Fyrrum yfirmenn Porsche ákærðir vegna markaðsmisnotkunar Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 09:25 Wendelin Wiedeking fyrrum forstjóri Porsche á yfir höfði sér 5 ára fangelsisdóm. Fyrir sex árum síðan höfðu nokkrir af yfirmönnum bílaframleiðandans Porsche áform um yfirtöku á 75% hlutafjár í Volkswagen og í því augnamiði gáfu þeir þá frá sér villandi upplýsingar til fjárfesta. Þessar villandi upplýsingar komu sér illa við marga og í kjölfarið rigndi inn kærum til handa þessum yfirmönnum Porsche, en ekkert varð af yfirtöku Porsche á Volkswagen, heldur þveröfugt. Meðal hinna kærðu er Wendelin Wiedeking, fyrrum forstjóri Porsche og Holger Haerter fyrrum fjármálastjóri Porsche. Ef þeir verða kærðir fyrir markaðsmisnotkun eiga þeir yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Í fyrstu voru einnig tveir meðlimir Porsche-fjölskyldunnar ákærðir í þessu máli, þ.e. þeir Ferdinandi Piech og Wolfgang Porsche. Kærur á hendur þeim hafa nú verið felldar niður. Dómur í þessu máli fyrrum forstjóra og fjármálastjóra Porsche verður kveðinn upp 22. október. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fyrir sex árum síðan höfðu nokkrir af yfirmönnum bílaframleiðandans Porsche áform um yfirtöku á 75% hlutafjár í Volkswagen og í því augnamiði gáfu þeir þá frá sér villandi upplýsingar til fjárfesta. Þessar villandi upplýsingar komu sér illa við marga og í kjölfarið rigndi inn kærum til handa þessum yfirmönnum Porsche, en ekkert varð af yfirtöku Porsche á Volkswagen, heldur þveröfugt. Meðal hinna kærðu er Wendelin Wiedeking, fyrrum forstjóri Porsche og Holger Haerter fyrrum fjármálastjóri Porsche. Ef þeir verða kærðir fyrir markaðsmisnotkun eiga þeir yfir höfði sér 5 ára fangelsi. Í fyrstu voru einnig tveir meðlimir Porsche-fjölskyldunnar ákærðir í þessu máli, þ.e. þeir Ferdinandi Piech og Wolfgang Porsche. Kærur á hendur þeim hafa nú verið felldar niður. Dómur í þessu máli fyrrum forstjóra og fjármálastjóra Porsche verður kveðinn upp 22. október.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira