Innlent

Ölvaður ökumaður sem aldrei hafði tekið bílpróf stöðvaður fyrir hraðakstur á stolinni bifreið

Birgir Olgeirsson skrifar
Ökumaðurinn var stöðvaður á Ölfusárbrú.
Ökumaðurinn var stöðvaður á Ölfusárbrú. Vísir/Ernir
Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði ölvaðan ökumann á 130 kílómetra hraða á Suðurlandsvegi á sunnudagsmorgun.

Eftir að lögreglan hafði mælt bifreið ökumannsins á 130 kílómetra hraða á klukkustund gaf hún ökumanninum merki um að stöðva sem hann hunsaði og hélt för sinni áfram. Lögreglumenn í eftirliti á Selfossi náðu að stöðva hann á Ölfusárbrú en hann reyndist undir áhrifum áfengis og hafði auk þess aldrei tekið bílpróf og var á stolinni bifreið.

Var hann handtekinn og færður í fangageymslu. Hann var látinn laus síðar um daginn að lokinni yfirheyrslu þar sem hann gekkst við brotunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×