Innlent

Týr sinnir verkefnum við strendur Spánar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Varðskipið Týr hefur bjargað þúsundum flóttamanna, þar af fjölda barna, í verkefnum sínum hingað til fyrir Frontex.­
Varðskipið Týr hefur bjargað þúsundum flóttamanna, þar af fjölda barna, í verkefnum sínum hingað til fyrir Frontex.­ Fréttablaðið/Vilhelm
Varðskipið Týr er nú á siglingu til Spánar þar sem skipið mun starfa við leit, björg­un og eft­ir­lit fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins. Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að í fyrstu muni skipið sinna verkefnum milli Spánar, Marokkós og Alsírs en í nóvember muni það halda til Ítalíu og starfa þar undan ströndum Ítalíu og Sikileyjar út árið.

Áhöfnin á Tý hefur að undanförnu haft í nógu að snúast við þjálfun og annan undirbúning fyrir brottför. Einn lögreglumaður er nú í áhöfn en fyrr á þessu ári var í fyrsta skipti lögreglumaður í áhöfn Týs er skipið var við strendur Ítalíu og reyndist það fyrirkomulag vel. Lögreglumenn búa yfir annars konar þekkingu og reynslu sem getur nýst á margan hátt við verkefni sem þessi.

Áhöfnin á Tý hefur bjargað þúsundum flóttamanna, þar af fjölda barna, í verkefnum sínum hingað til fyrir Frontex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×