Opnar kaffihús en drekkur ekki kaffi Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 29. ágúst 2015 10:00 Andri Ólafsson tónlistamaður er með mörg járn í eldinum. Hljómsveit hans, Moses Hightower, verður með tvenna tónleika í næstu viku auk þess sem Secret Swing Society gefur út plötu fyrir jólin. Þá ætlar hann að opna kaffihús eftir áramótin. Mynd/GVA Andri Ólafsson tónlistarmaður hefur í mörgu að snúast. Stífar æfingar Moses Hightower og söfnun á Karolina Fund fyrir plötuútgáfu Secret Swing Society. Þá stefnir hann á að opna kaffihús í Laugardalnum. Við hjónin og litli bróðir minn stefnum að því að opna kaffihús í Laugardalnum. Ef allt gengur að óskum gætum við opnað í febrúar. Okkur og mörgum öðrum finnst sárlega vanta heimilislegt kaffihús á þetta svæði,“ segir tónlistarmaðurinn Andri Ólafsson þegar hann er spurður frétta. Andri syngur og leikur á bassa í hljómsveitinni Moses Hightower og er betur þekktur á tónlistarsenunni en í veitingabransanum. Hefur hann eitthvert vit á kaffi? „Nei, það er nú eiginlega frekar fyndið að hvorugur okkar bræðra drekkur kaffi af neinu viti,“ segir Andri sposkur. „Ég ábyrgist samt að við espressovélina yrðu eingöngu toppmanneskjur, eðalkruðerí á boðstólum og ýmsir góðir drykkir. Við höfum gengið lengi með hugmyndir í þessa átt í maganum, og nú þegar hentugt húsnæði býðst langar okkur að grípa gæsina,“ segir hann og er ekki á honum að heyra að verkefnið vaxi honum mikið í augum. „Við sjáum allavega ekki fram á verkefnaskort, hjónin. Konan mín er grafískur hönnuður á Íslensku auglýsingastofunni og saman eigum við dóttur á öðru ári. Sjálfur hef ég sveigjanlegan vinnutíma og get aðlagað tímann þörfum dótturinnar. En ef kaffihúsareksturinn bætist við verður sjálfsagt allt á haus næstu misserin, og heimilislífið yrði líklega stillt á „survival mode“ í einhvern tíma. En við förum út í þetta algerlega samstiga og kaffihúsið yrði staðsett í götunni okkar, þetta gæti ekki verið þægilegra,“ segir Andri.Tónleikar fram undan og nýjar plötur Tónlistin leikur þó enn sem komið er stærsta hlutverkið í daglegu lífi Andra. Hljómsveit hans, Moses Hightower, æfir stíft þessa dagana fyrir tónleika sem fram undan eru í september, fimmtudaginn 3. september á Húrra og þann 4. á Græna hattinum, og á Karolina Fund hefur hann sett í gang söfnun fyrir plötuútgáfu annarrar hljómsveitar sem hann spilar í, hinni fjölþjóðlegu Secret Swing Society. „Við í Secret Swing Society tókum upp plötu í febrúar með að meirihluta frumsömdu efni og einu lagi á íslensku, Glans, sem Björgvin Halldórsson syngur og er búið að vera í spilun í útvarpi. Fyrr í vikunni ýttum við af stað söfnun á Karolina Fund fyrir útgáfu plötunnar, og hún kemur vonandi út fyrir jólin. Núna um helgina gröfum við félagarnir í Moses Hightower okkur niður í Orgelsmiðjunni að vinna í okkar plötu. Við erum að klára nokkur lög, en það er þó næg vinna eftir enn. Þetta er langhlaup hjá okkur þar sem meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki allir búsettir á landinu, og við verðum fram á næsta ár að klára plötuna. Steini er heima núna í fríi frá Of Monsters and Men túr og við reynum að nýta tímann vel meðan hann er heima. Þeir eru samt að verða alveg brjálaðir á mér því ég er með hugann við kaffihúsið allan daginn,“ segir Andri.Á kafi í tónlist Andri lærði á kontrabassa í fjögur ár úti í Amsterdam og bassinn er hans aðalhljóðfæri. Hann spreytti sig á bakraddasöng með Stuðmönnum á Menningarnótt.Mynd/GVABakrödd hjá Stuðmönnum Andri lærði á klarínett og píanó sem barn og segist alltaf hafa verið á kafi í tónlist. Á menntaskólaárunum færðist meiri alvara í leikinn, hann söng í Hamrahlíðarkórunum, leiddist út í bassaleik gegnum djassspilamennsku kórfélaga sinna og fáum árum síðar varð Moses Hightower til. Bassinn er hans aðalhljóðfæri en hann stundaði tónlistarnám úti í Amsterdam í fjögur ár, þar sem hann lærði á kontrabassa. „Ég vinn við tónlist alla daga og fyrir utan Moses og Secret Swing hef ég verið að spila alls konar lausaleiksgigg með hinum og þessum. Núna síðast tók ég, merkilegt nokk, mitt fyrsta bakraddagigg með Stuðmönnum á tónleikum í Eldborg og aftur á Menningarnótt. Það var skemmtilegt. Ég gef mig ekki sérstaklega út fyrir að vera bakraddasöngvari en það er hægt að plata mig út í ýmislegt,“ segir Andri. Áttu þér uppáhaldstónlistarmann? „Í raun ekki, þetta er ekki svo einfalt mál. Ég hlusta á alls konar tónlist og sumt af því sem ég hlusta á heyrist í tónlistinni sem ég tek þátt í að skapa í dag en annað ekki. Núna hlusta ég helst á dóttur mína syngja. Ég reyni að ala hana upp á trefjaríkri tónlist.“Flúði fjósalyktina Andri er Rangæingur, ólst upp á kúabúi í Austur-Landeyjum ásamt þremur bræðrum og gekk í skóla á Hvolsvelli. Hann yfirgaf þó sveitina snemma og flutti til Reykjavíkur. „Ég flutti í bæinn 14 ára og hef verið þar síðan. Móðir mín er enn þá kúabóndi, núna á Skeiðunum, og ég fer reglulega í sveitina. Það er þó of djúpt í árina tekið að kalla mig sveitamann. Bústörf eiga ekkert sérstaklega vel við mig og það var alveg ástæða fyrir því að ég flutti til Reykjavíkur,“ segir hann og hlær. „Það er frábært að hafa aðgang að sveitinni til að slaka á. En ég er voða feginn að þurfa ekki að vera skítugur upp að öxlum úti í fjósi. En ég mun vissulega vinna áfram með mjólkurafurðir, á kaffihúsinu.“ Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira
Andri Ólafsson tónlistarmaður hefur í mörgu að snúast. Stífar æfingar Moses Hightower og söfnun á Karolina Fund fyrir plötuútgáfu Secret Swing Society. Þá stefnir hann á að opna kaffihús í Laugardalnum. Við hjónin og litli bróðir minn stefnum að því að opna kaffihús í Laugardalnum. Ef allt gengur að óskum gætum við opnað í febrúar. Okkur og mörgum öðrum finnst sárlega vanta heimilislegt kaffihús á þetta svæði,“ segir tónlistarmaðurinn Andri Ólafsson þegar hann er spurður frétta. Andri syngur og leikur á bassa í hljómsveitinni Moses Hightower og er betur þekktur á tónlistarsenunni en í veitingabransanum. Hefur hann eitthvert vit á kaffi? „Nei, það er nú eiginlega frekar fyndið að hvorugur okkar bræðra drekkur kaffi af neinu viti,“ segir Andri sposkur. „Ég ábyrgist samt að við espressovélina yrðu eingöngu toppmanneskjur, eðalkruðerí á boðstólum og ýmsir góðir drykkir. Við höfum gengið lengi með hugmyndir í þessa átt í maganum, og nú þegar hentugt húsnæði býðst langar okkur að grípa gæsina,“ segir hann og er ekki á honum að heyra að verkefnið vaxi honum mikið í augum. „Við sjáum allavega ekki fram á verkefnaskort, hjónin. Konan mín er grafískur hönnuður á Íslensku auglýsingastofunni og saman eigum við dóttur á öðru ári. Sjálfur hef ég sveigjanlegan vinnutíma og get aðlagað tímann þörfum dótturinnar. En ef kaffihúsareksturinn bætist við verður sjálfsagt allt á haus næstu misserin, og heimilislífið yrði líklega stillt á „survival mode“ í einhvern tíma. En við förum út í þetta algerlega samstiga og kaffihúsið yrði staðsett í götunni okkar, þetta gæti ekki verið þægilegra,“ segir Andri.Tónleikar fram undan og nýjar plötur Tónlistin leikur þó enn sem komið er stærsta hlutverkið í daglegu lífi Andra. Hljómsveit hans, Moses Hightower, æfir stíft þessa dagana fyrir tónleika sem fram undan eru í september, fimmtudaginn 3. september á Húrra og þann 4. á Græna hattinum, og á Karolina Fund hefur hann sett í gang söfnun fyrir plötuútgáfu annarrar hljómsveitar sem hann spilar í, hinni fjölþjóðlegu Secret Swing Society. „Við í Secret Swing Society tókum upp plötu í febrúar með að meirihluta frumsömdu efni og einu lagi á íslensku, Glans, sem Björgvin Halldórsson syngur og er búið að vera í spilun í útvarpi. Fyrr í vikunni ýttum við af stað söfnun á Karolina Fund fyrir útgáfu plötunnar, og hún kemur vonandi út fyrir jólin. Núna um helgina gröfum við félagarnir í Moses Hightower okkur niður í Orgelsmiðjunni að vinna í okkar plötu. Við erum að klára nokkur lög, en það er þó næg vinna eftir enn. Þetta er langhlaup hjá okkur þar sem meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki allir búsettir á landinu, og við verðum fram á næsta ár að klára plötuna. Steini er heima núna í fríi frá Of Monsters and Men túr og við reynum að nýta tímann vel meðan hann er heima. Þeir eru samt að verða alveg brjálaðir á mér því ég er með hugann við kaffihúsið allan daginn,“ segir Andri.Á kafi í tónlist Andri lærði á kontrabassa í fjögur ár úti í Amsterdam og bassinn er hans aðalhljóðfæri. Hann spreytti sig á bakraddasöng með Stuðmönnum á Menningarnótt.Mynd/GVABakrödd hjá Stuðmönnum Andri lærði á klarínett og píanó sem barn og segist alltaf hafa verið á kafi í tónlist. Á menntaskólaárunum færðist meiri alvara í leikinn, hann söng í Hamrahlíðarkórunum, leiddist út í bassaleik gegnum djassspilamennsku kórfélaga sinna og fáum árum síðar varð Moses Hightower til. Bassinn er hans aðalhljóðfæri en hann stundaði tónlistarnám úti í Amsterdam í fjögur ár, þar sem hann lærði á kontrabassa. „Ég vinn við tónlist alla daga og fyrir utan Moses og Secret Swing hef ég verið að spila alls konar lausaleiksgigg með hinum og þessum. Núna síðast tók ég, merkilegt nokk, mitt fyrsta bakraddagigg með Stuðmönnum á tónleikum í Eldborg og aftur á Menningarnótt. Það var skemmtilegt. Ég gef mig ekki sérstaklega út fyrir að vera bakraddasöngvari en það er hægt að plata mig út í ýmislegt,“ segir Andri. Áttu þér uppáhaldstónlistarmann? „Í raun ekki, þetta er ekki svo einfalt mál. Ég hlusta á alls konar tónlist og sumt af því sem ég hlusta á heyrist í tónlistinni sem ég tek þátt í að skapa í dag en annað ekki. Núna hlusta ég helst á dóttur mína syngja. Ég reyni að ala hana upp á trefjaríkri tónlist.“Flúði fjósalyktina Andri er Rangæingur, ólst upp á kúabúi í Austur-Landeyjum ásamt þremur bræðrum og gekk í skóla á Hvolsvelli. Hann yfirgaf þó sveitina snemma og flutti til Reykjavíkur. „Ég flutti í bæinn 14 ára og hef verið þar síðan. Móðir mín er enn þá kúabóndi, núna á Skeiðunum, og ég fer reglulega í sveitina. Það er þó of djúpt í árina tekið að kalla mig sveitamann. Bústörf eiga ekkert sérstaklega vel við mig og það var alveg ástæða fyrir því að ég flutti til Reykjavíkur,“ segir hann og hlær. „Það er frábært að hafa aðgang að sveitinni til að slaka á. En ég er voða feginn að þurfa ekki að vera skítugur upp að öxlum úti í fjósi. En ég mun vissulega vinna áfram með mjólkurafurðir, á kaffihúsinu.“
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Sjá meira