Grunaður fjársvikari án tengsla við land og þjóð úrskurðaður í gæsluvarðhald Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 17:01 Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins. Vísir/Valli Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um fjársvik og tilraunir til slíks brots. Var maðurinn stöðvaður við komu hingað til land 28. júlí síðastliðinn. Í viðræðum tollvarða við manninn kom fram að hann hefði bókað og greitt fyrir farmiða sinn með greiðslukorti sínu á netinu. Við skoðun á bókum mannsins kom í ljós að farmiðinn hafði verið greiddur með greiðslukorti annars aðila, samtals að fjárhæð rúmra ellefu hundruð evra, eða að jafnvirði 163 þúsund íslenskra króna miðað við viðmiðunargengi þann dag. Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum sem var lögð fyrir í málinu fannst mikið magn af munum á manninum sem lögreglan telur að séu honum óviðkomandi, það er greiðslukort, sem tilheyra honum ekki, óútfyllt brottafaraspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið vegna gruns og fjársvik. Er lögreglustjóri sagður ætla að gefa út ákæru á hendur mannsins hið allra fyrsta. Við rannsókn málsins hafi komið í ljós að bókun hafi verið gerð á nafni kærða hinn 26. júlí á netinu og samkvæmt upplýsingum frá flugfélagi hafði maðurinn ekki greitt fyrir farmiðann á lögmætan hátt. Jafnframt bárust lögreglu upplýsingar frá flugfélagi um að maðurinn hefði gert ítrekaðar tilraunir til að bóka flug hingað til lands í september og október í fyrra með illa fengnum greiðslukortaupplýsingum. Þá er lögreglan jafnframt með til rannsóknar ætlaðar tilraunir mannsins til fjársvika í öðru máli frá því í september í fyrra. Er talið að andlag brota mannsins nemi tæpum 590 þúsund krónum. Lögreglan segir manninn hafa neitað að hafa haft vitneskju um að greitt hefði verið fyrir farmiða hans á ólögmætan hátt og hafi að mati lögreglu gefið fjarstæðukenndar skýringar á atriðum er lúti að því broti sem hann er sé sakaður um. Lögreglan leitaði eftir upplýsingum um brotaferil kærða víða um heim í gegnum alþjóðastofnanir og hafi þegar fengið upplýsingar um að maðurinn hafi komið við sögu í auðgunarbrotum sem þessum. Jafnframt liggi fyrir að hann var dæmdur hér á landi fyrir áþekkt brot á árinu 2007. Lögreglustjórinn fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna og nefndi einnig að maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, virðist ekki hafa nokkur tengsl við land og þjóð, en hann eigi hvorki fjölskyldu né vini hér á landi né stundi hér atvinnu. Af þessum sökum taldi lögregla hættu á að maðurinn muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér undan með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness og verður maðurinn í gæsluvarðhaldi til 26. ágúst næstkomandi, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 28. júlí. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um fjársvik og tilraunir til slíks brots. Var maðurinn stöðvaður við komu hingað til land 28. júlí síðastliðinn. Í viðræðum tollvarða við manninn kom fram að hann hefði bókað og greitt fyrir farmiða sinn með greiðslukorti sínu á netinu. Við skoðun á bókum mannsins kom í ljós að farmiðinn hafði verið greiddur með greiðslukorti annars aðila, samtals að fjárhæð rúmra ellefu hundruð evra, eða að jafnvirði 163 þúsund íslenskra króna miðað við viðmiðunargengi þann dag. Samkvæmt greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum sem var lögð fyrir í málinu fannst mikið magn af munum á manninum sem lögreglan telur að séu honum óviðkomandi, það er greiðslukort, sem tilheyra honum ekki, óútfyllt brottafaraspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðir áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið vegna gruns og fjársvik. Er lögreglustjóri sagður ætla að gefa út ákæru á hendur mannsins hið allra fyrsta. Við rannsókn málsins hafi komið í ljós að bókun hafi verið gerð á nafni kærða hinn 26. júlí á netinu og samkvæmt upplýsingum frá flugfélagi hafði maðurinn ekki greitt fyrir farmiðann á lögmætan hátt. Jafnframt bárust lögreglu upplýsingar frá flugfélagi um að maðurinn hefði gert ítrekaðar tilraunir til að bóka flug hingað til lands í september og október í fyrra með illa fengnum greiðslukortaupplýsingum. Þá er lögreglan jafnframt með til rannsóknar ætlaðar tilraunir mannsins til fjársvika í öðru máli frá því í september í fyrra. Er talið að andlag brota mannsins nemi tæpum 590 þúsund krónum. Lögreglan segir manninn hafa neitað að hafa haft vitneskju um að greitt hefði verið fyrir farmiða hans á ólögmætan hátt og hafi að mati lögreglu gefið fjarstæðukenndar skýringar á atriðum er lúti að því broti sem hann er sé sakaður um. Lögreglan leitaði eftir upplýsingum um brotaferil kærða víða um heim í gegnum alþjóðastofnanir og hafi þegar fengið upplýsingar um að maðurinn hafi komið við sögu í auðgunarbrotum sem þessum. Jafnframt liggi fyrir að hann var dæmdur hér á landi fyrir áþekkt brot á árinu 2007. Lögreglustjórinn fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna og nefndi einnig að maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, virðist ekki hafa nokkur tengsl við land og þjóð, en hann eigi hvorki fjölskyldu né vini hér á landi né stundi hér atvinnu. Af þessum sökum taldi lögregla hættu á að maðurinn muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér undan með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar gangi hann laus meðan mál hans er til meðferðar fyrir héraðsdómi. Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness og verður maðurinn í gæsluvarðhaldi til 26. ágúst næstkomandi, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 28. júlí.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira