Viðskipti innlent

Formaður SVÞ fagnar frumkvæði IKEA

Gunnar Atli Gunnarsson skrifar
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar verðlækkun IKEA og segir von á lækkunum hjá öðrum verslunum ef fram heldur sem horfir. Verslunin þurfi að íhuga þau skilaboð framkvæmdastjóra Ikea að verslunin sýni ekki of mikinn hagnað.

IKEA tilkynnti í gær að fyrirtækið hefur ákveðið að lækka vöruverð á öllum sínum vörum um 2,8 prósent og nefnir fyrir því þrjár ástæður. Þá skoraði framkvæmdastjóri Ikea á aðrar verslanir að fylgja þeirra fordæmi.

Margrét Sanders, formaður SVÞ, segir verslanir þegar hafa lækkað vöruverð og von sé á frekari lækkunum ef fram heldur sem horfir. Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í gær hafi þó verið mikil vonbrigði.

Framkvæmdastjóri Ikea sagði í fréttum okkar í gær að tveggja komma átta prósenta lækkun þýddi að fyrirtækið fengi um 200 milljónum krónum minna í tekjur. Það skipti þó ekki máli enda hefði fyrirtækið verið að hagnast of mikið fyrir lækkunina og nú væri hagnaðurinn passlegur. Þetta er þó ekki íslensk hugmyndafræði, enda alþjóðleg stefna IKEA að standa að málum með þessum hætti.

En hvað segir Margrét um það hugarfar að íslensk fyrirtæki einblíni ekki einungis á að hámarka hagnað sinn, heldur einfaldlega að vera með passlegan hagnað eins og framkvæmdastjóri Ikea orðar það.

„Ég held einmitt að það skipti miklu máli að verslunin hér á Íslandi, eins og í Danmörku, Bandaríkjunum eða hvar sem er, hugsi um þetta. Samtök atvinnulífsins, efnahagssviðið þar, hefur verið að sýna fram á að almennt yfir, ef horft er á heildarneysluvísitöluna, þá hefur álagning almennt í verslunum verið að lækka.“


Tengdar fréttir

Svigrúm ætti að vera til lækkana

Hagfræðingur ASÍ fagnar áskorun framkvæmdastjóra IKEA til verslunar í landinu um að lækka hjá sér vöruverð. Ytri skilyrði verslunarinnar séu með allra besta móti. Aðrir segja brugðist við aðstæðum frá degi til dags.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×