Bretar kaupa 2.000 Mustang bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 12:46 Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Ford Mustang bílsins er hann einnig framleiddur með stýrið hægra megin og það ætla Bretar sannarlega að nýta sér. Frá því Ford hóf að taka niður pantanir í bílinn í janúar hafa einir 2.000 íbúar í Bretlandi pantað eintak af honum. Ný kynslóð Ford Mustang var kynnt í fyrra, sú sjötta í röðinni, og Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir bílnum, en kannski er það aðallega sveltið á honum gegnum árin með stýrið hægra megin sem skýrir vinsældirnar. Bíllinn kostar frá 29.995 pundum í Bretlandi, eða 6 milljónir króna. Sú gerð hans er með 2,3 lítra og 317 hestafla EcoBoost vélinni. Um 70% kaupenda hans í Bretlandi hafa þó valið 416 hestafla útfærslu hans með 5,0 lítra V8 vélinni, en hann kostar 33.995 pund. Ríflega helmingur kaupenda, eða 55%, velja bílinn með 6 gíra sjálfskiptingu og 45% kaupenda með 6 gíra beinskiptingu. Enn hefur þó enginn Breti fengið afhentan bíl sinn, en framleiðsla bílsins með stýrið hægra megin er þó hafin í Flatrock verksmiðjunni í Michigan. Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent
Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Ford Mustang bílsins er hann einnig framleiddur með stýrið hægra megin og það ætla Bretar sannarlega að nýta sér. Frá því Ford hóf að taka niður pantanir í bílinn í janúar hafa einir 2.000 íbúar í Bretlandi pantað eintak af honum. Ný kynslóð Ford Mustang var kynnt í fyrra, sú sjötta í röðinni, og Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir bílnum, en kannski er það aðallega sveltið á honum gegnum árin með stýrið hægra megin sem skýrir vinsældirnar. Bíllinn kostar frá 29.995 pundum í Bretlandi, eða 6 milljónir króna. Sú gerð hans er með 2,3 lítra og 317 hestafla EcoBoost vélinni. Um 70% kaupenda hans í Bretlandi hafa þó valið 416 hestafla útfærslu hans með 5,0 lítra V8 vélinni, en hann kostar 33.995 pund. Ríflega helmingur kaupenda, eða 55%, velja bílinn með 6 gíra sjálfskiptingu og 45% kaupenda með 6 gíra beinskiptingu. Enn hefur þó enginn Breti fengið afhentan bíl sinn, en framleiðsla bílsins með stýrið hægra megin er þó hafin í Flatrock verksmiðjunni í Michigan.
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent