Ekki gert ráð fyrir Helguvík Invar Haraldsson skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Tekjur Reykjaneshafnar hafa ekki staðið undir kostnaði þar sem illa hefur tekist að fá fyrirtæki til að hefja starfsemi á svæðinu. vísir/gva Ekki er gert ráð fyrir að höfnin í Helguvík verði á samgönguáætlun áranna 2015 til 2018 sem lögð verður fyrir Alþingi á ný í haust. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innaríkisráðherra. Þórdís segir að Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hafi fundað með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í vor vegna málsins. Í fyrsta áfanga hafi Reykjnesbær viljað fá tæplega 300 milljónir króna úr hafnaráætlunarhluta samgönguáætlunar til að lengja hafnarkant Helguvíkurhafnar. Ráðherra hafi sýnt málinu skilning en krafan komið fram eftir að búið var að móta áætlunina. „Það er ekki reiknað með þessari upphæð þar þannig að það verður að beina þessu til þingsins og fjárlaganefndar,“ segir Þórdís. Reykjaneshöfn hefur alls farið fram á 2,3 milljarða ríkisstyrk fyrir hafnarframkvæmdum eiga að kosta 4,3 milljarða króna. Eigið fé Reykjaneshafnar er neikvætt um 4,5 milljarða króna og uppsafnað tap fyrirtækisins frá árinu 2006 nemur 3,8 milljörðum króna. Markmið framkvæmdanna er að betur verið hægt að þjónusta þann iðnað sem vonast er eftir að taki til starfa á svæðinu. Heimild er fyrir 60 prósent ríkisstyrk í hafnarframkvæmdum samkvæmt hafnarlögum. Þar er gert ráð fyrir að höfnin hafi skilað rekstarafgangi með tilliti til vaxta og jákvæðum rekstrarafgangi að teknu tilliti til vaxta eða hafi nýtt kosti sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti og framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna. Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir að höfnin í Helguvík verði á samgönguáætlun áranna 2015 til 2018 sem lögð verður fyrir Alþingi á ný í haust. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innaríkisráðherra. Þórdís segir að Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hafi fundað með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra í vor vegna málsins. Í fyrsta áfanga hafi Reykjnesbær viljað fá tæplega 300 milljónir króna úr hafnaráætlunarhluta samgönguáætlunar til að lengja hafnarkant Helguvíkurhafnar. Ráðherra hafi sýnt málinu skilning en krafan komið fram eftir að búið var að móta áætlunina. „Það er ekki reiknað með þessari upphæð þar þannig að það verður að beina þessu til þingsins og fjárlaganefndar,“ segir Þórdís. Reykjaneshöfn hefur alls farið fram á 2,3 milljarða ríkisstyrk fyrir hafnarframkvæmdum eiga að kosta 4,3 milljarða króna. Eigið fé Reykjaneshafnar er neikvætt um 4,5 milljarða króna og uppsafnað tap fyrirtækisins frá árinu 2006 nemur 3,8 milljörðum króna. Markmið framkvæmdanna er að betur verið hægt að þjónusta þann iðnað sem vonast er eftir að taki til starfa á svæðinu. Heimild er fyrir 60 prósent ríkisstyrk í hafnarframkvæmdum samkvæmt hafnarlögum. Þar er gert ráð fyrir að höfnin hafi skilað rekstarafgangi með tilliti til vaxta og jákvæðum rekstrarafgangi að teknu tilliti til vaxta eða hafi nýtt kosti sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti og framlag ríkissjóðs raski ekki ótilhlýðilega samkeppni milli hafna.
Alþingi Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Sjá meira