Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2015 20:45 Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. Samstöðu heimamanna er þakkað. Tilkynningin í fyrravor þótti reiðarslag fyrir Djúpavog enda var fiskvinnsla Vísis stærsta atvinnufyrirtækið. Skilaboðin til starfsmanna þóttu stuðandi; þið getið bara flutt öll til Grindavíkur. Á Djúpavogi neituðu menn hins vegar að gefast upp. Í fréttum Stöðvar 2 sést línubáturinn Sunnutindur SU, áður Þórkatla GK, koma inn með afla til vinnslu í heimabyggð en fyrirtækið Búlandstindur keypti hann til Djúpavogs í vor til að styðja við fiskvinnsluna. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf., segir að samið hafi verið við Vísi um að fá húsin. Tæki og tól hafi verið keypt til að halda áfram vinnslunni.Frá Djúpavogi við Berufjörð. Í þorpinu búa nú um 330 manns en í sveitarfélaginu öllu um 420 manns.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fimm bátar landa nú reglulega hjá Búlandstindi. Fyrirtækið er í eigu Ósness á Djúpavogi og Fiskeldis Austfjarða en það vinnur einnig eldisfisk. Elís segir að áður hafi starfað yfir 50 manns hjá Vísi og nú séu starfsmenn orðnir um 35 talsins. „Það hefur tekist ótrúlega vel að vinna úr þessu og það sýnir hvað samfélagið er í raun sterkt í grunninn,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps. Hér er byggðakvóti lykilþáttur, að sögn Elíss. „Það vantar svolítið mikið upp á aflaheimildirnar. Það þyrfti að vera minnst helmingi meira, þannig að vel ætti að vera,“ segir Elís. Andrés oddviti bendir á að 50 manns hafi flutt burt á einu bretti. Við svipaðar aðstæður hafi það gerst í mörgum öðrum samfélögum að húsin, sem fólkið flutti úr, hafi selst sem sumarhús.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„En hér gerðist það ekki. Hér hafa húsin selst, ungt fjölskyldufólk, kraftmikið, verið að kaupa þessi hús. Þannig að þetta sýnir fyrst og síðast hvað íbúarnir hafa mikla trú á byggðinni sinni. Þannig að hér er sko engin uppgjöf,“ segir Andrés. Djúpivogur er því ekki deyjandi samfélag: „Nei, nei. Djúpivogur verður hérna áfram, hef ég trú á,“ segir framkvæmdastjóri Búlandstinds. Tengdar fréttir Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00 Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. Samstöðu heimamanna er þakkað. Tilkynningin í fyrravor þótti reiðarslag fyrir Djúpavog enda var fiskvinnsla Vísis stærsta atvinnufyrirtækið. Skilaboðin til starfsmanna þóttu stuðandi; þið getið bara flutt öll til Grindavíkur. Á Djúpavogi neituðu menn hins vegar að gefast upp. Í fréttum Stöðvar 2 sést línubáturinn Sunnutindur SU, áður Þórkatla GK, koma inn með afla til vinnslu í heimabyggð en fyrirtækið Búlandstindur keypti hann til Djúpavogs í vor til að styðja við fiskvinnsluna. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf., segir að samið hafi verið við Vísi um að fá húsin. Tæki og tól hafi verið keypt til að halda áfram vinnslunni.Frá Djúpavogi við Berufjörð. Í þorpinu búa nú um 330 manns en í sveitarfélaginu öllu um 420 manns.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Fimm bátar landa nú reglulega hjá Búlandstindi. Fyrirtækið er í eigu Ósness á Djúpavogi og Fiskeldis Austfjarða en það vinnur einnig eldisfisk. Elís segir að áður hafi starfað yfir 50 manns hjá Vísi og nú séu starfsmenn orðnir um 35 talsins. „Það hefur tekist ótrúlega vel að vinna úr þessu og það sýnir hvað samfélagið er í raun sterkt í grunninn,“ segir Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps. Hér er byggðakvóti lykilþáttur, að sögn Elíss. „Það vantar svolítið mikið upp á aflaheimildirnar. Það þyrfti að vera minnst helmingi meira, þannig að vel ætti að vera,“ segir Elís. Andrés oddviti bendir á að 50 manns hafi flutt burt á einu bretti. Við svipaðar aðstæður hafi það gerst í mörgum öðrum samfélögum að húsin, sem fólkið flutti úr, hafi selst sem sumarhús.Andrés Skúlason, oddviti Djúpavogshrepps.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„En hér gerðist það ekki. Hér hafa húsin selst, ungt fjölskyldufólk, kraftmikið, verið að kaupa þessi hús. Þannig að þetta sýnir fyrst og síðast hvað íbúarnir hafa mikla trú á byggðinni sinni. Þannig að hér er sko engin uppgjöf,“ segir Andrés. Djúpivogur er því ekki deyjandi samfélag: „Nei, nei. Djúpivogur verður hérna áfram, hef ég trú á,“ segir framkvæmdastjóri Búlandstinds.
Tengdar fréttir Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00 Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Vísismálið áminning til stjórnvalda Bæjarráð Ísafjarðarbæjar segir útilokað fyrir eigendur Vísis hf. að loka starfsstöðvum á Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi, án samráðs við þá sem tengist málinu. 14. apríl 2014 07:00
Þeir fara með kvótann á einu bretti burt Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík, segir bæjarfélagið í áfalli eftir að tilkynnt var um lokun fiskvinnslunnar í bænum. 29. mars 2014 09:00
Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01
Lokun á Djúpavogi frestað um eitt ár Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. var gestur Björns Inga í Eyjunni á Stöð 2 í gær. 26. maí 2014 10:16
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun