skólaársins safnaði ég myndasögunum saman og hafði samband við Tind Bókaútgáfu. Við skrifuðum svo undir útgáfusamning en þá var ég 16 ára,“ segir Erna yfir sig ánægð þegar hún er innt eftir upphafi ritferilsins. Þykir myndum Ernu svipa til myndasögubóka Hugleiks Dagssonar, einhvers vinsælasta myndasöguskrifara okkar Íslendinga, og spyr blaðamaður hvort hún sæki innblásturinn að einhverju leyti til hans: „Þar sem ég teikna svarthvítar, einfaldar sögur sem oftast fylla í einn ramma skil ég vel af hverju stílnum mínum væri líkt við Hugleik. En burtséð frá því eru persónurnar ekki í sama teiknistíl og ég þori ekki að notast við þann kolsvarta húmor sem Hugleikur hefur eignað sér. En ég er mikill aðdáandi Hugleiks og auðvitað hefur hann veitt mér innblástur.“Fáfræði Ernu fer í hillur í október, og hefur hún þegar hafist handa við að skrifa og teikna aðra bók.Fáfræðin alltumlykjandi Erna segist þó næla sér í innblásturinn alls staðar og hann komi til hennar úr öllum áttum, en ekki endilega sérsniðnum fyrirmyndum, og iðulega komi hugmyndir að persónum með henni upp úr sundlaugum þar sem hún heyrir samtal pottagesta sundlauganna. „Oftar en ekki byggi ég brandarana á fáfræði sem ég verð vitni að í umhverfinu, maður kynnist karakterunum nánast ekki neitt mikið meira en að heyra kannski frá þeim tvær setningar,“ útskýrir hún enn frekar. Það má með sanni segja að af nægu sé að taka í þeim efnum, en bókin telur hundrað og tuttugu sögur. Erna Mist er á náttúrufræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð en gerir ráð fyrir að snara sér yfir á opna braut áður en langt um líður, og horfir til útlanda þegar kemur að framhaldsnámi. „Listir eða skapandi skrif heilla, en eitt veit ég um hilluna mína – hún situr á listavegg,“ segir þessi hæfileikakona spurð hvort hún hafi mögulega fundið sína hillu í lífinu, rétt sautján ára gömul.
Mest lesið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið