Ólíklegt að geislafræðingar dragi uppsagnir til baka Viktoría Hermannsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 18:56 Formaður félags geislafræðinga telur ólíklegt að félagsmenn eigi eftir að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir niðurstöðu gerðardóms. Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka fékk það ekki þar sem búið var að ráða í stöðu hans.Formaðurinn segir þetta óskiljanlegt þar sem það vanti geislafræðinga og verið sé að manna stöður með nemum sem sé í raun ólöglegt. 25 geislafræðingar sögðu upp í kjaradeilunni og taka uppsagnirnar gildi 1. september næstkomandi en þrettán aðrir höfðu sagt upp á síðustu tveimur árum. Formaður félags geislafræðinga segir mikla óánægju ríkja meðal félagsmanna vegna lélegra vinnuskilyrða og mikils álags. Hún telur afar ólíklegt að þeir geislafræðingar sem sagt hafi upp störfum muni draga uppsagnirnar til baka og það muni skapast afar slæmt ástand á spítalanum í byrjun næsta mánaðar. „Ég yrði hissa á því að það er svo margt annað sem er málið þarna. Það er ástanda þarna inni sem mönnum hefur ekki lánast að laga og þá er ég að tala um myndgreindingu á landspítalanum. Síðan samkomulagið sem var gert 2013, það hefur ekki verið staðið við það að fullu. Fólk er mjög óánægt og álagið gríðarlegt,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka fékk þau svör að búið væri að ráða í hennar stöðu og hefur ekki verið ráðin inn þrátt fyrir að hafa sótt tvisvar um. „Það var bara sagt að það væri ekki hægt að verða við ósk minni um að draga hana til baka,“ segir Berglind Haðardóttir, geislafræðingur.Fékkstu einhverjar útskýringar á því? „Bara að það væri búið að ráða í starfið mitt en ég sá það aldrei auglýst, starfið sem ég var í.“ Berglind er með níu ára reynslu og segir að aldrei hafi verið kvartað undan störfum hennar. Miðað við það ástand sem ríki í starfsmannamálum sem komi líklega til með að versna dragi þeir geislafræðingar sem hafa sagt upp störfum ekki uppsagnir sínar til baka, þá segist hún eiga erfitt með að skilja hvers vegna hún sé ekki ráðin inn.Nú virðist vanta í stöður geislafræðinga á Landspítalanum, fékkstu útskýringar á því af hverju þú hefur ekki fengið starf? Nei enga, það er bara svona. Maður hélt að það vantaði 20 eins og framkvæmdastjórinn var búinn að segja. Ég hélt ég væri örugg að koma aftur en svo er ekki.“ Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga telur ólíklegt að félagsmenn eigi eftir að draga uppsagnir sínar til baka þrátt fyrir niðurstöðu gerðardóms. Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka fékk það ekki þar sem búið var að ráða í stöðu hans.Formaðurinn segir þetta óskiljanlegt þar sem það vanti geislafræðinga og verið sé að manna stöður með nemum sem sé í raun ólöglegt. 25 geislafræðingar sögðu upp í kjaradeilunni og taka uppsagnirnar gildi 1. september næstkomandi en þrettán aðrir höfðu sagt upp á síðustu tveimur árum. Formaður félags geislafræðinga segir mikla óánægju ríkja meðal félagsmanna vegna lélegra vinnuskilyrða og mikils álags. Hún telur afar ólíklegt að þeir geislafræðingar sem sagt hafi upp störfum muni draga uppsagnirnar til baka og það muni skapast afar slæmt ástand á spítalanum í byrjun næsta mánaðar. „Ég yrði hissa á því að það er svo margt annað sem er málið þarna. Það er ástanda þarna inni sem mönnum hefur ekki lánast að laga og þá er ég að tala um myndgreindingu á landspítalanum. Síðan samkomulagið sem var gert 2013, það hefur ekki verið staðið við það að fullu. Fólk er mjög óánægt og álagið gríðarlegt,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Geislafræðingur sem ætlaði að draga uppsögn sína til baka fékk þau svör að búið væri að ráða í hennar stöðu og hefur ekki verið ráðin inn þrátt fyrir að hafa sótt tvisvar um. „Það var bara sagt að það væri ekki hægt að verða við ósk minni um að draga hana til baka,“ segir Berglind Haðardóttir, geislafræðingur.Fékkstu einhverjar útskýringar á því? „Bara að það væri búið að ráða í starfið mitt en ég sá það aldrei auglýst, starfið sem ég var í.“ Berglind er með níu ára reynslu og segir að aldrei hafi verið kvartað undan störfum hennar. Miðað við það ástand sem ríki í starfsmannamálum sem komi líklega til með að versna dragi þeir geislafræðingar sem hafa sagt upp störfum ekki uppsagnir sínar til baka, þá segist hún eiga erfitt með að skilja hvers vegna hún sé ekki ráðin inn.Nú virðist vanta í stöður geislafræðinga á Landspítalanum, fékkstu útskýringar á því af hverju þú hefur ekki fengið starf? Nei enga, það er bara svona. Maður hélt að það vantaði 20 eins og framkvæmdastjórinn var búinn að segja. Ég hélt ég væri örugg að koma aftur en svo er ekki.“
Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Sjá meira