Volvo stöðvar sölu 7 sæta XC90 jeppans Finnur Thorlacius skrifar 6. ágúst 2015 09:37 Volvo XC90 jeppinn. Volvo sendi í gær tilkynningu til allra söluaðila Volvo bíla að stöðva sölu á 7 sæta útfærslu hins nýja jeppa Volvo XC90. Ástæða þessa er galli í innréttingu bílsins við loftpúðana sem vernda eiga farþega í öftustu sætaröð bílsins. Þeir bílar sem þegar hafa verið seldir verða innkallaðir og á það einnig við þá bíla sem seldir hafa verið hér á landi. Brimborg hefur, að sögn Egils Jóhannssonar forstjóra, nú þegar afgreitt um 15 bíla. „Um leið og ljóst er hvort þessi innköllun eigi við einhvern þessara bíla þá munum við hafa samband við eigendur umsvifalaust, gera við þeim að kostnaðarlausu og lána þeim bíl á meðan. Ekkert slys hefur orðið að völdum þessa því vandamálið kom í ljós við árekstrarprófanir hjá Volvo. Vandinn felst í því að hluti af klæðningu í innréttingu getur haft áhrif á útblástur gardínuloftpúða við þriðju sætaröðina“, sagði Egill. Innköllun þessi varðar ekki loftpúðana sjálfa og á ekkert skilt við þá stóru innköllun sem varðað hafa loftpúða frá Takata loftpúðaframleiðandanum japanska. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent
Volvo sendi í gær tilkynningu til allra söluaðila Volvo bíla að stöðva sölu á 7 sæta útfærslu hins nýja jeppa Volvo XC90. Ástæða þessa er galli í innréttingu bílsins við loftpúðana sem vernda eiga farþega í öftustu sætaröð bílsins. Þeir bílar sem þegar hafa verið seldir verða innkallaðir og á það einnig við þá bíla sem seldir hafa verið hér á landi. Brimborg hefur, að sögn Egils Jóhannssonar forstjóra, nú þegar afgreitt um 15 bíla. „Um leið og ljóst er hvort þessi innköllun eigi við einhvern þessara bíla þá munum við hafa samband við eigendur umsvifalaust, gera við þeim að kostnaðarlausu og lána þeim bíl á meðan. Ekkert slys hefur orðið að völdum þessa því vandamálið kom í ljós við árekstrarprófanir hjá Volvo. Vandinn felst í því að hluti af klæðningu í innréttingu getur haft áhrif á útblástur gardínuloftpúða við þriðju sætaröðina“, sagði Egill. Innköllun þessi varðar ekki loftpúðana sjálfa og á ekkert skilt við þá stóru innköllun sem varðað hafa loftpúða frá Takata loftpúðaframleiðandanum japanska.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent